Vikan


Vikan - 03.07.1980, Page 42

Vikan - 03.07.1980, Page 42
Framhaldssaga Þýðandi: Magnsa Matthiasdóttir MEYJARFORNIN Framhaldssaga eftir David Gurney Lögreglumennirnir grettu sig. „Já, herra?” svöruðu þeir. Þeir þekktu yfirvald, þegar þeir sáu það. Svo sagði Farmer: „Komdu inn.” Og í gegnum dyrnar kom hugsun, beint í huga Wall. lan — ég er komin. Elskan — ég er hérna — Og í kjölfar hugsunarinnar sá hann hana i fyrsta sinn, þegar hann opnaöi augun eitt sekúndubrot. Hún nam staðar, þegar hún var rétt komin inn í herbergið og hugur hennar leitaði hans i svölum tærum straumi rökhyggju. R — Hugur hans myndaði eina nafnið, sem hann þekkti á henni og augu hans sáu hana nálgast í röð kyrrmynda. Og jafnvel þó líkami hans værii hrjáður, brá honum i brún er hann sá hana. lan. sögðu hugsanir hennar beint i huga hans, dæmdu mig ekki eftir þvi. sem þú sérð. Ef ég hefði fengið að ráöa. hefðir þú aidrei séð mig eða ég þig. En ég varð að koma til þín — R — Jafnvel í gegnum kvalirnar minntist hann daga og nátta i innri klefanum í stofnuninni, þegar hann lá með henni og ótaldar stundir hrærðust þögult yfir ástriðufulla ástarleiki þeirra. Dave Farmer og Hassall stóðu sitt hvorum megin við mjótt rúmið, sem hann var fjötraður við. R stóð við fóta- gaflinn og leit niður til hans. Enn hafði hún ekkert sagt upphátt. Þess gerðist ekki þörf. Hún var í huga hans og hann í huga hennar. lan, þú verður að sætta þig við mig eins og ég er. Eins og ég verð að sætta mig við þig... Hún leit út eins og ung stúlka. Skóla- stúlka. Fimmtán eða sextán ára. Áreiðanlega ekki eldri. En það var óhugsandi. 1 myrkri innri klefans hafði hún elskað hann, leiðbeint honum, farið með honum niður i djúp undirmeðvitundar hans. Hún hafði að öllu leyti verið leiðtoginn, stjórnandinn, þroskuð, allt að því móðurleg. En sú R, sem stóð við gaflinn á rúm- inu hans, virtist ekki annað en barn. Nei, lan, ég er enn hin sama. Rödd hennar var áköf í hugskoti hans. Ekkert hefur breyst. En nú veistu, hvers vegna ég leyfði þér aldrei að sjá mig. I dag varstu í hinni mestu hættu. Þess vegna varð ég að koma. Hættan er enn til Þegar Jan Kopek gaf sig loks fyrir áhrif lyfsins, sagði hann: „Ég hef aldrei komið til Vail. En það er vatn þar. Og þar niðri býr hið illa. ” staðar. Við verðum að berjast sameiginlega á móti henni. R, svaraði hugur hans henni. Ástin mín, hjálpaðu mér. Upphátt sagði R við Dave. „Komdu aftur með Kopek inn." Hann gekk að dyrunum og kallaði á lögreglumennina frammi á ganginum. Þeir komu aftur inn með Kopek, fýldan og handjárnaðan. Dave benti lög- reglumönnunum að fara út, og R lokaði oglæsti dyrunum. „Sprautuna —" Hassall rétti henni hana. Hún handlék hana fimlega, beindi henni upp oggáðiað loftbólum. Kopek fór að ranghvolfa augunum. „Hvað er þetta?” spurði Dave. „Hvað hugðist hann fyrir?" „Skópólamín. Til að auðvelda dáleiðslu. Hættulegt efni og hugsanlega banvænt.” „Hvernig veistu það?” spurði Hassall. „Hann sagði Ian það á meðan ég var viðstödd. Ég var í huga hans. Eruð þið búnir að gleyma því?” „Ég hef engu gleymt.” Hassall starði á hana eins og hann gæti ekki trúað þversögnunum, sem skynfæri hans sögðu honum. R virtist eiga ágætlega heima í áttunda bekk einhvers stúlknaskólans. Raunar hafði Hugo van Allen einmitt náð í hana á slíka stofnun i Berkshire-sveit—þó að skólinn væri raunar sérskóli fyrir stúlkur eins og R og undir stjórn Adelaide van Allen, systur Hugo. Lögregluþyrla beið hennar og á örfáum mínútum fór hún með hana yfir úthverfin og á spitala- lóðina, þar sem Farmer og Hassall biðu. Nú stóð hún hér, fáránlega ung og ótrúlega falleg, fullkomlega róleg og sjálfsörugg frammi fyrir hinum urrandi Jan Kopek. „Ég fæ ekki það sem ég vil beint frá honum. Hann er búinn að koma sér upp varnarvegg gagnvart mér. Þannig að ég verð að sprauta þessu í hann.” „Nei!” Kopek leit tryllingslega til 'dýra, á gluggann. „Hví ekki?” Rödd R var kuldaleg og banvæn eins og sverðslag. Heilluð augu Hassalls fylgdu hverri hreyfingu smárra handa hennar, hverri sveiflu síða ljósa hársins. Hún var klædd einföldum hvitum kjól, sem sýndi útlinur likama, sem þegar var þroskaðri en barnslegt útlit hennar gaf tilefni til að ætla. „Þú ætlaðir að nota þetta álan." „Það var bara hótun —” „Þú hefðir gert það. Eg var til staðar, eins og þú kannski manst, i huga hans þegar þú komst þangað líka. Ég veit, hvað þú hugðist fyrir. Vilduð þið vera svo vænir að halda honum fyrir mig?” Hassall neyddi sig af stað. Dave Farmer hikaði.fen steig svo fram. „Þú sagðir, að þetta væri hugsanlega banvænt.” „Já.” „Þá getum við ekki hætt á það.” Hún sneri sér við og leit á hann. „Hér er um Jan Kopek eða Ian Wall að ræða. Veldu.” „Það hlýtur að vera einhver önnur leið —" „Það er engin önnur leið.” Hún leit niður á manninn, er engdist á spitalarúminu. Unglegt andlit hennar sýndi ómælanlega samúð, blíðu, sem var jafnfjarri barnslegu útlitinu í þroska eins og líkami hennar. Farmer sagði: „Mundu að hann er hættulegur. Hann hefur vald á grund- vallaratriðunum fjórtán —” Hún leit snöggvast upp. „Þess vegna verðum við að beita líkamlegum aðferðum til að yfirbuga Ihann. Ég sagði ykkur að hugur hans hefði varnarskjöld." 4* Vlkan Z7. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.