Vikan


Vikan - 22.11.1984, Blaðsíða 43

Vikan - 22.11.1984, Blaðsíða 43
allri skipshöfninni aö njóta sín, frá skipstjóranum að léttadrengnum og aftur til baka. „Svona dagur, frú,” sagði O’Leary, fyrsti flokksforingi, og pírði augun upp að þöndum segl- unum fyrir ofan þau. „Svona dagur með réttri vindátt og gamla skipið fer eins og fuglinn. Þá er maöur afskaplega glaður yfir að veraálífi.” „Það er satt, það er satt,” sam- sinnti Emma innilega. „Þetta er ákaflega — ákaflega upplífg- andi!” Á HÁDEGI tóku skýjabólstramir viö af skærbláum flekkjum og hvítir hestar riðu á ölduföldum allt að sjóndeildarhring. Lúðr- arnir kölluðu áhöfnina á dekk til að hagræða seglunum og brátt dýfði Delaware löngu nefi sínu í vaxandi öldurnar, greip þær upp, varpaði þeim hátt og sendi þær niður þilför sín, í barmafullar rennumar og aftur út þaðan sem þær komu. Eins og við var að búast varð Suzie veik af hreyfingunni og Emma, sem komst að því að ein- hverra hluta vegna hafði hún glatað allri vanþóknun og fyrir- litningu sem hún hafði haft á stúlkunni nóttina áður, hjúkraði henni eins og dóttur sinni. Um miöjan dag, þegar allt var komið í bál og brand fyrir utan og freigátan barðist gegn fárviðrinu meö sjó-akkeri, var barið að dyrum hjá Emmu. Þetta var Gumbril. Kveðja frá skipstjór- anum og vildi lafðin vera svo góð að fara á fund hans í stóru káet- unni? Þegar Emma leit á Suzie sá hún að svertingjastúlkan, sem var máttvana af uppköstum, hafði fallið í örmagna svefn og þurfti naumast umönnun hennar um stund, svo hún gegndi kallinu. Allir foringjamir, sem ekki voru á vakt, og hinn viðurstyggilegi Tredegar voru samankomnir í stóru káetunni. Á borðið, sem notað var sem matborð, var neglt kort af austurströnd Ameríku. Grant skipstjóri, sem hélt í bjálka fyrir ofan sig, kinkaði stuttara- lega kolli til Emmu þegar hún kom inn. Aðrir sem þama voru héldu sér sömuleiöis í það sem þeir gátu því freigátan valt gífur- lega við sjó-akkerið. Einhver rétti Emmu höndina og studdi hana. Grant ávarpaði þau öll undan- bragðalaust. „Vindur og veður hafa komið okkur í opna skjöldu. Við kom- umst ekki til Portland viö þessar kringumstæður. Auk þess tekur skipið inn meira vatn en við getum losað okkur við þó dælumar séu í gangi allan sólarhringinn. Eg legg til að við leitum snarlega til næstu strandar og hleypum skipinu á land. Eru einhverjar spurn- ingar?” Hleypa á land? Emma leit spyrjandi á manninn við hlið sér. Það var Clegg liðsforingi. Hann beygði sig og lagði munninn að eyra hennar. „Að hleypa á land er að sigla skipinu að yfirlögðu ráði upp á sandströnd á háflæði,” hvíslaði hann. „Á fjöru stendur það hátt og þurrt og þaö er hægt að gera við það tímanlega til að fleyta því burtánæsta flóði.” Emma kinkaði kolli, vissi ekki hvað var á seyði. Nú töluðu allir í einu. Orðatiltæki eins og „stór- straumsfjara”, „setja út varpakk- eri til að draga það frá” og „koparbót og snögg tjörgun duga til” flugu á milli manna. Það var bara hinn viöbjóðslegi Tredegar sem þagði. Breski foringinn hélt dauöahaldi í súlu, horfði á skip- stjóra Delaware eins og kanína á snák, bærði varimar, nakin skelf- ingin skein úr hverjum drætti andlits hans. Þegar mikil alda lyfti skut Delaware hátt á loft, svo einn foringinn missti fótfestuna og þeyttist yfir káetuna þar sem hann lenti marinn og meiddur, rak Tredegar upp hást hryllingsóp. Þegar stuttri ráðstefnunni var lokið og allt klappað og klárt gaf Grant skipstjóri fyrirmæli um að sjó-akkerið yrði tekið inn og Dela- ware stefnt að næstu strönd. Að svo búnu gekk hann yfir káetuna til dyra og fór rétt hjá Emmu á leiðinni. Osjálfrátt bærðust varir hennar í kveðjubros er hún bjóst við að mæta augum hans; hún var jafnvel að setja saman stutta kveðju og óska honum góðs gengis við fyrirætlanir hans. Henni til undrunar og vonbrigða fór hann aftur á móti fram hjá henni án þess að segja nokkuð eða svo mikið sem líta á hana; raunar virtist hann snúa andlitinu frá henni. Emma var á þiljum, leitaði skjóls hjá stiganum niður í skipið, vafin í skikkju og hettu, þegar Delaware komst aftur á skrið. Það var laust við sjó-akkerið; hallir kinnungamir sveifluðust, rifuð seglin belgdust út, há möstrin svignuðu undan ofviðrinu og hug- prútt skipið hóf kapphlaup sitt við tíma og aðstæður. Emma var kyrr á þilfarinu þar til kvöldaði. Skipið klóraði sig áfram að ströndinni og hávaxinn skipstjórinn trónaði eins og dökk- ur draugur einn á afturdekki. Hvítstrikaður makki hans þyrl- aðist frjáls, hann rýndi upp í rokið meðan þau plægðu áfram, ævin- lega áfram. Emma horfði á hann og velti vöngum. Skyldi hann koma þeim heilum í land? Hún spurði sjálfa sig að þessu óteljandi sinnum. Það var önnur spuming í hug- skoti hennar en hún gat ekki fengið af sér að spyrja hennar nema einu sinni: Af hverju hafði Nathan Grant svona greinilega látið sem hann sæi hana ekki? HÚN SVAF órólega í fáeinar stundir, með vesalings Suzie samanhnipraða hjá sér í mjóu rúminu. Gumbril vakti þær meðan enn var dimmt, bað þær að fara á fætur og taka þau verðmæti sem þær gætu fyrirhafnarlaust haldið á upp á þiljur. Þau nálguðust land, sagði hann, og voru um þaö bil að hleypa upp. Suzie var hjálparvana eins og bam. Hún hnipraði sig saman, kjökraði af skelfingu, en Emma klæddi hana og snupraði til að telja í hana kjark. Skipið valt skelfilega, með silalegri, hægri veltu sem gefur til kynna, þó kon- umar tvær vissu það ekki, að fleytan er næstum drekkhlaðin af vatni. Delaware átti ekki langt eftir ólifað nema Grant skipstjóri kæmi henni á land. Emma stakk nokkrum uppá- haldsskartgripunum sínum í skikkjuvasann, tók í höndina á svertingjastúlkunni og barðist svo út úr káetunni að stiganum. Á þil- farinu var stálgrá birta dögunar- innar að rjúfa drungann og hún gat greint skógi vaxna eyju beint fram undan, breiða vík og langa, hvíta sandströnd. Skipið vaggaði óstöðugt í átt að víkinni, möstrin svignuðu við hverja stóra öldu sem fór undir kjölinn. „Bátinn frá!” Rödd O’Leary drundi um gjallarhom niður af afturdekki. „Þessa leið, frú.” Clegg liðsfor- ingi tók um olnboga hennar og studdi hana að lunningunni þar sem hún leit niður og sá bátinn sem hafði flutt þau yfir í Dela- ware. Hann skoppaði í vatns- flaumnum við móðurskipið. „Á ég — eigum við — að fara þarna niður?” hrópaði Emma hrelld upp yfir sig. Og Suzie upphóf á ný eymdarvælið. „Það er enginn vandi, frú,” full- vissaði Clegg hana. „Þið verðið komnar niður eftir andartak og heilar á húfi í land, famar að fylgjast með okkur koma inn áður en þið vitið hvar þið eruð. ” Raunar voru þær einhvern veg- inn látnar síga niður í skipsbátinn sem beið þeirra og hófu svo langan og skelfilegan róðurinn að fjarlægri ströndinni, en Delaware silaðist á eftir þeim, skotraufam- ar næstum niðri í vatninu og öld- umar brotnuðu á stoltum kinnung- unum. Dökkleitur skipstjórinn stóð þar sem hann hafði staðið alla þessa löngu nótt. Brimhljóð gaf til kynna aö lend- ingin á ströndinni yrði erfið — það og hvítur sjórinn sem markaði endalok hættufarar þeirra. Þegar þau komu nær ströndu misstu sjó- mennirnir undir árum stjórn á traustum bátnum í trylltar greip- ar hafsins. Þeir lyftu árum og tóku þær um borö. Clegg stóð í stafni og stýrði bátnum í gegnum brimið eins og best hann gat, baröist meö báðum höndum við stýrið. Þau fóru yfir þrjár breiður brotsjóa, lyftust hátt á loft þegar öldumar fóru undir bátinn. Á síðustu stundu missti Clegg stjórnina og bátnum sló flötum. Hann virtist ætla að fara í kaf. Emma hélt í lunninguna með annarri hendi og hélt dauðahaldi í æpandi svert- ingjastúlkuna með hinni. Og svo — skyndilega, ótrúlega — var allt yfirstaðið. Báturinn barst næstum hljóölaust yfir á mjúkan sandinn. Sjórinn vék. Sjómenn- imir stukku frá borði og drógu fleytuna hátt upp á ströndina. „Komin og það þurr,” sagði Clegg sjálfumglaður. „Við skulum biðja til guðs að gömlu Delaware vegni jafnvel.” Freigátan var komin nærri landi og sigldi inn jafnhratt og öld- umar gátu borið hana. Það var krökkt af sjómönnum á ránum; þeir héngu þar uppi, fálmuðu með dofnum fingrum við að draga saman seglin. Eitt af öðru voru þau vafin saman þar til framsegl- ið eitt var eftir og það var á þess- ari síðustu léreftsdræsu sem Nathan Grant bjargaði skipi sínu. Andartaki áður en skipið tók niðri var framseglið dregið saman. „Hún er föst og varpakkerið 41. tbl. Vikan 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.