Vikan


Vikan - 06.12.1984, Blaðsíða 21

Vikan - 06.12.1984, Blaðsíða 21
hvað? Rætt við nokkra íslendinga um jólahald erlendis Jólahald í IMepal Fjóla Bender ásamt dótturinni, Önnu Töru, á vinstri hönd og vinkonu hennar, Soffíu, til hægri. Sá broshýri í forgrunni er einn af heimilismeðlimunum og heitir Tryggur. Fjóla Bender var búsett í Nepal á árunum 1972—1979 og hélt þar jól átta sinnum. Jóla- hald á þeim árum var mjög frábrugðið því sem hún hafði átt að venjast fram að því en það er best að láta dæmin tala. — Þegar ég lít til baka sé ég jólahaldið eins og fjögurra daga veislu. Jólin hjá okkur voru fyrst og fremst mikil vinna. Jim, maðurinn minn fyrrverandi, var yfirmaður þjóðgarðs þarna um slóðir og á jólunum höfðum við veislu fyrir margt af því fólki sem vann þama á hans vegum, í Katnmandu og víðar, og auk þess fyrir vini og kunningja. Þetta var fólk sem sumt hvert hefði annars haldiö jólin eitt og sér. Hér heima eru jólin hátíð f jölskyldunn- ar og bamanna en þama áttu margir enga fjölskyldu til að halda jólin með. Þess vegna má segja að þaö hafi verið gaman að geta hist og verið saman. Ég held ég hefði notið þessara jóla betur ef ég hefði ekki verið hús- ráðandi. Þegar maður var með mjög marga gesti var lítill tími afgangs til að sinna börn- unum. Ég varð að vera tilbúin að sinna öllum gestunum og vera alltaf vel upplögð. Þessara jóla sakna ég ekki, mér finnast íslensku jólin miklu betri og meiri fjölskyldu- hátíð. Þar sem við héldum jólin, í þjóðgarðinum, var hægt að hýsa 44 í rúmum en hinir gistu í tjöldum í garðinum hjá okkur. Þar var gott pláss fyrir alla. Á aðfangadagskvöld borðuðum við klukkan sex að íslenskum hætti og þá var á boröum heilsteiktur grís með hrísgrjónafyllingu. Hann var steiktur við lítinn eld í tæpan sólar- hring áður. Maður sá varla að hann væri að steikjast en útkoman var mjög ljúffeng mál- tíð. Á eftir var ensk jólakaka með koníaks- smjöri. Jólagjöf til þriggja ára snáða, fíllinn Kristján Bahadur. Fíll í jólagjöf í endurminningunni fer ekki hjá því aö minningarnar veröi svolítið sundurlausar. Þetta var einfaldlega svo mikið. Ég var ekki með miklar jólaskreytingar, hengdi upp jóla- kortin sem viö fengum víðs vegar að og skreytti líka tvö lítil jólatré. 25. desember héldum við jól að enskum hætti enda var fyrrverandi maöur minn enskur ríkisborgari. Þá var mikið lagt upp úr að hafa ensku jólakökuna á borðum og þá voru pakkarnir opnaðir. Eg man vel eftir jólunum þegar Kristján Bahadur, sonur minn, var þriggja ára og jólagjöfinni sem hann fékk þá. Pabbi hans rétti honum band og sagði honum að toga í það og þá kæmi jólagjöfin hans til hans. Þetta reyndist þá vera risastór fíll og auðvitað varð honum talsvert um það. Þegar ég var að svæfa hann um kvöldiö, syngja Bí, bí og blaka fyrir hann og svoleiðis, ákvað ég að athuga hvort hann væri búinn að jafna sig. Ég spuröi hann hvort hann hefði virkilega gert sér grein fyrir hvað hann hefði fengiðí jólagjöf. — Fíl og mann, svaraði hann. Hann hafði nefnilega séð að það var maður á baki fílsins þegar hann fékk hann! Svo skírði hann fílinn í höfuðið á sjálfum sér og eftir aö ég flutti með hann og systur hans, Önnu Töru, 5 ára, heim til íslands, 1979, skrifast hann á við þann sem gætir fílsins fyrir hann og heimsækir hann svo um leið og pabba sinn á vorin. Óvænt heimsókn Þessi sömu jól fengum við marga gesti og þeirra á meðal einn sem setti mig í svolítinn vanda. Það var nefnilega kóngurinn þeirra í Nepal og ég þekki svo lítið inn á hvernig maður heilsar og umgengst svoleiðis menn. En þetta gekk sjálfsagt allt bærilega. Jólin hátíð fjölskyldunnar Þessi jól voru eins ólík íslenskum jólum og hægt er að hugsa sér, bæöi margmennið, erillinn og allt fólkið. Við vorum svo sem með aukafólk til að hjálpa okkur en þaö dugði skammt, maður var á eilífum þeytingi þessa daga sem veislan stóð. Svo var hitinn yfir tuttugu gráður á daginn og fólk léttklætt, það var helst aö það yrði hrá- slagalegt á kvöldin. Mér finnst að jólin eigi að vera sá tími sem fjölskyldan safnast saman og nýtur þess að vera saman. Ég er alin upp við að jólin séu há- tíð barnanna en þarna var hreinlega enginn tími eða aðstaða fyrir þau. Jólasteikin á grillinu — þaö tekur heilan sólarhring aö steikja grfsina en þá eru þeir líka orönir mátulegir, meö hrís- grjónafyllingu. Óvænt jólaheimsókn, sá úlpuklæddi er kóngurinn í Nepal sem birtist öllum aö ó- vörum ein jólin. 43. tbl. Vikan 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.