Vikan


Vikan - 09.05.1985, Qupperneq 43

Vikan - 09.05.1985, Qupperneq 43
t Það var verið að taka af henni myndir. Að því búnu hafði hann mök við hana og það var ekkert sárt. Viðbjóðs- legt, en ekki sárt. Því næst settist hann á rúm- stokkinn og reykti einhvers konar jurtasígarettu. Það var sama daufa lyktin og hún hafði fundið þegar hún kom inn í húsið. Paul skipti sér ekkert af Heiðnu þar til hann sneri sér snögglega að henni, tók að flissa óstjórnlega og drap í sígarettunni í rúmfötunum. Heiðna varð svo skelfd við þetta að hún glaðvaknaði. Hún hafði ekki hugmynd um hvað tímanum leið en hún varð að ná af sér þessum handjárnum, finna fötin sín og komast aftur í skólann áður en þessi mann- fjandi brenndi húsið til ösku. ,,Heyrðu elskan,” sagði hún, „ætlarðu að vera svo vænn að losa mig svo ég komist á klósettið.” Hann skreiddist upp í rúmið og losaði hand- járnin. Heiðna fálmaði sig fram í stofuna í leit að fötunum sínum. Hún tíndi þau saman og leit síðan í spegil yfir skrif- borðinu og sá bólgið andlitið á sér. Augun voru sem næst horfin, hún hlaut að hafa grát- ið dágóða stund. Hún tók eftir því að efsta skúffan í skrifborðinu var hálfopin. Hún galopnaði augun þegar hún kom auga á það sem í henni var. Hún var ekki sein á sér að lauma hendinni ofan í skúff- una. Það var komið fram yfír dögun þegar Heiðna læddist upp á herbergið sitt. ,,Þú lítur hræðilega út. Klukkan er meira en fímm.’’ , ,Það er ógeðsleg lykt af þér. Hvert fóruð þið?” ,,Hvað gerðist?” ,,Við fórum á bar og ég drakk of mikið. Ef þið vilduð gjöra svo vel og hypja ykkur!” urraði Heiðna. Hún skolaði í sér munninn með sótthreins- andi efni, baðaði andlitið og skjögraði x bólið. Hún fór ekki niður að borða morgun- verð og þegar ráðskonan sá bólgið andlitið og rauðþrútin augun var hún fljot að skella hitamæli í munninn á henni. Hitinn í Heiðnu var eðlilegur en hún leit svo sannarlega út fyrir að vera að fá einhvern skratta og var því flutt á sjúkra- stofu skólans í nokkra daga. 6T cy JJ/ íu dögum síðar náði æskufjörið aftur yfírhöndinni. Heiðnu hafði tekist að sann- færa sjálfa sig um að þessi atburður væri að eilífu þurrkaður burt úr minni hún sló með svipunni út í loft- ið. Því miður slóst keyrið í eyrað á hryssunni. Hún fældist og prjónaði. Júdý sleppti svip- unni í skelfingu og þrýsti sér niður í ekilssætið um leið og hesturinn þaut af stað og sveigði sleðann milli vegbrún- anna. Maxín og Kata hnipruðu sig saman aftur í sleðanum þegar þær hentust áfram yfir snævi þakta jörðina. Heiðna og ekillinn stóðu eftir opinmynnt ástígnum. í fyrsta skipti á tíu dögum gleymdi Heiðna í alvöru atvik- inu viðbjóðslega. Hún henti frá sér myndavélinni og þaut á eftir sleðanum þar sem hann hennar og að hún gæti látið sem hann hefði aldrei átt sér stað. Til mikillar furðu hafði þetta atvik ekki haft teljandi áhrif á góða skapið hennar og einn sunnudaginn var hún geislandi af óþreyjufullum krafti og fékk hinar stelpurnar með sér til þess að leigja hesta- sleða í klukkutíma. Hesturinn brokkaði af stað yfir snævi þaktar steingöturnar og stúlkurnar fjórar hreiðruðu um sig praktuglega undir gömlum silfurrefafeldum. Silfurbjöllurnar á reiðtygjun- um gullu og þær veifuðu til vegfarenda þar sem þær óku yfír engin fyrir utan bæinn og héldu í áttina að Saanen. Þegar stúlkurnar námu staðar skipt- ust þær á að sitja í ekilssætinu með taumana og svipuna í hendi á meðan Heiðna tók myndir af þeim á kassavélina sína. Júdý kunni ekkert til reið- mennsku og hugsunarlaust lyfti hún upp taumnum og æpti ,,Hott hott” um leið og vaggaði til á ósléttum stígnum með hestinn á undan á ofsa- hraða. u. 'm leið og sleðinn fór fram hjá litlum hópi skíða- manna greip einn þeirra í taumana og hálfvegis hljóp og hálfvegis dróst með hryssunni. Smám saman dró hesturinn af og þegar Heiðna hafði náð sleðanum móð og másandi stóð skíðamaðurinn og róaði titr- andi hrossið, strauk því yfir svitastorkinn hálsinn og tautaði eitthvað fyrir munni sér á tungumáli sem Heiðna skildi ekki. „Hvernig gastu gert þetta?” öskraði Heiðna að Júdý sem var óttaslegin og náföl. , .Hvernig vogaðir þú þér að slá hryssuna! Hvernig vogaðir þú þér að láta hana prjóna og valhoppa á ísnum, bölvað fíflið þitt! Farðu aftur í!” Hún kastaði aftur höfðinu, stutt, beint nefíð stóð beint upp í loftið af hroka og nasavængirnir titruðu af vonsku. Hún var með allan hugann við ásigkomulag hestsins og tók taumana úr höndum ókunna mannsins og þakkaði honum fyrir án þess að veita honum nokkra eftirtekt. Síðan teymdi hún hestinn til ekilsins sem var æfareiður og lagði af stað heim. ðZ / Jy yrir utan hesthúsið beið þeirra maður. Hann var dökkur yfírlitum, í skíðafötum og bar með sér yfirlæti eins og þjónn sem nýtur sérstakra for- réttinda. Að undanskildum votti af þóttasvip var andlitið svipbrigðalaust. Hann kom í áttina til Heiðnu og hneigði höfuðið aðeins. „Húsbóndi minn, hans konunglega hátign Abdúllah krónprins, býður ykkur að hitta sig á Imperial hótelinu! ’ ’ ,,Og ég er drottningin af Kína,” sagði Heiðna. Hún var enn öskureið og neitaði að hlusta á afsakanir Júdýjar. ,,Abdúllah heldur til á Imperial hótelinu, svo mikið er víst,” sagði Júdý. ,,Hann er með tvær svítur á leigu þar til langframa, það er á meðan hann er hér í skóla. Ég hef aldrei séð hann en þessi náungi hérna lítur alveg eins út og arabarnir lífverðir hans.” Júdý vafði ljósbláum treflinum um hökuna á sér. , ,Heyriði, ég verð að rjúka. Ég á að vera komin á Chesa, en ég myndi athuga þetta boð nánar. Hve oft bjóða konungbornir menn þér í te?” Hún hljóp af stað, sein í þungu kuldastígvélunum. Minnug hins skelfílega ævin- týris með Paul hikaði Heiðna. Hún var ekki í standi til þess að skipta sér af neinum útlending- um. ,,Það sakar ekkert að fara í Miklasalinn,” sögðu þær hinar í hvatningartón. ,,Ó, Heiðna, kóngafólk,” bætti Kata við þegar þær fylgdu dökkleita manninum í áttina að Imperial. í einu horninu á Miklasaln- um sat Abdúllah prins í hvítum skíðafötum frá hvirfli 19. tbl. Vikan 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.