Vikan - 11.03.1982, Blaðsíða 50
Eldhús Vikunnar
Jón fisgcir
tók saman
Hvítvínskrapi
með eplum
(nægir 5 manns)
5 epli
200 grömm sykur
sítrónusafi
1 glas sætt hvítvín
Sósan:
150 grömm sykur
225 sentílítrar sítrónusafi (helst litlar,
grænar sítrónur)
börkur af einni til tveim sítrónum.
Tilreiðsla: Skrælið eplin, fjarlægið
kjarnann. Skerið eplin í skífur. Sjóðið þau
lin í 200 grömmum af sykri og 400
grömmum af vatni, auk sítrónusafa og hvit-
víns. Látið eplin kólna í safanum.
Sósan: Sjóðið sykurinn og safann, bætið út
í berki einnar (helst grænnar) sítrónu sem
sneiddur hefur verið í þunnar, mjóar
ræmur. Látið allt kólna.
Krapinn:
1/2 lítri hvítvín
1-2 líkjörsglös af Maraschino-líkjör
2 kúfaðar matskeiðar af sykri
I þeytt eggjahvíta
Tilreiðsla: Blandið saman víni, líkjör og
sykri og látið frjósa í frysti. Takið úr
frystinum, hrærið upp og blandið eggja-
hvítunni saman við. Frystið aftur. Hrærið
upp og berið fram eins og sýnt er á
myndinni á blaðsíðu 49.
Jarðarberja-krapi
Þeytið saman 1 pakka af djúpfrystum,
sætum jarðarberjum, hálfan bolla af
kæklum ananassafa, safa úr hálfri sítrónu,
2 matskeiðar af koníaki og 1 eggjahvítu.
Berið strax fram í ískældum glösum.
Sítrónukrapi
Hrærið saman safanum úr 6 sítrónum, 1/4
lítra hvítvíns og 100 grömmum af sykri.
Bragðbætið að vild með sítrónubarkar-
kryddi. Frystið í skál. Bætið síðan við 1
stífþeyttri eggjahvítu og frystið aftur.
Losið sundur mað gaffli og berið þegar á
borð í ískældum glösum.
Te-krapi
Sjóðið hálfan lítra af sterku tei og
látið standa í 10 mínútur. Blandið saman
við 100 grömmum af sykri og safa einnar
sítrónu. Frystið í skál. Losið sundur með
gaffli og berið fram í ískældum glösum.
Kiwi-krapi
Þeytið saman 4-6 kiwi-ávexti, glas af
kampavíni, 2 kúfaðar matskeiðar af púður-
sykri og safa úr hálfri sítrónu. Frystið í
skál. Losið sundur og berið þegar á borð í
kældum glösum. Einnig má blanda einni
stifþeyttri eggjahvítu saman við þegar
krapinn er losaður sundur.
Papriku-krapi
Þeytið saman 2 glös af tómatpapriku og
safa úr einni sítrónu, kryddið með sellerí-
salti. Frystið í skál. Losið í sundur með
gaffli. Berið strax fram í ískældum glösum.
50 Vikan io. tbl.