Vikan - 11.03.1982, Blaðsíða 2
Margt smátt
Konur um konur
og kvennalíf
Um leið og Adam gafst fyrsta tœkifærið
skellti hanrt skuldinni á konuna.
Nancy Astor
Siðmenningin er heimskuleg. Hvers
vegna er manni gefinn iíkami ef maður
þarf að loka hann inni í kassa eins og
afar sjaldgœfa ftðlu?
Katharine Mansfield
Konur fæðast ekki konur. þær verða
það.
Simone de Beauvoir
....lengi hafa konur verið kallaðar
drottningar en konungsríkið sem þær
hafa fengið til yfirráða hefur ekki verið
mikils virði.
Louisa May Alcott
Verð ég brjóstmylkingur?
Mamma cr alltaf að spegla sig og
spegla sig. Hún er alltaf að hugsa um
brjóstin á sér. Hún segir að þau virki
svo þanin. Pabbi segir að þau verði
alltaf stærri stærri. Ef þú heldur
svona áfram, ástin, segir hann, verð
ég bráðum að fara að tjóðra þig.
Annars verðurðu uppnumin einn
góðan veðurdag eins og blaðra,
segir hann. Þegar þau eru að tala um
brjóstin á mömmu fæ ég svo ein-
kennilega tilfinningu í munninn. Og
svo fer ég að sjúga og sjúga. Það er
svolítið skrýtið. Stundum dreymir
mig um brjóstin á mömmu og þá
gríp ég hnefafylli í þau og sýg mig
fastan. Ég veit ekki af hverju, en það
er gott að dreyma svona. Mamma
talar líka oft um að kannski verði ég
alls ekki brjóstmylkingur heldur
pelabarn. Verði? Hvernig verði?
Brjóstmylkingur? Pelabarn? Hvern
skrattann eiga þau við?
— Kannski fæ ég ekki nóga mjólk,
segir hún.
Mjólk? Til hvers?
Gömlu meistararnir
og hinir
Frakkar sögðu fyrst í stað að kúbisminn
væri della en þó mátti heyra einn lista-
verkasala segja: Ég ætla að kaupa
eitthvað eftir Picasso núna, ekki vegna
þess að ég sé svona smekklaus heldur af
því að það verður mikils virði seinna.
★
Balzac bjó lengi í köldu og berangurs-
legu þakherbergi. í eldstæðinu logaði
aldrei eldur og engin mynd hékk á
veggjum. En á einn vegg hafði hann
skrifað: „Panell úr rósaviði og
kommóða,” og á annan, „Góbelín-
vefnaður og spegill í feneyskum stíl,” og
yfir eldlausum arninum stóð: „Mynd
eftir Rafael.”
★
Einhver spurði hinn fræga málara
Orpen hvernig hann blandaði liti sina:
„Með heilasellum,” svaraði Orpen.
★
Samuel F. B. Morse var málari áður en
hann fann upp simskeytin. Hann bað eitt
sinn vin sinn, sem var læknir, að segja
sér skoðun sína umbúðalaust á málverki
sem hann hafði málað af manni á bana-
beði: „Malaría,” sagði læknirinn.
★
Mark Twain heimsótti eitt sinn
málarann Whistler á vinnustofu hans og
leit á myndirnar. Hann snerti eina þeirra
og Whistler hrópaði: „Ó, snertu þetta
ekki, sérðu ekki að myndin er ekki orðin
þurr.”
„Það gerir ekkert til,” sagði Mark
Twain, „ég er með hanska.”
★
Ekki veit ég hvort konur eru betri en
menn en þær eru að minnsta kosti ekki
verri.
Golda Meir
Hvernig getur fólk haldið þvi fram að
það sé í eðli kvenna að vinna heimdis-
störf? Hvar voru þvottavélar og
ryksugur þegar guð skapaði konuna, eða
var hann svonaforsjátl? N.N.
Hljómflutningstæki
Góður ræðumaður er sá sem getur
yfirgnæft hljómflutningstækin.
★
Það nýjasta nýtt eru jrogul hljóm-
flutningstæki fyrir ríkt fólk sem Jxvlir
ekki hávaða.
★
Gullkorn
Kvikmyndastjarnan Mae West sagði eitt
sinn í blaðaviðtali: „Það skiptir ekki máli
hvað ég geri heldur hvernig ég geri jjað,
hvað ég segi heldur hvemig ég segi jjað
og hvort ég lít nægilega vel út jregar ég
segi og geri það.”
Ég er aðalforstjóri umsvifamikils
fyrirtækis og má ekki vera að því að
verða ástfanginn.
Willy Breinholst
LEIGJANDINN í KÚLUNNI
2 Vikan 10. tbl.