Vikan


Vikan - 03.07.1980, Qupperneq 47

Vikan - 03.07.1980, Qupperneq 47
þær velja að búa við sömu skilyrði og reyna að lifa það af, fremur en að kalla vfir sig algjört óöryggi. Það er hins vegar sennilega algengara að konur nú á dögum taki skrefið til fulls og skilji, enda þótt þær sjái fram á ýmiss konarerfiðleika. Það eru fleiri konur en karlar sem taka frumkvæði að skilnaði. I því sambandi hefur verið bent á nokkur atriði sem sýna fram á hvernig aðstaða kvenna er oft öðruvisi i þessum málum en aðstaða karla. Konur eru oftar en karlar í nánu tilfinningalegu sambandi við börn og þær hætta sjaldan á að missa börnin við skilnað. Þetta gefur konum mikið öryggi. þær koma ekki til með að standa einar og eru áfram i tilfinninga- legu sambandi við einhverja sem þeim þykir vænt um. Konur eru einnig meira aldar upp við að láta tilfinningar sinar i Ijós og tala um tilfinningar en karlar. Einnig kemur i ljós að það eru oftar konur en karlar sem bregðast við breytingum í sambúð og vilja að eitthvað sé gert i málunum. Hamingjusöm hjónabönd Hjónabandið sem stofnun hefur breyst. Framfærslusjónarmiðið er ekki lengur allsráðandi, eins og það gat verið. Hjónabandið hefur þróast meira í þá átt að verða félagsleg stofnun þar sem fólk gerir meiri kröfur hvort til annars um eitthvað sem kallast hamingja eða ást. Flestir sem stofna til hjónabands hafa einhvern timann verið ástfangnir af þeim sem þeir síðar stofna sambúð með. Hjá langflestum þróast hlutirnir þannig að ást tilhugalífsins liður hjá og hversdagsleikinn. sem kallar meira á samvinnu og vináttu. bíður. Margir verða vonsviknir þegar þeir reyna að sambúð er allt öðruvisi en ætlað var i upphafi. Sambandið á milli sambúðar- aðila er ef til vill ekki eins gefandi og gert var ráð fyrir og uppfyllir ekki þær kröfur sem einstaklingurinn gerði um sambúð. Margir gera sér hins vegar oft ekki ljóst — eða skynja það of seint — að hamingjusöm sambúð þróast sjaldnast af sjálfu sér en hana verður að rækta. Margir sjá ekki að hæfileikinn til að rækta sambúð getur verið forsenda þess að hún haldi. Ein af orsökunum fyrir skilnaði er að fólk leggur ekki rækt við það samband sem stofnað var til og gerir oft óraunhæfar kröfur til sambúðar- aðilans um að hann skilji og eigi að vita hvað hann skuli gera til að bæta sambandið. Ásakanir eru algengar á báða bóga og báðir aðilar geta haldið því fram að ef hinn breyttist myndi sambúðin breytast til batnaðar. Hvernig velur fólk sér maka? Það eru til margar kenningar um það af hverju fólk velur sér einmitt þennan maka en ekki hinn. Ein kenning er t.d. sú að valið byggi á ómeðvituðum óskum, þ.e.a.s. valinn er sá aðili sem maður heldur að geti bætt upp það sem maður hefur ekki sjálfur. Einnig er hægt að velja sér nokkurs konar ..uppbótar- aðila", þ.e.a.s. valinn er aðili sem líkist mjög þeim einstaklingi sem maður tengdist sterkast i bernsku, pabba eða mömmu. Eða að valin er „andstæða”. t.d. ef samband stúlku hefur verið mjög slæmt við föður reynir hún að velja sér mann sem er gjörólíkur föður hennar. Einnig er hægt að velja einhvern sem er „verri” en maður sjálfur, til þess að reyna að upphefja sjálfan sig og styrkja eigin sjálfsmynd. Fleiri skýringar má nefna en óháð þvi hvaða skýring er valin á þvi hvernig fólk velur sér maka er það hins vegar einkennandi að sambúðar- aðilar fara gjaman inn i sambúð með óraunhæfar væntingar um hinn aðilann og falskar vonir. Þetta kemur yfirleitt alltaf fram þegar aðilar fara i meðferð út af skilnaðarmálum. Ef fólk gerði sér i rauninni betur grein fyrir af hverju það velur hvort annað og gerði sér meira Ijóst hvaða væntingar og kröfur það hefur til sambúðar. myndi það oft spara fólki mikinn sársauka og sálarkreppu. 27. tbl. Vlkan 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.