Vikan


Vikan - 11.03.1982, Blaðsíða 14

Vikan - 11.03.1982, Blaðsíða 14
KÓRÓNAN hvort til annars. Anniku var hrollkalt en hún reyndi að láta ekki á því bera. Þau komu að stað sem beinlínis bauð þeim til sætis og þau stóðust ekki freistinguna. — Segðu mér eitthvað um sjálfa þig, Annika,sagði Martin. Varaðu þig nú, hugsaði hún. Auðvit- að var hún ekki hrædd við Martin Öyen, hann gripi varla til þess að beita hana of- beldi en það var eins gott að vera á verði þegar hann jós yfir hana úr nægtabrunni kyntöfra sinna. — Um sjálfa mig? Það er fljótgert, svaraði hún. — 1 augum annarra hef ég ekki reynt neitt frásagnarvert um ævina. Sjálfri finnst mér þó hver dagur hafa eitthvað skemmtilegt upp á að bjóða. — Það er vegna þess að þú hefur ímyndunarafl. Hún leit undrandi á hann. Ó. hvað hann var aðlaðandi. — Hvernig veistu það? Hann tók varlega um andlit hennar báðum höndum. — Ég sé það í augum þínum. Þau eru alltaf svo langt í burtu — þau er alltaf að dreyma. — Kannski um fornaldarhetjurnar mínar? lagði hún til og hló óstyrkum hlátri. — Þurfa þær endilega að vera úr fornöldinni? Stúlkan er sannarlega indæl, hugsaði hann með nokkurri undrun. Hörund hennar, augun, varirnar, allt svo ferskt og ósnortið. Áður en hann vissi af hafði hann kysst hana, mjúklega, blíðlega. Hann hafði kysst margar stúlkur fyrr. þetta var eins og ósjálfrátt viðbragð, hann hefði brugðist við á sama hátt enda þótt veðmálið hefði aldrei komið til. Annika sneri sér frá honum en hann náði þó að sjá vonbrigðablikið í augum hennar. Það kom honum á óvart. Hann var þvi vanastur að sjá gleði og unað i augum þeirra stúlkna sem hann kyssti. Hendur Anniku skulfu. Þetta var fyrsti kossinn hennar en það skyldi hann aldrei fá að vita. Og hann skyldi heldur aldrei fá að vita hvílík áhrif hann hafði á hana. — Martin, sagði hún. — Enda þótt Jörgen og Tone séu að reyna að hanga saman erum við ekkert skyldug til að láta sem við höfum einhvern áhuga á ástarævintýri. Mér finnst það að minnsta kosti hálf„billegt”. Hann starði á hana. — Þetta var ruddalega sagt, sagði hann og virtist særður. — Fyrirgefðu, það var ekki ætlunin, sagði hún og bandaði hendinni vand- ræðalega frá sér. — Reyndu að skilja, Martin, mér líkar vel við þig og ég vil ekki láta spilla þvi fyrir mér. — En ef ég ... — Vitleysa, Martin, greip hún fram í fyrir honum. — Þú hefur ekki meiri áhuga á mér heldur en steininum þeim arna! Hann féll á kné og tók steininn hátíð- lega milli handa sér. — Þetta er óvenju- lega fagur og áhugaverður steinn, sagði hann. Annika skellti upp úr. — Þakka þér fyrir, Martin, þetta var fallega sagt. En komum nú heim. Ég er að verða gegn- köld. Hún kleif kambinn og lagði af stað heim að húsinu. Martin lallaði á eftir. Hún forsmáði mig, hugsaði hann móðg- PRJÓNAGARN - PRJÓNAGARN — PRJÓNAGARN HJERTEGARN: HjerteCombi: 100% ull. Handprjónagarn igæðaflokki. Prjónar 4 Vélþvottur40—50°C. Verðkr. 19,60. Hjerte Crepe: 100% ull. Hand- og vólprjón í gæðaflokki. 40 litir. Prjónar 2 1/2—3. Vélþvottur 40—50°C. Verðkr. 19,60. Hjerte Fleur: 50% mohair, 50% mohair, 50% polyacryl. Fleur hefur þá eiginleika að hægt er að prjóna það með prjónum nr. 3 og upp i nr. 6, einnig mjög gott í prjónavélar. 30—40 litir. Handþvottur. Verð 18,25. Hjerte Fnug: 30% ull, 70% polyacryl, prjónar nr. 7. Er þrælsterkt og þolir vel hnjask. Handþvottur eða vél þvottur með ullarstillingu. Verð kr. 11,85. Indicita: 100% Alpaca lamaull, 16 litir. Þetta garn er afar áferðarfallegt og hentugt m.a. í samkvæmiskjóla, handprjón og vélprjón. Þolirekki þvottavélaþvott. Verð: náttúrulitir kr. 28,80, litaðkr. 34,40. Hjerte Sagita: 100% bómull. 18 litir, prjónar nr. 3. Vélþvottur. Verð kr. 8,20. Hjerte Flame: 60% bómull, 40% polyacryl, prjónar 2 1/2—3. Einnig gott i prjónavélar. Þvottur 50°C. Verð kr. 10,60. Hjerte Speed: 65% bómull, 35% acryl, prjónar 4 1/2—5. Vélþv. 60°C. 18 litir. Verð kr. 12,30. Hjerte Roma Frotte: 70% polyacryl, 30% nælon. Prjónar 2 1/2—3. Vélprjón, handprjón, Finhnökraðgarn, mikið notað i kjóla og sumarpeysur. Verð kr. 13,80 (ennþá gamla verðið). Goldfingering (gull og silfur): 80% viscose, 20% polyester. Hentar vel sem skraut i alla vinnu. jafnt útsaum, sem prjón o. fl. Verð kr. 21,00. PINGUINGARN: Pingolaine: 100% ull. Prjónar nr. 3. Mjög mjúkt og fallegt barnagarn úr soðinni ull. Handprjón. vélprjón. Verðkr. 19,00. Pingofine: 25% ull, 75% acryl. Prjónar 2 1/2—3. Hand-vélprjón. Verð kr. 9,90. Pinguin comfortable sport: 55% ull, 45% acryl. Prjónar 4 1/2—5 1/2. Vinsælt og ódýrt garn, sem þolir vél þvott. Verðkr. 11,25. Pinguin équinoxe (Uxamohair): 23% mohair. 35% ull, 2 1/2 polymade. Sanseruð hnökruð mohairblanda á grófa prjóna, nr. 4 1/2—8. Verðkr. 17,40. Style Astrakan: 35% ull, 52% acrylque, 13% polyester. Úr style Akstrakan getaallirprjóuað, lika þeir sem prjóna illa. Áferðin verður alltaf falleg. Prjónar 3 1 /2—8. Þvottur 50°C. Vcrð kr. 14,50. Pinguin Concerto: 87,5% acryl, 12,5% polyester. Prjónar 2 1/2—3. Handprjón, vélprjón. Sérstætt gam meðgullþræði. Verð 19,60. JAKOBSDALSGARN: Harpun: alull, prjónar 4 1/2—5 1/2. Handþvottur 30°C. Þetta garn hefur stöðugt verið að vinna á oger nú mest selda ullargarnið i verzluninni. Verð kr. 16,90. Angorina Eyx: 30% mohair, 60% acryl, 10% nælon. Handprjón á prjóna 2 1/2—3 1/2, cinnig vélprjón. Handþvottur 30°C. Þetta er áferðarfallegt og finlegt garn i miklu litaúrvali (58 litir). Verð 40 g kr. 16,90. Ridi Ranka: 100% acryl. Prjónar 2 1/2—3. Hand- og vélprjón. Barnagarn. Verð kr. 14,40. SKÚTUGARN: Zermatt Superwash: 100% ull. Prjónar 3 1/2—4. Vélþvottur 40°C. Þetta garn hefur mjög skemmtilega á- ferð og er afar vinsælt. Verð kr. 16,30. Einnig eru enn til nokkrir litir af gamla handþvotta-Zermattinu á aðeinskr. 11,50. Cheepjes Navara: 50% ull, 40% acryl og 10% nælon. Hnökraðgarn fyrir prjóna 6—8. Verð kr. 10,00. AÐRAR TEGUNDIR: Bingo: Norskt garn, 53% acryl, 47% viscose. Prjónar 3—3 1/2. Verð kr. 7,90. Maskot: 20% ull, 80% acryl. Norskt garn fyrir grófa prjóna. Verð aðeins kr. 10,00. St. Horne Mohair: 40 ull, 20% mohair, 40% polyacrylfiber. Mjög fallegt gæðagam fyrir grófa prjóna. Verðkr. 23,40. MCTweed: 50% ull, 25% acryl, 25% viscoe. Tweedgarn. Prjónar 4—4 1/2. Verðkr. 12,00. MALINDI TWEF.D: 45% ull, 52% acryl, 3% polyester. Tweedgarn i gæðaflokki frá Hubner Wolle. Verð kr. 18,90. Skate: 15% ull, 85% acryl. Prjónar nr. 4. Verð kr. 9,90. Hiibner Wolle barnagarn, orlon með þræði. Nýtt á ísl. markaði. Prjónar 3 1/2—4. Verð kr. 16,30 EMU barnagarn með silfurþræði: 5' % acryl, 34% nælon, 15% ræon. Vélþvottur. Þetta garn er mjög mjúkt og hefur fallega áferð. Verð 20 gkr. kr. 7,00. Þrjár grindur eru fremst i búðinni með útsölugarm. verð frá kr. 7,- pr. 50 gr. Mjög mikið úrval af smyrna og hvers konar útsaumsvörum. Margar tegundir af saumagarni, tvinna og heklugarni. Prjónar, prjónamál, nálar, skæri og fleiri smávörur. Og siðast en ekki sízt: Mikið úrval af dúkum, bæði útsaumuðum, handhekluðum og verksmiðjuunnum. SJÓN ER SÖGU RÍKARI PÓSTKRÖFUSENDUM DAGLEGA Ath. Öll verð miöuð við 15. febr. 1982. HOF INGÓLFSSTRÆTI1 (GEGNT GAMLA BÍÓI) SÍMI16764. 14 Vlkan xo. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.