Vikan


Vikan - 09.05.1985, Síða 46

Vikan - 09.05.1985, Síða 46
hann næst í krikket.... Nema þá setur hann met í áunnum pun£- höggum... ha, ha, ha! Hvernig ætli pungurinn á bavíönum sé á litinn, ' hátignarlega purpurarauður, ætli það ekki?” Það gall við hás hlátur um leið og bjallan hringdi og þessar andstyggilegu raddir fjarlægðust tilkynningatöfluna. adúllah þorði ekki að horfast í augu við þá. Allir þrír voru þeir meðlimir í málfundafélaginu svo það var ómögulegt að klaga þá. Það yrði bara hlegið að honum. Hendurnar á Abdúllah byrjuðu að titra af vanmáttugri reiði. Af hverju ætti hann að taka mark á því sem þessi ruslaralýður hélt? Það átti ekki annað fyrir þeim að liggja en verða bændur, hermenn eða stjórn- málamenn, en hann átti að verða konungur, leiðtogi þjóðar sinnar, elskaður af ótal þjóðflokkum og dáður af þegnum sínum, körlum sem konum. Allt í einu dró hann djúpt andann... Konur! Þessir ómerkilegu montrassar höfðu ekki fengið þriggja vikna kennslu í Kaíró... Þar sem hann stóð þarna titrandi af vonsku, með þvælda latínu- bókina f höndunum, kom honum í hug sæt hefnd. Hann ákvað að hann skyldi ná í konurnar þeirra. Heiðna fór úr svftu Abdúllah fyrr en venjulega. í stað þess að fara af hótelinu tók hún lyft- una upp á efstu hæð og hljóp upp stigana sem eftir voru upp á herbergið hans Nicks, en þangað höfðu allar stúlkurnar nú komið flissandi. Heppnin var með henni því Nick var að koma af vakt. Hann kom til dyra á skyrtunni. ,,Ertu í fátækraheimsókn?” spurði Nick kuldalega um leið og Heiðna klappaði honum á kinnina. , ,Nei, bara að spá í af hverju þú þolir ekki Abdúllah. Þú getur ekki búist við að fá alla athyglina frá okkur öllum fjór- um, sérstaklega þegar við vit- um að þú er hrifinn af Júdý.” Gormarnir sigu niður þegar hún settist á járnrúmið. Nick var vansæll á svipinn. ,,Mér kemur ekkert við hvað þú gerir.” ,,En hvað er að, Nick? Er Abdi með annarri stelpu?” ,,Eg hef ekki hugmynd um það. Það kemur mér heldur ekkert við og ég myndi ekki segja þér það þó ég vissi það... En ... við vorum saman í skóla og ég get fullvissað þig um að þessi fjandans Abdúllah er ekki allur þar sem hann er séður. er einkennilega tilfínningalaus við konur.” Nick vissi ekki hvernig hann átti að koma orðum að þvf að Abdúllah væri útsmoginn og yfirvegaður gagnvart vestrænum konum. Hann misnotaði þær. Hann lærði af þeim. Ástaratlot hans voru til þess að sanna vald sitt yfir þeim og körlum þeirra. ,,0, Nick, hann er á varð- bergi gagnvart öllum, hann er hræddur um að sér verði rænt eða hann skotinn eða hvað það allt saman er sem prinsar verða að gæta sín á,” svaraði Heiðna Auðvitað finnst konum hann alveg ómótstæðilegur. Hann er greinilega mjög aðlaðandi. ’ ’ ,,Það er ekki bara það,” sagði Heiðna og flissaði, ,,það er svo gaman að sviðsmynd- inni. Lífverðirnir og þessar flaksandi skikkjur og ofsaleg yflrskeggin og . . . umm. . . varúðarráðstafanirnar. ’ ’ Það hvarflaði allt í einu að henni hvort Abdúllah hefði byssu- lcyfí í Sviss. Sennilega var hann með diplómatavegabréf og gat gert það sem honum þóknað- ist. Hún andvarpaði. ,,Ég veit ekki af hverju ég hef ekki fallið fyrir honum en ég hef það ekki. Hann er æðislegur en ég er bara ekki hrifin af honum eins og þú ert hrifinn afjúdý.” ,,Jæja, þú ert ári heppin því Abdúllah kemur ekki riddara- lega fram við konur, hann not- færir sér þær. Ég meina, hon- um er alveg sama um konur, þjónustustúlkurnar eða systur félaganna, meira að segja mæðurþeirra.” ,,Nick! Þú átt þó ekki við að hann sé...?” , ,Það sem ég á við er að hann og áleit að Nick væri hreinlega afbrýðisamur. ,,Það er einmitt þetra sam- bland af ógnun og persónutöfr- um sem konum þykir svo ómótstæðilegt,” sagði Nick biturlega og það vottaði fyrir öfund. , ,Á ég að skilja það svo að þú haldir að Abdi sé viljandi að leika köttur og mús við mig? Til þess að gera mig óham- ingjusama?” ,,Heiðna, hættu að tala um einhverja bjánalega kynferðis- leiki og hlustaðu á mig. Mér þykir mjög vænt um ykkur allar fjórar og þú veist hvað mér fínnst um Júdý. En ég er vinur ykkar. Ég myndi ekki misnota neina ykkar en það gerir Ab- dúllah. Hann ber hvorki virð- ingu fyrir né skilur neitt um riddaramennsku og er ekki... drengurgóður.” Heiðna kastaði aftur höfðinu og hló. ,,Elsku Nick,” sagði hún, ,,þú ert eins og gömul frænka! Ég skal framvegis vera með gaddavír í staðinn fyrir teygju í buxunum.” sem Heiðnu langaði að vita og reyndar alla nemendur skólans var hvort Abdúllah byði henni á dans- leikinn á Valentínusarmessu. Abdúllah sást ekki oft á al- mannafæri, einkum eftir að hann hafði leigt sér hestasleða sunnudag nokkurn og ljós- myndari á götunni hafði smellt mynd af Heiðnu og prinsinum saman. Hann var ekki lengi að selja Paris Match fílmuna og innan sólarhrings hafði myndin birst í dagblöðum um heim allan. nnan hvern dag kom fangfylli af rauðum rósum á löngum stilkum til Heiðnu, en ekkert kort fylgdi. ,,Þú sagðir að rauðar rósir væru ómerkilegar,” sagði Kata stríðnislega og fékk fyrir vikið kodda í hausinn. Eftir þriðju sendinguna var Heiðna send á skrifstofu skólastjórans og henni tjáð að hún mætti ekki þiggja fleiri blóm. Monsieur Chardin var óvenju órólegur. Helmingurinn af öllum slúður- dálkaskrifurum í Evrópu hafði níðst á honum. Það var ekkert vafamál að þetta var góð auglýsing fyrir skólann en hann varð að láta sem honum félli þetta illa. Nokkrum dögum seinna var Heiðna aftur kölluð inn á teppi til skólastjórans. Hún kom til baka og henni virtist skemmt. ,,Hvað kom fyrir?” spurði Kata sem lá á rúminu með ann- ann fótinn upp í loft og lét Maxín lakka á sér táneglurnar. ,,Síminn. ” ,,Hver?” Símtal var alltaf merkisatburður í tilveru þeirra. „Caspar frændi minn. Hann er sendiherra okkar í fursta- dæmunum. Hann sagðist hafa heyrt að ég væri mikið með Abdúllah prinsi og sagði að ég yrði að haga mér mjög siðsam- lega.” Hún hló taugaóstyrk. ,,Caspar sagði mér líka að í Sydon væri komið fram við konur eins og eign karlmanna og þegar þær hefðu eitt sinn verið saurgaðar þá væru þær út- skúfaðar, meira að segja grýttar 4b Víkan 19. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.