Vikan - 11.03.1982, Blaðsíða 21
Heimsókn í Skálholt
niðurstöður sínar á veggspjöld. Að
siðustu komu allir hóparnir saman og
ræddu málið. Bæði nemendur og
kennarar voru sammála um að þema-
námið væri sérlega gagnlegt, áhugaverð
og ánægjuleg tilbreyting í skólastarfinu.
Annars virðist sem Skálholtsnemar
þurfi síst að kvarta undan tilbreytingar-
leysi og deyfð, hvort heldur sem er í
námi eða félagslífi, enda gera þeir það
ekki. Félagslífið er án efa með því
fjörugra sem gerist. Nemendurjsru fáir
og búa allir saman á heimavist þannig að
kynni eru fljót að takast með þeim. Á
heimavistinni er setustofa með arni,
Úr kennslustund í fjöl-
skynjun. Kennari leiðbeinir
nemanda við verkefnið.
— Hvers vegna höfðu þau komið
hingað og hvernig líkaði þeim?
Flest voru búin með grunnskóla-
námið er ekki tilbúin að hefja annað
nám og langaði að prófa eitthvað nýtt,
komast i annað umhverfi. Sumir höfðu
byrjað í mennta- eða fjölbrautaskóla en
ekki kunnað við sig. Öllum líkaði vistin
vel og mundu ekki eftir neinu sem þeim
mislíkaði. Skemmtilegast fannst þeim að
geta valið um svo mörg fög og geta með
því sneitt hjá þeim fögum sem þeim
þættu leiðinleg. Einnig að sambandið
milli nemenda innbyrðis og nemenda og
kennara væri miklu betra af því þau
væru svo fá.
— Lærðu þau nokkuð fyrst þau
þyrftu ekki að hafa áhyggjur af prófum?
Þau lýstu því ákaft yfir að þannig
væri því alls ekki farið, þvert á móti.
Frelsið og ábyrgðin sem því fylgdi yrði
til þess að þau tækju mjög jákvæða
afstöðu til námsins og hefðu meiri
áhuga fyrir því sem þau væru að læra nú
en nokkru sinni áður.
— Eru engin agavandamál í
skólanum?
Þau önsuðu þessu nú varla. Enda var
spumingin ef til vill móðgandi við
hálffullorðið fólkið. En ef vandamál
koma upp getur fulltrúi nemenda gengið
á vit kennara og rektors, en í svona
litlum skóla, þar sem samband nemenda
og starfsfólks er náið, verða þannig
formlegheit óþörf, næstum hlægileg.
— En reykingar og áfengisneysla í
skólanum?
Reykingar eru leyfilegar í setustofum
en áfengisneysla er með öllu bönnuð
innan skólans, en það hefur aldrei
skapað neinn vanda. Þeir sem vilja geta
sinnt þeirri hlið mála í helgarfríum. Þau
fóru einu sinni í vetur á sveitaball á Borg
í Rússajeppa og allir voru edrú. Fyrir
marga var það ný reynsla að fara edrú á
sveitaball. Sumir skemmtu sér betur en
nokkru sinni en aðrir voru ekki jafn-
ánægðir.
— Fannst mönnum sem þeim væri
um of innrætt kristin siðfræði og
trúarskoðanir?
Nei, hreint ekki. Skálholtsskóli er að
vísu rekinn af kirkjunni og byggir á
grundvelli kristinnar trúar. En enginn
trúarlegur áróður væri hafður í frammi.
Markmiðið væri að auka skilning og
virðingu fyrir gildi mannsins og kynnast
möguleikunum á að skapa betri heim.
En það væri algjör misskilningur að
Skálholtsskóli væri einhver prestaskóli.
— Fannst nemendunum að vistin
væri mannbætandi?
Já, tvímælalaust. Einna mikilvægustu
áhrif skólavistarinnar væru hve hún
efldi félagsþroskann og félagsvitundina.
Sumir nemendanna sögðust hafa
læknast af feimni og óframfærni. Ein
stelpa sagði það samdóma álit fjölskyldu
sinnar að hún væri orðin mun skapbetri
en áður og öll kváðust þau hafa þroskast
við dvölina í Skálholti.
Eftir að hafa dvalið daglangt í þessum
skemmtilega og merkilega skóla var tími
kominn til að kveðja og halda aftur til
borgarinnar. Það var ekki laust við að
mann langaði til að verða eftir og slást í
hópinn.
tafli, spilum og bókasafni, að
ógleymdum hljómflutningstækjum. Þar
er hægt að eiga notalega kvöldstund við
ýmiss konar iðju. Annars staðar er
sjónvarpskrókur en yfirleitt fer ekki
mikill tími í sjónvarpsgláp. Kvöldvökur
eru tíðar. Þá er leikið, sungið og spilað.
Einu sinni i mánuði er haldin meiri
háttar skemmtun og helgina áður hafði
einmitt verið ein slík. Allir höfðu verið
grimuklæddir og dansinn stóð fram
umdir morgun. Fyrirhugað var að sú
næsta af þessu tagi yrði þorrablót.
Einnig var nýafstaðin svokölluð
menningarferð til Reykjavíkur.
Nemendur höfðu farið hópferð til
borgarinnar og farið í Ieikhús, borðað
saman á veitingastað og gert fleira
skemmtilegt.
Einu sinni í mánuði er helgarfrí og þá
fara nemendur ýmist heim til sín eða
eitthvað annað frá skólanum.
Ég spjallaði dálítið við nemendur og
spurði hvort þeim þætti ekki leiðinlegt
að vera svona langt uppi í sveit.
Nei, þeim fannst það þvert á móti
mjög skemmtilegt.
Stundatafla Skálhyftinga er þétt skipuð. Skóladagurinn virðist lengri en gengur og gerist en
hin fjölmörgu vaHög þurfa tíma og nemendur þurfa ekki langtað fara tilað sækja kennslustundir.
mÁiuicl þri&juidL miðvik.ud JtmmíLJLd jostud
umc.cu.i/ PAíiát fetrViO-OLyr QdoL|/r RiXv'di" ■'*
pW ' .01 f* M
í GLJNJST-UNJ Dl UU
tee.rðjreeðí ftt ; stseráþ-eeðt: ftt
iwzkfr. j>H fei.biíu.Sk.ýrivt5jertts S.WÍusfcýo'igsreE.
W ! í$; ■ ■ HS Gt
UT>P= C3 V =3 V/ 333
þy<,k.&_ / CHSK&. T b-H / L •
‘ *V fuv\dur... .... ____J~-n V
—=W== rv
íó'aá.T'Pt w C^==Zjca
3=3 r l 1
lél^sjreeðt m sálðfþ-œÓ!. cn .-^ch^ty
4olSlejv! tUV\ CH ===&!> Siðþreeðc «
: • -—(éla.qsfreedí o» víintuM. «
__ v L3 V3 ETi VP"' "Rp
i í/3 p a f>n
mwiuLd
KU5FWt íúnír
Ó30 45 t- '!’■’••■ - . flt
9 10 MO
9-40 cfansKa w
1030 '?eóar'|T'e£Qt ftt
1120 -• -j- 4 ‘GE
1200 i—t pp i
1500
1550 VlMMf
14-40 enskM w
1520
1540 e«.sK.a. !i fta
Ib50 S-fttröírceói-
1720 tóKfærslx ke
l&oo c \
18:30 bóKjíf.fsta. -
I9'2D ISI j Uit
/OGD &-
k
=> (Uf=
U
ÍCTTI' 3
■ •=,!?!> =
;■ N
Xl /"Jiúitfíí
I t*
:v*. H ÞK
■o