Vikan


Vikan - 17.05.1984, Blaðsíða 46

Vikan - 17.05.1984, Blaðsíða 46
Framhaldssaga að stjórna úr stjórnunarherberg- inuísvona atlögu.” Peterson beit á vörina. Ur norsku aðalstöðvunum fyrir utan Bodö hefði hann sérlegt fjar- skiptasamband við hópinn, allar fáanlegar upplýsingar um aðgerð- ir Sovétmanna, gervihnatta- myndir, tæki til aö hlera fjar- skipti. En vikan sem togarinn átti að fá til að plægja sér leið úr Norðursjó að Svalbaröa yrði ákaf- lega löng og hann þurfti að skilja eftir ákaflega eirðarlausa konu eina síns liös í Kensington. „Innviðir þessarar feröar eru jafneinfaldir og áður,” sagði King að lokum, „að sýna Sovétmönnum að við séum reiöubúnir að eyði- leggja hernaðarstöövar á Sval- barða ef nauðsyn krefur og fylgja því eftir meö símtali á heitu lín- unni til að gera það ljóst aö þetta hafi verið mjög takmörkuð aö- gerð. Jæja, Peterson, ég kem ekki til að kveðja þá. Það yrði svolítið áberandi. En segöu þeim að ég standi með þeim allan tímann.” „Eg geri það, herra.” Eins og venjulega, þegar King aömíráll var þess fullviss að eitt- hvað væri í góðum höndum, eyddi hann engum tíma í frekari af- skipti. „Ef þú átt í einhverjum erfiðleikum hafðu beint samband viö mig. Eg verð tiltækur. ’ ’ „Þakka þér fyrir, herra.” Peterson stóð sjálfsöruggur í rétt- stööu þegar aðmírállinn gekk út. En í fyrsta sinn síðan hann varö hermaöur byrjaði hann að skilja algjöra einsemd þess sem skipar, aö senda aðra í stríð og geta ekki hjálpað þeim meira. 6. KAFLI GRASVÖLLURINN fyrir flugvél- ar, tuttugu mínútna leið í bíl frá Brussel, var of fallegur til að vera raunverulegur, ákvað Sandra. Þar sem eru ljótar steinsteypu- byggingar á raunverulegum flug- völlum, merki með „Engin bið” og uppáþrengjandi lögreglumenn var í Grimbergen hefðbundið flæmskt hús með bröttu þaki þar sem var veitingasala. Fyrir utan voru borö og stólar á grasinu, fá- eina metra frá pínulitla, hvíta flugturninum. Litlar flugvélar, málaðar í skærum litum, stóðu þarna eins og leikföng og við og við flaug ein yfir á bláum himnin- um, hringsólaöi letilega fyrir lendingu. Allt var þetta eins og sumarmál- verk eftir Dufy, með flugvélum í stað snekkja. Maður í köflóttri skyrtu hjólaöi fram hjá og veifaöi þegar Erich bar töskuna þeirra út í Cessnuna. Sandra veifaði á móti, unaðslega hamingjusöm. Lífiö var svo ósköp gott, áhyggjur úr vinn- unni og stríösógnin burtreknar í heila helgi. Það voru fjögur sæti í Cessn- unni, háir vængir og einn hreyfill. Hún var hvít, með glæsilegri blárri rönd eftir skrokknum. Sandra sat í hægra sæti og tók við tvískiptum stjórntækjunum um leið og þau voru komin í rétta stefnu, brosti taugaóstyrk þegar Erich gerði stöku athugasemd um hvernig hún flaug. Þegar þau flugu yfir drungalega sveitina hjá Lille, þar sem verksmiðjureyk- háfar gusu reyk í fjarska, áttaöi hún sig á því með votti af hryllingsblandinni forvitni að löngu, hlykkjóttu lægöirnar og grasi vaxnir gígarnir fyrir neðan þau voru orrustuvellir fyrri heimsstyrjaldarinnar, skotgraf- irnar og sprengjugígarnir þar sem svo margir dóu. Tilhugsunin um forfeöur þeirra Erichs í svo blóðugum átökum snart hana ónotalega og hún varö fegin þegar þau flugu yfir aldingarða Normandí. Bugðótt áin Signa kom í ljós, stórir prammar sem siluðust niður eftir henni og þau fóru yfir hina umfangsmiklu Tancarville-brú og lentu í Deau- ville. Hinn ánægjulegi Dufy-keimur sneri aftur um leið og þau komu á gististaðinn þar sem breið ströndin var skreytt fánum og baöklefum. „Þetta er fullkomið, ástin mín,” sagði hún andstutt þegar þeim voru sýnd herbergin með útsýni yfir sjóinn. Um leið og þjónustu- stúlkan var horfin lagði hún hand- leggina um hálsinn á Erich og kyssti hann ástúðlega. Hann svaraöi ástríðufullur, klíeddi hana úr, dró hana svo niöur á rúmteppið á stóru rúminu. Hann haföi glögg fyrirmæli um það sem hann átti að gera þessa helgi. Maöurinn sem haföi verið í her- berginu þangað til þennan morgun hafði breytt vírunum í bjöllunni svolítið. Þegar þrýst var á hana setti hún líka í gang litla mynda- vél sem falin var hátt í gardínu- stönginni og beindist að rúminu. Sjálfum fannst Erich þetta fárán- legt, satt að segja dæmigert fyrir Rússa. Hans aðferðir við Söndru yrðu miklu áhrifaríkari en kúgun með ósiðlegum myndum. Júlía myndi áreiðanlega segja hverjum þeim sem reyndi svona gamalt bragð að fara til andskotans. Aftur á móti gerði hann eins og fyrir hann var lagt. „Kampavín,” tautaði hann þegar þau voru búin í ástaleikn- um. „Nú verðum viö að fá kampavín.” Sambandsaðili hans hafði veitt sérlega heimild fyrir útgjöldunum. Þegar hann ýtti á bjölluna lá Sandra enn gleið á krumpuöu rúmteppinu og brosti af hömlu- lausri ánægju. Sólskiniö sem streymdi inn um gluggann endur- kastaðist af veggnum og baðaði læri hennar og brjóst í mildri glóð. Hann þrýsti tvívegis enn á hnapp- inn, tryggði að nekt hans væri líka sýnileg. Hann flýtti sér í sturtu og var aftur kominn í buxurnar þegar þjónninn kom. Síðdegis voguðu þau sér í sjóinn. Þó vatniö væri of kalt til að mætti njóta þess synti hann hressilega til að losna við vínandann úr blóðinu. Honum fannst líka að hann þyrfti að þvo af sér slepjulega tilbeiðslu athugasemda hennar. Hún virtist skynja allt eins og ástarsögu í kvennablaði. Hann hélt í hönd hennar yfir kvöldverðinum í spilavítinu og bar upp bónorð: Varlega eins og hæfði rithöfundi sem barðist í bökkum og var að eyða mánaðarkaupi í eina unaöslega skemmtun. Hún gaf honum stikkoröið þegar steikin var borin á borðið og með henni flaska af Beaujolais Villag- es. „Erich, ástin mín, þetta hlýtur að kosta þig offjár! Ertu viss um aðég sé þess virði?” Þessi raunsæisvottur kom hon- um á óvart en hann notfæröi sér hann þegar í stað, rétti fram höndina og hélt um fingurgóma hennar. „Já, ástin mín. Þú ert hverrar krónu virði. Eg er ákaf- lega heppinn maður.” Hann horfði í augu hennar með djúpri alvöru. „Sandra, ástin mín, ég get ekki beöið lengur með að spyrja þig. Þú veist að ég er ástfanginn af þér. Viltu giftast mér?” Hann lagði báðar hendur á borðið. „Ast- in mín, í haust fæ ég nýtt starf. I Berlín getum viö búið skammt frá Wannsee þar sem er skógur og blóm. Þú átt eftir að kunna vel við þig þar, því lofa ég þér. Berlín er dásamleg borg. Sandra, viltu þaö?” „0, Erich.” Augu hennar voru að fyllast af tárum, hún gat naum- ast talað. „Eg elska þig líka svo mikið.” Lágvær hósti þjónsins rauf handtak þeirra. „Brokkál, frú?” „Hvílík stund fyrir grænmeti!” Erich hló, var skemmt yfir fárán- leika þessa alls. „Já, brokkál.” „Svei öllum þjónum,” sagði Sandra. Henni fannst þetta ekki fyndiö, en það veitti henni umhugsunarfrest. „Eg verð auðvitað að segja upp með fyrir- vara. Það eiga að vera þrír mánuöir.” „Svo opinberum viö um leið og ég fæ vinnuna. Við giftum okkur um jólin.” Hann brosti með valdi manns sem kann að haga sínum málum rétt. „Hvað segirðu um það?” „Fyrst veröur þú að koma og hitta mömmu.” Aætlanir æddu um huga hennar eins og kvika- silfurdraumar, brúðarkjóll, brúðarmeyjar í sóknarkirkjunni, ljósmyndarar. Hvað ætli móöur hennar fyndist um aö hann var þýskur. Erich sá eitthvað af þessum sýnum í augum hennar. „Verður henni sama? Um að ég sé útlend- ingur, áég viö.” „Já, já.” Hún var ekki eins viss og hún virtist. „Ef hún veit bara að þú elskar mig verður hún himinlifandi.” Fyrir Söndru var afgangurinn af helginni spennandi, unaðslegur draumur. A sunnudaginn gengu þau milli búða og horfðu í glugga hjá Parísargullsmiðum þangað til Sandra fann fullkominn hring þar sem demantar skiptust á við bláa safíra. Erich hvatti hana með óheftum ákafa, skrifaði hjá sér símanúmerið til að hann gæti hringt frá Brussel og spurt um verðiö. „Þaö er verst að skuli vera lokað í dag,” sagði hann í sífellu, gætti þess að ekki heyrðist votta fyrir létti í rödd hans. Það var að þykkna upp þegar þau lentu aftur í Grimbergen snemma kvölds. Þegar þau óku inn í borgina tók að rigna svolítið, dapurlegur úði margra daga í Brussel. A leiðinni í íbúð Söndru kom Erich við á skrifstofu sinni, flýtti sér inn í autt húsið og kom aftur út með telexblað, andlitið tekiö og svipurinn kvíöafullur. Hann leyfði henni að lesa skila- boðin í deyjandi birtunni. ÞARF FULLA TULKUN OG BAKGRUNN SVALBARÐA- DEILU SEM FYRST. SIÐASTA FRA ÞER OFULLKOMIN AÐ MÖRGU LEYTI, SERLEGA AF- STAÐA NATO. DIEDERICHS. Framhald í næsta blaði. 46 Vikan 20. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.