Vikan


Vikan - 06.12.1984, Blaðsíða 26

Vikan - 06.12.1984, Blaðsíða 26
J/g Smásaga IfSiMlMM hún leit svona á málið. Enginn fjölskylduandi, komust ættingjamir að niðurstöðu um. Það var ekki furða. Hún hafði heldur aldrei átt neinn að. . . Það gerði mömmu bálvonda. „Líttu á mig!” hrópaði hún á pabba. „Fólk VORKENNIR mér! Fjölskylda þín hefur VORKENNT mér í öll þessi ár! Veistu af hverju? Vegna þess aö ég á ekki frændur eða frænkur — eöa — eöa tólf við matarborðið á hverjum sunnudegi! ” Pabbi var samúðarfullur. Það var alveg satt, fjölskylda hans VORKENNDI henni. Þau gátu ekki ímyndaö sér líf án frænda og frænkna og tólf við matarborðið og þau vorkenndu þeim sem gæti hugs- að sér slíkt líf. Þau höfðu tekið rausnarlega og elskulega á móti henni vegna þess að þau VORU rausnarlegt og elskulegt fólk og hún VAR, svo aö segja, ein af þeim. En það hafði ekki komið í veg fyrir að þau vor- kenndu henni. Þau mundu alltaf vorkenna henni. Það var þá sem mamma ákvað að reisa ættartré sitt. Við vorum aga- lega spennt yfir því. Okkur virtist mjög líklegt að þaö VÆRU ættingjar í hennar ætt og góð ástæða fyrir því að þeir hefðu ekki haft samband við mömmu í öll þessi ár. Við sáum fólkið fyrir okkur í huganum horfa á brunarústir hússins og halda að allir hefðu dáið — eða bara týnt heim- ilisfanginu eftir að það flutti frá London. Það hafði komið fyrir marga. Þetta átti að vera leyndarmál. Eftir að mamma væri búin að finna ættingja sína mundi hún segja kæruleysislega við pabba: „0, alveg rétt, ég vona að þú sért ekki búinn að ákveða neitt sérstakt á sunnudaginn. Frændsystkini mín eru aö hugsa um að kíkja inn.” Það yrði stór stund fyrir mömmu. Það átti að byrja leitina í þorpinu sem mamma ólst upp í. Frú Finn- igan, sem sá um pósthúsið þar, hafði vitað allt um alla. Hún gæti jafnvel vitað hvar í London húsið sem brann hafði staðið. „En hvað ef frú Finn- igan er ekki þar?” spurðum við. „Fólk flytur oft í burtu eða verður gamalt og deyr... ” Mamma var sannfærð um að fólk eins og frú Finn- ingan gerði ekki þannig hluti. „Hún verður í bakherberginu í pósthúsinu aðdrekka te,” sagði hún við okkur. „Þar fundum viðhana alltaf.” Mamma fékk alltaf heimþrá þegar hún talaði um þorpið. I hennar augum hafði ekkert breyst. Villirósir blómstruðu ennþá við bugðótta stíga. Gömlu smábýlin með stráþökunum voru ennþá þar og í úti- glugganum á pósthúsinu var heimatilbúið hunang ennþá til sölu — meðan frú Finnigan sjálf drakk te í herberginu á bak við. . . Við byrjuðum aö vorkenna mömmu líka. Við vissum hvað varð um svona þorp. Þungir vörubílar skröltu með hávaða eftir aðalgötunni, ný- byggingar hyldu akurengin, stórt nýtt pósthús stæði þar sem það gamla hafði eitt sinn verið. Enginn myndi eftir mömmu eða fjölskyldu hennar eðateppinu. . . En það var allt eins og mamma hafði lýst því. Jafnvel kona sem leit út eins og frú Finnigan taldi frímerkin í pósthúsinu. I ljós kom að hún var dóttir hennar. Hún sagði okkur að frú Finnigan væri á bak við — að drekka te. Við sátum á stólbrúnunum í litla, gamaldags herberginu og hlustuðum á mömmu og frú Finnigan tala um gömlu dagana og ósk- uðum þess aö þær gætu komið sér að aðalefninu. Fljótlega mundum við heyra allt sem frú Finnigan vissi um fjölskyldu mömmu, hina ömmu okkar, löngu týnda ættingja okkar og kannski jafnvel um teppið og hvernig því hafði verið bjargað úr brennandi húsinu. „En indælt að þú skulir eiga þína eigin fjölskyldu núna,” heyröum við frú Finnigan segja. „Við kenndum öll svo í brjósti um þig og móður þína, svona aleinar. . . Ég hélt oft að það hefði verið þess vegna sem frú Barclay á stórbýlinu lét móður þína hafa matarpakkann sem kom vaf- inninníteppið.” „Matarpakka? Teppi?” „0, þú hefur verið of ung til að geta munað það. Þú varst aðeins smá- kríli þá. Matarpakkamir komu með reglulegu millibili frá Ameríku. Ég gleymi aldrei þessum sem móðir þín fékk vegna þess að hann var vafinn inn í svo fallegt gamalt bútateppi og maturinn var svo vel varinn að það fór ekki eitt einasta sykurkom til spillis. Móðir þín þvoði teppið og það varð sem nýtt. Við vorum svo ánægð fyrir hennar hönd, hún og amma þín höfðu misst allt í sprengjuárásinni.” Heimferðin var að mestu í þögn. Við gátum ekki trúað því sem við höfðum heyrt. Var það SVONA sem teppið hafði komist í fjölskylduna? Vafið utan um MATARPAKKA? „En. . . ógiftufrænkumar,”sögðumvið, „elskhugamir sem féllu í Napóleonorrustunum. .. Áttu við að ekkert af þvíhafi veriðsatt?” 9, Mamma andvarpaði. „Ég bjó það til,” sagði hún, „þegar ég var lítil stelpa. Ég bjó til margar sögur um teppið. Þessi festist, ég held að mér hafi meira að segja tekist að telja sjálfri mér trú um að það væri satt. ” Við litum á hana. Við reyndum að ímynda okkur hvemig það væri að vera tekin að heiman sem lítið bam og sjá heimilið aldrei — eða neitt af því — aftur, ekki leikföng eða bækur, ekki einu sinni bömin í næsta húsi. . . og við vissum að við hefðum búið til sögur líka. Nú, þegar við vissum rétta sögu teppisins, höfðum við ennþá meiri áhuga á því. Hvaða fólk í Ameríku GÆTI það eiginlega verið sem hafði sent það? Svo kom desember. Húsið ilmaði af smákökum og jólabakstri þegar við byrjuðum að undirbúa fyrstu jólin okkar heima. Við hlökkuðum til jólanna — en við gátum samt ekki annað en hugsað til þeirra jóla sem við höfðum vanist, með fjöldanum öllum af frændum og frænkum, hlátri og leikjum. Hverjir myndu veröa með okkur við borðið? Þaö var afar- stórt — fjölskylda okkar hafði þann vana að kaupa stór borðstofuborð. Að hafa fimm við borðið virtist heldur tómlegt. Við fórum að skilja hvað ættingjamir áttu við þegar þeir sögðu að það væri enginn í fjölskyldunni okkar. Jólakortin fóru að berast, fyrst þau sem komu frá útlöndum. Það var eitt frá Ameríku. „Hvem þekkjum við í Ameríku?” kölluðum við til mömmu og skoðuðum umslagið forvitin. Þaö varð óvænt þögn í eldhúsinu — þögn sem stóð lengi yfir. Þegar mamma birtist að lokum í dyrunum var hún náföl. Hún tók umslagið eins og hún væri tilbúin að mæta því versta. Þá skildum við. Einu sinni fyrir mörgum árum hafði fjölskylda hennar fengið eitthvað sent frá Ameríku. . . Þetta var bréf, mjög langt bréf. Meðan hún las færðist litur yfir andlit hennar á ný, hún geislaði. . . hún brosti og hélt áfram að brosa. . . „Er það um teppið?” spurðum við og héldum niðri í okkur andanum. Hún kinkaði kolli. „Lesið það!” sagðihún spennt og dreifði blaðsíðun- um allt í kringum sig. Frú Finnigan hafði misskilið málið. Matarpakkinn og teppið hafði ekki verið gefið ömmu okkar vegna þess að hún væri mikils þurfi. Pakk- inn hafði verið sendur til ónýta hússins í London og vísaö áfram til þorpsins — og hafði komið frá ættingjum í Ameríku. Þeir höföu haft samband en misst það niður aftur. Nú voru amerísku ættingjamir að reyna aftur. Þeir höfðu rakiö slóð mömmu til þorpsins og þaðan hingað. Og það sem meira var, þeir ætluðu að koma til okkar um jólin. Við gátum varla beðið með að segja pabba frá þessu. En sú stund fyrir mömmu! Enginn í fjölskyldunni, það var þá heldur! En þegar pabbi kom heim urðum við að þegja yfir fréttum okkar. Við gátum séð á andliti hans að það var eitthvað illt á seyði. „Nú hefur þér aldeilis tekist það! ” sagði hann við mömmu þungur á brún. „Þú ert búin að koma af stað byltingu! ” Svo fengum við að heyra söguna. Til að fylgja dæmi mömmu höfðu yngri eiginkonumar í fjölskyldunni allar tekið af sér svuntuna. Þær höfðu ákveðið að ÞÆR ætluðu ekki heldur að eyða jólunum í það að elda handa fjölskyldum einhverra annarra. Og í ofanálag höfðu þær ákveðið að í þetta sinn ættu aðrir að elda handa þeim. Þau ætluðu öll að fara á veitingastaði í jólamat. Og það var ekki allt og sumt. Það kom í ljós að frænkumar höföu safnað peningum af miklum móð allt árið — og ÞÆR ætluðu að vera á sveitahóteli yfir jólin. „Nú er öllum hefðum lokið,” sagði pabbi þunglega. Hann hafði notið þess — yfirlætisins, matarins, fjölskyldusamkomanna. Það virtist strax sem það hefðu verið gömlu góðu dagamir sem þau fullorðnu voru alltaf að tala um með þrá. „Hvað — hvað um ömmu og afa? ” spurðum við. Það var þögn. „Það lítur út fyrir að þau verði ein um jólin þetta árið,” sagði pabbi að lokum. Mamma stóð upp. „Ég hef aldrei á ævi minni heyrt aðra eins vitleysu!” sagði hún. „Þau verða ekki ein! Ég hringi strax í þau. Þau verða að koma hingað til okkar og líka allir aðrir sem ætla ekki á veit- ingastaði eða sveitahótel. Og meðan ég man, frændfólk mitt í Ameríku ætlar aðkoma — og semstendur er útlit fyrir aðtólfverði við'borðið. . .” Við litum hvert á annað og brostum. Þetta yrði alveg eins og í gamla daga. ENDIR Z6 VíKan 43. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.