Vikan


Vikan - 03.07.1980, Page 18

Vikan - 03.07.1980, Page 18
Framhaldssaga Copyright 1979 hy A\'ery Corman. Avery Corman Kramer GEGN Kramer Ég elska son minn. Mig langar til að vera eins mikið í návist hans og ég get. Hann er bara fimm ára. Hann þarfnast mín. Ég er ekki að segja að hann þarfnist ekki föður síns. En hann þarfnast mín meira. Ég er móðir hans. Hann kom aftur eftir tíu míniitur ásamt manni á sextugsaldri. Þeir tókust i hendur. auglýsingastjórinn settist í stól og hallaði sér aftur á bak i sætinu. —Svo þér eruð framagjarni ungi maðurinn. —Getið þér endurtekið það sem þér höfðuð að segja? spurði framkvæmda stjórinn. Og Ted hóf aftur sölumennskuna á sjálfum sér. Nú var komið að lokaat riðinu. — Mér skilst að kaupið sé 25 eða 26000. Ég býst við að það sé 26000 fyrir mann með mína reynslu. —25000 sagði auglýsingastjórinn slóttugur. —Allt í ligi. Ég vil gera ykkur tilboð. Ég tek vinnuna fyrir 24.500. Það er fimni hundruð dölum minna en þið eruð fúsir til að borga. En með þvi skilyrði að þér gefið mér svar núna, á stundinni. Ekki á morgun eða eftir viku. Eða eftir hátiðir. Það er þessara fimm hundruð dala virði fyrir mig að fá svarið strax. Ég býst við að ég vinni þetta líka upp i umboðslaunum. —Þér eruð duglegur sölumaður.herra Kramer.sagði auglýsingastjórinn. —Þetta einstaka tilboð stendur aðeins i dag. 24.500. — Viljið þér hafa okkur afsakaða, sagði auglýsingastjórinn og benti Ted að fafá* fram. Hjálpi mér. Ég hlýt að vera genginn af göflunum. Hvað er ég að reyna að gera? Ég hlýt að vera alveg örvinglaður. Ég var alveg örvinglaður. Ted var beðinn um að koma inn til þeirra aftur. Auglýsingastjórinn leit enn einu sinni yfir úrdráttinn hans. —Við ætlum að athuga nokkur af meðmælum yðar. sagði hann. —Já. gerið það. —Ég er viss um að þau standast öll nánari athugun. —Herra Kramer, sagði auglýsinga- stjórinn. — Við bjóðum yður velkominn í hópinn fyrir 24.500. Mér tókst það! Góði Guð! — Herrar minir. Min er ánægjan að fá aðstarfa með ykkur. Hann þaut niður götuna og að byggingunni þar sem Karlmannatiskan var til húsa. Horaði jólasveinninn stóð þar enn þá og hringdi bjöllunni sinni. Ted lét fimm dala seðil falla I boxið hjá honum og þrýsti hönd hans svo fast að jólasveinninn stundi undan handtakinu. Það var ekki mikið að gera hjá McCall’s yfir hátíðirnar oe það gerði honunt auðveldara að venjast' nýja starfinu sinu og umhverfi. Þetta var gamalt og virt fyrirtæki og strax eftir nýár var hann tekinn við fullri sölu. Hann hafði fengið þessa nýju atvinnu svo snemma að hann hafði ekki þurft að snerta á því tveggja vikna kaupi sem hann fékk í sárabætur á gamla staðnum. Hann ætlaði að geyma það upp i kostnaðinn við málaferlin. Hann hafði ennekki heyrt neitt fráJóhönnu. Kvöld eitt hringdi síminn um tíuleytið. —Herra Kramer, þetta er Ron Willis. Ég er vinur Jóhönnu. —Og hvað með það? —Ég hélt ég gæti kannski hjálpað eitthvað til við flækjuna á milli ykkar. —Ég hef ekki fundið fyrir neinni flækju. —Ég held ég geti skýrt ýmislegt fyrir þér ef viðgætum hist. —Ertu lögfræðingur Jóhönnu? —Ég er að vísu lögfræðingur en ekki lögfræðingur Jóhönnu. — Hver ertu þá? —Bara vinur hennar. En ég held að ég geti forðað ykkur báðum frá nokkrum óþægindum ef þú vildir hitta mig. —Jæja. svo þú hringdir til að firra mig óþægindum. Er þetta næsti leikur hjá henni? —Nei, þér er óhætt að trúa því. —Hvers vegna skyldi ég trúa þér? —Jóhanna bað mig ekki einu sinni um að hringja. —Og hún veit ekki einu sinni um það, er það? ' —Jú.enþetta var min hugmynd. Honum lék næstum þvi eins mikil for- I vitni á að hitta „vin” Jóhönnu og að fá að vita hvað óvinurinn ætlaðist fyrir. —Allt i lagi. herra Willis. Við getum hist fyrir utan Martell á 83. götu og 3. breiðgötu á föstudaginn klukkan átta. Viðgetum talaðsaman yfir bjórglasi. —Gott, herra Kramer. —Já, þetta er allt saman stórágætt. er þaðekki? John Shaunessy hafði ekkert við það að athuga að hann hitti þriðja aðilann þar sem þeir fengju upplýsingar á þann hátt en varaði hann við að drekka með honum á bar. Það væri meira viðeigandi að þeir fengju sér kaffi sarnan á ein- hverju vinsælu kaffihúsi eða ættu vingjarnlegar samræður fyrir framan hús Teds. Aðalatriðið var að láta ekki veiða sig í neina gildru — deilur, slags- mál, hómósexúal framkomu, hann mátti ekki lenda i neinu er gæti leitt til hand töku. Hann baðst afsökunar á þessari smámunasemi en vildi leggja áherslu á að þvilik brögð væru ekki óalgeng og að dómari mundi ekki lita slíkt mildum augum. Næsta morgun átti Ted bágt með að trúa því sem Billy sagði við hann. Höfðu börn slíka sálræna hæfileika? Hann hafði gætt þess að ræða aldrei þessa nýju stöðu málanna á meðan Billy var vakandi. En á meðan þeir biðu eftir grænu Ijósi á leiðinni I skólann sagði Billyuppúrþurru: —Hvenærfæég afturaðsjá mömmu? —Ég veit þaðekki. —Mig langarað hitta mömmu. —Égveitaðþetta ererfitt. Billy. Þeir gengu þegjandi áfram. Þegar þeir komu til skólans leit drengurinn á föður sinn. Hann hafði greinilega hugsað málið. —Erú Willewska er að nokkru leyti eins og mamma. Hún er ekki alvöru mamma mín, en hún er samt eins og nokkurs konar mamma. Skilurðu hvað ég á við? —Já. Þú ert stórkostlegur krakki. William Kramer. Drengurinn gekk upp tröppurnar að skólanum ánægður yfir að hafa róað föðursinn. Um kvöldið bað Billy um söguna um kaninuna sem hljópst að heiman. Þetta var myndasaga um litla kanínubarnið sem vildi strjúka að heiman en kaninumamma finnur það alltaf hvað sem á gengur. Ted hafði falið þessa bók eftir brottför Jóhönnu. Hann gat ekki af- borið að lesa hana fyrir Billy. Hann sagði að hún væri ekki til lengur og las i staðinn um Babar gamla. Billy talaði við sjálfan sig áður en hann fór að sofa. þykjustu samræður milli mömmu og drengsins hennar. Ted gat ekki lengur varnað þvi að drengurinn sem hann elskaði svo heitt fengi að sjá móður sína, sem hann langaði til að sjá. Hann hringdi til Jóhönnu daginn eftir. Samtal þeirra var jafnkuldalegt og um bláókunnugt fólk væri að ræða. Hún gat fengið að hitta Billy strax og hún vildi. farið út með hann að borða eitthvert næsta kvöldið. Ted ætlaði að tala um þetta við hús- hjálpina. Þau ákváðu að Billy færi út að borða með móður sinni daginn eftir 18 Vikan 27. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.