Vikan


Vikan - 17.05.1984, Blaðsíða 18

Vikan - 17.05.1984, Blaðsíða 18
— Alveg frá því viö byrjuðum aö spila saman, 1958, hefur veriö mikill samgangur milli okkar allra og fjölskyldnanna, þegar þær komu, þó viö höfum veriö ýmislegt aö gera og í öörum hljómsveitum. Þaö var þannig ekkert erfitt að ná öllum hópnum saman núna, eftir tuttugu ár. Viö höfum líka spilaö saman af og til undir Lúdó-nafninu, en þá sem tríó. — Strax á fyrstu æfingunni vor- um viö eins og krakkar í sand- kassa. . . . . ,já, þaö var reglulega gaman að þessu, aö hittast svona í sauma- klúbbnum aftur. Er þetta kannski vísir að meiru — ætlið þið að leggja staöinn undir ykkur at'tur? — Nei, ætli þaö, ætli viö sleppum því ekki alveg að veröa elliærir, en þetta er kannski for- spil á elliheimilið. Betri músík I prógramminu kemur allt tíma- bilið inn í, það er ekkert skrýtið aö lögin okkar hafi gengiö í gegnum tíðina, þau eru flest erlend og hafa gengið alls staöar. . . Er þetta betri músík en nú gerist? — Melódískari. . . — Ekkert vafamál! — Meiri dansmúsík! — Við sjáum þaö núna meö lögin í Skonrokki til dæmis, ef maöur lokar augunum eru lögin leiöinleg. „Vinna" og vinna Hvað hat'ið þið verið að gera í millitíðinni? Berti: Eg er náttúrlega í lög- reglunni, að klára tuttugasta áriö, og er aö dunda viö RAS 2 og á rokkhátíö. Ég hef gaman af þessu öllu og þegar ég kom í fyrsta skipti á RAS 2 var þar fullt af ungu fólki, væntanlega á allt annarri bylgju- lengd en ég, gamall maöurinn. En allir voru hjálpsamir og virtust hafa jafngaman af þessu öllu og ég. Hans Kragh: Eg er rafeinda- virki og starfa við þaö. Rek eigiö fyrirtæki, Radíóbæ. Eg læröi meöan ég spilaöi á gullaldar- árunum. Spilamennskan hélt náminu gangandi og svo tók ég tvo bekki utanskóla. Það var ekkert erfitt í þá daga, skólinn var nú frekar léttur. Stefán: Eg er hjá Ræsi aö selja Benz og búinn aö vera þar í 17 ár. Þar áöur gerði ég ekki neitt, var bara að syngja. . . sex—sjö kvöld í viku, stundum átta, viö vorum tvöfaldir suma mánuöina. Eg held ég sé nú ekki ímynd Þessir strák Svipmynd af Lúdó með hljómsveitarinnar frekar en hver annar, við höfum einmitt skipt þessu með okkur. En þaö er ekki laust viö aö ég þekkist á götu og stundum er þaö gaman, stundum leiðinlegt. Stundum getur maður oröið snarpirraöur á fólki, það er bara eins og eöli hvers og eins er. Elvar Berg: Eg spila á píanó og er kaupmaöur í Hafnarfiröi. Rek sjoppu viö Strandgötu og biöskýlið á Hvaleyrarholti. Þaö eru skin og skúrir í því eins og ööru. Eg hef búiö í Hafnarfirði í átján ár, en er læröur prentari og starf- aöi viö þaö áöur. Var meö í dag- blaöinu Mynd á sínum tíma. Þegar ég var búinn aö læra var ég oröinn svo þreyttur á aö spila og vinna meö því að ég fór bara í spiliríiö. Geröi ekki neitt eins og Stefán. Arthur Moon: Eg er raf- eindavirki eins og Hans. Þaö veitir ekkert af tveim í svona rafmagnshljómsveit. . . en þaö hefur nú aldrei reynt neitt á okkur. . . . . .aöallegaáokkurhina. . . . . . þetta er nú þakklætið sem viöfáum! Þið hljótið einhvern tíma að hafa lent í skemmtilegri vélar- bilun? — Eg veit ekki hvort hægt er aö kalla þaö vélarbilun, en þegar við vorum aö spila í Ölveri undir Hafnarfjalli var ljósamótor ut- anhúss á bersvæöi við húsiö og gæjarnir tóku sig til og pissuðu á kertin þar til rafmagniö fór. A Hlööum á Hvalfjaröarströnd var rafmagnsinntakið í húsiö grýtt, þá voru eftir tveir saxófónar, harmóníka og tromma. . . — Ætli þaö sé ekki rétt að skjóta því hér inn í að eina rafmagns- hljóðfærið okkar á þessum tíma var rafmagnsgítar. Eg byrjaði seinna í rafmagns- fræðinni en Hans, er búinn að vera í þessu í 17 ár og reka Sjónvarps- miðstööina síöan ’73. Hljómlistin hefur eiginlega allt- af verið hobbí hjá mér, ég hef allt- af verið vinnandi meö. . . . Hans Þór Jensson: „Vinnur” þú eitthvað? — Þessi var lúmskur. — Já, ég vinn nú á hverjum degi. Ég er dúklagningameistari og veggfóðrari. Byrjaöi aö læra 1956 og var þá í eitt til tvö ár en svo veiktist meistarinn sem ég var hjá og ég varð að hætta. Maður var kominn á kaf í spiliríið og þaö var um tíma mitt aöalstarf. Svo dreif ég mig nú, 1964, aö klára námiö. Síðan hef ég veriö ýmislegt aö gera. Ég var bóndi í tvö og hálft ár, keypti mér jörð vestur í Mýrum, Alftárós. Ég var með 200 kindur og síðasta áriö 38 naut- gripi. Þetta var gamall draumur sem ég lét verða af, en þetta gekk ekki allt of vel f járhagslega og svo varö nú ýmislegt annað til aö ég hætti. En þarna kynntist ég mörgu góöu fólki og var meira að segja með kór þarna um tíma. Þaö er alveg nauðsynlegt í sveitum að fólk geti komið saman. Nú vinn ég við fagiö og þaö er nóg aö gera, menn frá mér aö vinna til klukkan átta í morgun og þá tóku aörir við aö ganga frá í nýju hóteli. Þorleifur Gíslason var ekki á staðnum svona snemma kvölds og ekki lágu leiðir okkar saman en félagarnir upplýstu aö hann væri lærður vélstjóri meö eigiö fyrir- tæki í dag, en hefði starfað í mörg áríHéöni. Heföuð þið allir getað lifað á spilamennskunni? — Ef nokkur hefði getaö þaö þá vorum þaö við. En þaö er ekki hægt í dag. Þaö er þekkt meöal eldri hljóöfæraleikara aö hér áöur var tímakaupið andviröi einnar brennivínsflösku. Nú er þaö helmingi minna. . . og þetta er ekki sagt vegna þess að hljóðfæra- leikarar drekki meira en annað fólk! Kaldir kallar — Þaö er alltaf hægt aö rifja eitthvaö skemmtilegt upp. Viö vorum einu sinni aö fara út á land á Ford station, ekki sendiferöabíl, sex saman og bílstjóri og öll hljóð- færin. Við vorum um helgina í Ölveri og fórum svo vestur á Pat- reksfjörð. Þangaö komum við að nóttu. Elvar er fæddur þar og nokkrir fengu gistingu hjá ættingjum hans en hinir þóttust kaldir kallar og lögðust út þó frost væri. Þeir nenntu ekki einu sinni að setja tjaldiö upp heldur vöföu því utan um sig. Þeir voru nú heldur litlir kallar um morguninn. Á balliö á Patreksfiröi um kvöldiö kom heil skipshöfn. Kvöldiö eftir vorum viö meö ball á Bíldudal og þeir tóku sig til og hleyptu dampinum af togaranum til aö komast á þaö. — Þaö var gaman að vita af 18 Vikan 20. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.