Vikan


Vikan - 09.05.1985, Page 25

Vikan - 09.05.1985, Page 25
Eldhús Vikunnar Matreiðslan tekur alls tvo og hálfantíma. Nægir fyrir tvo sem aðalréttur en fyrir f jóra sem meðlæti. 125 grömm hveiti 1/4 litri mjólk 1/2teskeið salt 1/2teskeið sykur 4egg 1 matskeið brœtt smjör smjör fyrir formin. FYLLING: 3 schalottelaukar 600 grömm ætisveppir 1—2 matskeiðar smjör 6—8 matskeiðar sýrður rjómi salt, pipar, sitrónusafi, steinselja. 1 Hrærið vandlega saman mjólk og hveiti, blandið sykri, hrærðum eggjum og smjöri saman við. Látið deigið helst standa i eina klukku- stund. Smyrjið fjögur litil form með smjöri Istórir eldfastir bollar duga lika). 2 Flysjið schalottelaukana og saxið smátt. Hreinsið sveppina, skolið af þeim og skerið siðan i sneiðar. 3 Bræðið smjörið á pönnu og hitið smásaxaða laukana þar til þeir eru gullinbrúnir. Bætið sveppunum saman við og hitið þá þar til nær allur vökvi er horfinn. Setjið sýrða rjómann á pönnuna, látið hann hitna og bragðbætið siðan með salti, pipar og sitrónusafadropum. Sáldrið ef til vill steinselju yfir. 4 Hálffyllið formin með deiginu. Bakið neðst i ofni við 250 gráður i 20 minútur en síðan i 10 minútur við 200 gráður. Slökkvið á ofninum en opnið hann alls ekki þvi að þá fellur holt brauðið saman. Þegar 10 minútur eru liðnar má taka formin varlega úr ofninum og losa brauðin úr þeim. Skerið varlega lok ofan af og fyllið með sveppasósunni, hellið afganginum á diskana með hulin- svepparétti þessum. Hentar sérdeilis vel með alls kyns villibráð. Um ætisveppi Sumir rækta sveppi í hreinum, ómenguöum hrossaskít viö 24 gráða hita í fjórar vikur. Síöan er hitinn lækkaöur í 18 gráður og enn beðið tvær til þrjár vikur. Þá er byrjað að tína sveppina, fyrsta uppskeran samanstendur af litlum sveppum með lokaða hatta. Þeir eru vatnsmeiri en önnur uppskeran, en í henni eru sveppir með opna hatta og sterkara bragð (sem kunnáttumenn meta mikils). Helst ætti að nota ferska, nýja sveppi, þeir eru ræktaðir allan ársins hring, dósasveppirnir líkjast togleðri og bragðið varð eftir íKína. 19. tbl. Víkan 25

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.