Vikan


Vikan - 22.11.1984, Blaðsíða 42

Vikan - 22.11.1984, Blaðsíða 42
r Sjötti hluti. Þegar Emma sneri sér aftur að sínum dyrum sá hún að dyrnar að káetunni á móti Suzie voru opnar. Dauft ljós þar inni sýndi að þetta var ámóta lítil vistarvera, með auöu rúmi og þvældum rúmfatn- aði. Yfir því hékk jakki með látúnshnöppum, gullskrauti og axlaskúfum, jakkann þann hafði hún síðast séð á heröum skipstjóra Delaware. Hún leit snöggt á lokaðar dyrnar þar sem þau tvö lágu, hálfgildings ambátt og undarlega þurrlegur og strangur Ameríkani. Þurrlegur og strangur, þvæla! Hann var alveg eins og allir hinir! Undir yfir- bragði mannsins bjó geithafur! Emma reif upp dymar hjá sér og skellti á eftir sér, skeytti ekki um þó parið í faðmlögunum heyrði til hennar. Hún reif af sér sloppinn og kastaði sér aftur í rúmið. Það liðu margir klukkutímar áður en hún gat aftur sofnað. Hugur hennar var hjá parinu í næstu káetu. Og það var vissulega fárán- legt að láta svona subbulegt og smávægilegt mál koma sér í upp- nám. Þriðji kafli DAGSBIRTAN streymdi inn um langa gluggana á káetunni og hún pírði augun í sólina. Annarleg ákafatilfinning greip hana, hún stökk fram úr, fyllti þvottafatið úr koparkönnu og skvetti köldu vatni á vanga sína þar til hana sveið undan. Tíu mínútum síðar fór hún upp á þilfar, klædd slá og húfu til skjóls fyrir ferskum andvaranum. Dela- ware var á sama kúrs, þanin segl- in þrumuðu djúpraddaðan kór- söng fyrir ofan og kjölfarið æddi hjá. Stöku sinnum brast sérlega há alda á kinnungnum og reis út- breidd í demantsúða yfir hvítu þil- farinu. Hvergi var neitt að sjá á sjóndeildarhringnum. Eyðiland glampandi bláma undir skýja- bólstrum og tærum himni bland- aðist í óskipulegri ringulreið. Hver er Emma? Hún er ung og falleg stúlka sem kemst að raun um að lífið er enginn dans á rósum og allt krefst nokkurra fórna. — Þegar sagan hefst munar minnstu að hún verði fómarlamb siðlausra óþokka en í það skiptið sleppur hún með skrekkinn. Hún neyðist til að ganga að eiga mann sem er henni lítt að skapi sem eiginmaður, en ævintýraferlinum er síður en svo lokið þótt hún sé gengin í það heilaga — þá fyrst fer að færast fjör í leikinn. Ein- hver leyndardómsfullur huldumaður gerir henni lífið leitt, þar til að lokum að hún uppgötvar hver hann er — og þá verða lesendumir væntanlega ekki síður undrandi en hún sjálf.... Æsispennandi ævintýraróman — um lífsreynslu sem ekki fyrirfinnst lengur, ástir og hrakninga — mannvíg og mansal — látið ÁSTIR EMMU ekki fram hjá ykkur fara! „Góðan daginn, frú.” O’Leary' stóð gleiður á afturþilfarinu með sjónauka undir handleggnum. „Ég vona að lafðin hafi sofið vel.” „Ákaflega vel, þakka þér fyrir, hr. O’Leary,” svaraði Emma hæversklega. „Okkur miðar vel,” sagði for- inginn, klappaöi ástúðlega á lunninguna. „Við vorum í alla nótt að dæla vatni — því sem flæddi inn þegar við ventum. Ég hef aldrei séð annað eins. Það flaut yfir húfinn. Það tók okkur alla liðlanga nóttina og allir lögðu sitt af mörk- um, líka skipstjórinn. En skipið tekur ekki inn mikið vatn núna og siglir eins ogfugl.” Eitthvað kom Emmu til að segja: „Var Grant skipstjóri að dæla vatni síðustu nótt? ” „Það er rétt, frú. Grant skip- stjóri biður aldrei neinn að gera eitthvað sem hann myndi ekki sjálfur fást við. Það eru ekki margir skipstjórar í breska flot- anum sem eyða fyrri hluta mið- vaktar á skyrtunni við að hamast á handfanginu á dælunni með hinum mönnunum. Ég bið lafðina forláts á samanburðinum.” „Miðvaktinni, segirðu?” Emma þagnaði snöggvast. „Hvenær væri það, hr. O’Leary — fyrri hluti miðvaktarinnar? Ég spyr af einskærri — hm — forvitni.” „Nú, frú mín, það er frá mið- nætti og næstum til tvö,” svaraði foringinn. „Ég skil. Þakka þér fyrir, hr. O’Leary,” sagði Emma. Þegar hún fór aftur í rúmið tók hún eftir því að úriö hennar, sem hékk fyrir ofan koddann, var nákvæmlega stundarfjórðung yfir eitt. Hver svo sem elskhugi Suzie hafði verið um nóttina var óhugs- andi að hann hefði verið skipstjóri Delaware. Eflaust hafði Grant fengið sér hænublund áður en hann fór niöur á skyrtunni til að hjálpa við pumpuna. Það var einkennilegt hvað þetta gladdi hana því maðurinn skipti hana engu og það snerti hana naumast þó þjónustustúlkan hennar leyfði 42 ViKan 41. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.