Vikan


Vikan - 17.05.1984, Blaðsíða 48

Vikan - 17.05.1984, Blaðsíða 48
 Pósturinn AIRMAIL PAR AVION Tvær skotnar Kœri Póstur. Þannig er mál med vexti ad vid erum skotnar í strák. Við vitum hvar hann býr og hvað liann heitir en við vitum ekki livorl liann er skotinn í okkur. Audvitað vonum við báðar. Við erum alveg sœmilega þroskaðar en þorum ekki að tala við hann. Ekki láta Helgu lá þetta bréf vegna þess að við erum að degja ár ást. Þetta er þriðja bréfið sem við skrifum um þetta mál svo Helga hlgtur að hafa verið svöng. Tvœr i ástarsorg. Svo þið eruö skotnar í þeim sama. Ekki er það nú beint heppilegt því ólíklegt er aö þið getið báöar hreppt strák. En vonandi eruð þið góðar vinkonur og getið talað út um málin ef hann hefur nú áhuga á annarri ykkar. Þiö ættuð líklega aö byrja á því aö tala út um þaö áöur en þiö reynið að komast að því hvort hann hefur einhvern áhuga. Til þess aö komast að því hvaöa hug hann ber til ykkar er líklega best að láta einhvern vin eða vinkonu njósna dálítiö fyrir ykkur. Svo er víst best að reyna aö verða eins mikiö á vegi hans og hægt er og nota eitthvert gott tækifæri til að tala viö hann. Fílapenslar Kœri Póstur. Ég á eitt vandamál í fórum mínum. Ég er með fílapensla át um allt andlit og það er alveg ferlega Ijótt. Mér finnst þetta leiðinlegt og vil gera allt sem hœgt er til að losna við þetta. Getur þú, kæri Póstur, gefið mér einhver ráð? Takk. Ráðalaus. Skriftin þín bendir til þess að þú sért á unglingsaldri og blessuöum unglingsárunum fylgja ýmis óþægindi eins og fíla- penslar. Þær hormónabreytingar sem fylgja þessum árum hafa í för meö sér bólur og fílapensla og getur veriö erfitt aö losna viö þetta á meðan á þessu stendur. En það er hægt að reyna aö halda þessu niðri meö því til dæmis aö halda húöinni alltaf hreinni. Þaö er líka mjög mikil- vægt aö vera ekki aö kreista fíla- penslana né hamast á húðinni. Hollt mataræöi er mjög mikil- vægt fyrir húðina svo ef þú ert mikið fyrir sælgæti og sætabrauð skalt þú endilega minnka þá neyslu. Þú skalt einnig reyna aö foröast allt sem fita er í. Ef þetta er á slæmu stigi ættir þú endilega að leita til húðsjúkdómalæknis eða fara á snyrtistofu þar sem þú getur fengiö húðina hreinsaða. Það er mjög algengt að ungl- ingar komi á snyrtistofurnar í húöhreinsun. Nagaðar neglur Kœri háttvirti Póstur. Ég vona að Helga sé södd því að ég er í miklum vand- rœðum. Þannig er mál með vexti að ég naga svo mikið neglurnar á mér. Eg er búin að gera þetta síðan ég var pínulítil. Ég er búin að regna öll tiltœk ráð. Ég lief plástrað á mér fingurna og regnt bragðvont naglalakk en málið er bara það að mér finnst það gott á bragðið. Neglurnar á mér eru alltaf nagaðar upp í kviku og meira en það. Mér hefur verið bent á að fara til lœknis út af þessu en mér finnst það svo asna- legt. Hvað œtti lœknirinn svo sem að geta gert? Jæja, ég vona að þú getir hjálpað mér eitthvað. Með fgrirfram þökk fgrir birtinguna. Ein í miklum vandræðum. Þú ert greinilega búin aö nota þau ráð sem Póstinum er kunnugt um án þess að það hafi hjálpað. Efni sem fæst i apótekum hér á landi og heitir Bite-X er sagt gera gagn hjá sumum en öðrum ekki, en það er ef til vill þetta efni sem þú hefur borið á þínar neglur og þótt gott á bragöið. Ekki veit Pósturinn hvort þú hefur prófað að vera mikiö með tyggjó en þaö hefur hjálpað mörgum. Þá er um að gera að hafa alltaf tyggjó (og þá auövitað sykurlaust) við höndina og stinga upp í sig. Sá sem tyggur tyggjó á fullu á erfitt með aö naga neglurnar að auki. Þú ættir aö prófa þetta ef þú hefur ekki þegar gert þaö. En hvað ætli læknirinn geti gert? skrifar þú. Það er aldrei að vita nema hann lumi á einhverju góðu ráöi sem einmitt hentar þér. Þaö er alls ekki asnalegt að fara til læknis en ef þú vilt ekki að aðrir viti um heimsókn þína til hans þarft þú heldur ekki aö segja neinum frá því. Svo vonar Pósturinn bara aö þú sért ekki búin aö prófa allt sem hægt er og aö þú fáir góðar neglur með tímanum. Hár á fótum Kœri Póstur. Mig langar mikið til að fá að vita hvernig hægt er að losna við kolsvört hár á fót- leggjum. Einhvers staðar hef ég hegrt að það sé hægt að egða þeim þannig að þau komi aldrei aftur. Er það satt? Hvert get ég leitað til að fá einhverja meðferð og er þetta dgrt? Þú verður að hjálpa mér því ég skammast mín svo mikið fgrir að vera með svona loðnar og ógeðs- legar lappir. Eg þori varla að fara í sund eða leikfimi. Eg þarf nauðsgnlega að fá svar og þess vegna vona ég að þú gefir ekki Helgu þetta bréf. Ég. Háreyðingarkrem, sem fást í apótekum og snyrtivöru- verslunum, losa hár en koma ekki í veg fyrir að þau vaxi aftur. Það þarf að nota háreyöingar- kremin reglulega og oft ef þú ætlar að halda fótleggjunum fínum með þeim. En háreyöingar- kremin eru sögð auka hárvöxtinn svo þau losa þig engan veginn við hárin. Onnur aðferð til að losna við hárin leiðinlegu er vaxmeðferð. Þá er vax boriö á fæturna og síðan rifið snögglega af. Þetta er pínulítið sárt, líkt og þegar plástur er rifinn snögglega af. Vax- meðferð dregur úr hárvexti því hárin eru rifin upp meö rótum. Hægt er að gera þetta sjálfur með því að kaupa vaxið í snyrti- vöruverslun en líklega er betra að fá þetta gert á snyrtistofu, þaö mun kosta eitthvað í kringum 300 krónur. 48 Vikan 20. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.