Vikan


Vikan - 03.07.1980, Blaðsíða 13

Vikan - 03.07.1980, Blaðsíða 13
Kaffihúsamenning í Luxem- bourg er blanda af þvi sem gerist í Frakklandi og Þýskalandi. Bjórinn er ieinn sá besti í heimi og kostar Utiö svo ekki sé minnst á kaffið og brauð- snúðana. c> Luxembourg hefur í aldanna rás verið hernumið af flestum þjóð- um álfunnar. í dag er þjóðin frjáls og vill vera það áfram eins og marka má af einkunnar- orðum hennar „Mir wölle bleiwe wat mir sin” sem þýðir: Við viljum fá að vera eins og við erum, eða látið okkur nú i friði! I nœsta blaði: íslendingarnir í Lux. — Munkarnir í Clervaux — Gröf Pattons — Bruggarar og vfngerðarmenn — Fæðingarstaður Karls Marx kvikmyndasýningar og þar eru sjússinn ódýrari. Yfirleitt eru veggir ekki fleiri en fjórir á þessum stöðum, við einn vegginn er þar, við annan stólar, við þann þriðja borð og á fjórða veggnum eru klámsýningar sem tæpast geta talist hafa listrænt gildi nema i einstaka undantekningartilfelli. Bæði er um að ræða lifandi sýningar svo og á tjaldi. Einnig þessir skemmtikraftar eru sagðir útlendir, illa launaðir og komnir af albesta reki — þó ungir. Þarna ganga stúlkur um gólf og biðja gesti um að kaupa sér glas, ef það er gert þá er viðkomandi um leið búinn að kaupa sér skyndikonu og verðið mun vera frá 1000-1500 frankar (15.000 22.500 ísl. kr.). Fyrir þá sem kjósa að sitja heima á kvöldin er sjónvarpsgláp alls ekki vitlaus afþreying i Luxembourg. Hægt er að velja á milli 9 stöðva, þriggja franskra, þriggja þýskra, tveggja belgískra og einnar luxembourgískrar. Stöðvar þessar eru hver annarri betri fyrir fólk sem á annað borð skilur frönsku eða þýsku. Hinum er ráðlagt að gera eitthvað annað. Fyrir utan allt sjónvarpsefnið, sem er áberandi vel unnið, vekur hvað mesta athygli hversu sjónvarpsþulurnar eru líflegar, fallegar og skemmtilegar. Þeim nægir ekki að sitja eins og steingervingar og þylja upp dagskrár — þær brosa, strjúka hárið frá enninu, slá höfðinu aftur, segja tvíræðar sögur (stuttar) og blikka jafnvel áhorfendur. Má ætla að samkeppni sé á milli sjónvarpsstöðva hver sé með friskleg- ustu stúlkuna. Sem sagt, ákaflega skemmtilegar. Islenskum ferðamönnum þykja það líkast til góðar ' fréttir að bjórinn í Luxembourg er bæði ódýr og góðui. Kráarverð er í kringum 18 franka (270 isl. kr.) og er luxembourgískur bjór í æ ríkari mæli að ryðja sér til rúms erlendis sem fyrsta flokks gæðavara. Enda hafa Luxembourgarar verið bruggarar frá alda öðli og stunda umtalsverða vin rækt. Minna er drukkið af kaffi i land inu, en það er samt sem áður ágætt og kostar um 25 franka bollinn (375 ísl. kr.|. Að lokum skal fólk varað við því að fara með luxembourgíska franka úr landi þvi þeir gilda hvergi annars staðar í veröldinni líkt og myntin okkar. Einnig skal fólk varað alveg sérstaklega við þvi að kaupa sér mat á veitingastaðnum í járnbrautarstöðinni þótt „menuið” kosti ekki nema 100 franka. Þar blæðir ekki einungis úr steikunum heldur líka úr kartöflunum og dósasperglinum. Nóg er af betri stöðum þótt verðið sé eilitið hærra ... góða ferð! E.J. Z7. tbl. Vlkan 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.