Vikan


Vikan - 01.07.1982, Blaðsíða 22

Vikan - 01.07.1982, Blaðsíða 22
Texti: Fríöa Björnsdóttir Ljósmyndir: Ragnar Th. Gaman vœri að opna heilsugœslustöd fyrir heimilisdýr segir Helga Finnsdóttir dýralœknir sem stundar smádýralœkningar í Reykjavík. Helga Finnsdóttir dýralæknir stundar smádýra- lækningar í Reykjavík en Sigurður Örn Hans- son, dýralæknir og maður hennar, er forstöðu- maður Rannsóknarstofu búvörudeildar SÍS Dýralæknum fer fjölgandi hér á landi. Um 1950 voru dýraiæknis- stöður sex í landinu en stöður héraösdýralækna eru nú 25. Dýralæknar geta þó sinnt öðrum störfum en héraðsdýralækning- um. Sumir vinna við matvæla- eftirlit og aörir stunda smádýra- lækningar. I Reykjavík búa ung hjón, Helga Finnsdóttir og Siguröur Orn Hansson. Bæði eru þau dýralæknar. Sigurður Örn er forstöðumaður Rannsóknarstofu búvörudeildar SIS en Helga er heimavinnandi húsmóðir — og þó — hún stundar reyndar líka smádýralækningar og tekur á móti sjúklingunum á heimili sínu í Skipasundi 15. Þangað brá Vikan sér til þess aö fá að heyra hvað heföi fengið borgarbamið Helgu og sveitapiltinn Sigurð Örn til þess að hef ja nám í dýralækningum. Helga: Ástædan fyrir því a<) éq fór í dýralœkningar var eiginlega sú ad módurafi minn var dýralœknir. Hann liél Magnús Einarson og lauk námi árid 1896 og kom þá heim sem rádunautur stjórnarinnar í búfjársjúk- dómum med adselur í Reykjavík. Eg held ég hafi œtlad mér ad verda dýra- lœknir frá byrjun, jafnvel stra.x í barnaskóla. Sigurður: Ég er fæddur og uppalinn í Kjósinni.Eg hafði mikinn áhuga á nattúru- frœði og íslensku í skóla. Samt langaði mig ekki að verða kennari. Til greina kom að fara í lœknisfrœði, dýralækningar eöa tann- lækningar. Það síðast- nefnda langaði mig ekki og ef til vill hefur ævintýra- löngunin ráðið því að ég valdi dýralœkningarnar af því að þá gat ég farið út að lœra. Bróðir minn var í skóla í Lundi í Svíþjóð og til þess að vera nálægt honum valdi ég Kaupmannahöfn. Helga og Sigurður útskrifuðust bæði sem dýra- lœknar frá Konunglega dýralækna- og landbúnaðar- háskólanum í Kaupmanna- höfn. Hann árið 1973 en hún árið 1979. Dýralæknanámið skiptist í þrjá hluta. Fyrsti hlutinn er aðallega bóklegt nám og ekkert í sambandi við dýrin, eins og þau sögðu, heldur til dœniis efna- og eðlisfrœði, dýrafrœði, erfða- frœði og tölvufrœði. Annar hlutinn er líffœrafrœði, lífeðlisfrœði, vefjafræði og krufning og á þriðja hluta liefst verklegt nám á klínik, sitthvað í tengslum við heilbrigðiseftirlit í matvœla- iðnaði og fleira. Dýralæknar á Jót- landi og í Kaupmannahöfn Sigurður: Segja má að annar hluti sé um dýrin heil- brigð á meðan þriðji hlutinn er um þau veik og hvernig eigi að lœkna þau. Ég vann að námi loknu úti á Jótlandi í eitt ár sem aðstoðardýra- læknir, skammt fyrir norðan Alaborg. Lœknirinn sem ég starfaði með sinnti bæði stórgripum og smádýrum. Hann var með smádýraklínik. Þangað komu aðallega hundar og kettir og læknirinn var með aðstöðu til þess að hafa nokkur dýr hjá sér í búrum yfir nótt ef nauðsynlegt var. Síðan kom ég hingað heim, var þrjú ár héraðsdýralœkn- ir í Dalasýslu en að því búnu réðst ég til SIS sem forstöðu- maður Rannsóknarstofu búvörudeildarinnar. Helga: Eftir að ég lauk námi fékk ég stöðu sem aðstoðardýralœknir á göngudeild sem starfrœkt er við skólann. Á þessa deild komu stúdentarnir til þess að fá þjálfun í smádýralœkningum. Þeir voru lijá okkur í þrjár vikur á síðasta hluta og ef þeir völdu sér smádýra- lœkningarnar sem valgrein komuþeir aftur í aðrar þrjár vikur undir lokin. Þarna var ég í tvö ár. Göngudeildin var opin frá 9 til 12 á daginn. Fólk gat komið með dýrin sín á biðstofuna og beðið eftir að komast að hjá lœkninum. Mest var komið með hunda og ketti en þarna komu líka fuglar, páfagaukar, kanarí- fuglar, finkur og slöngur og apakettir. Gullhamstra fengum við líka og naggrísi og einu sinni tígrisdýr. Eigandinn hafði verið við kvikm yndatökur einh vers staðar í Austurlöndum, í Tíbet held ég, og þar náði hann sér í konu og kött — tígrisdýrið. Það stökk út um glugga á annarri hæð og hryggbrotnaði. Á göngu- deildina komu alls kyns slöngur en það er mikið um þær sem heimilisdýr í Dan- mörku. Já og líka er mikið af eðlum og ýmsum skriðdýrum og þau fengum við til meðferðar. Stúdentarnir tóku á móti dýrunum og eigendum þeirra en við lœknarnir voruni til aðstoðar og leiðbeiningar. Frá deildinni var líka farið í sjúkravitjan- ir út um sveitir og stúdentarnir fóru með okkur til þess að líta á alls konar húsdýr. Loks má nefna að skólinn sá dýragarðinum fyrir læknisþjónustu. Mest af veikum hundum og köttum Þú hefur líklega fengið 22 Vikan 26. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.