Vikan


Vikan - 09.05.1985, Page 60

Vikan - 09.05.1985, Page 60
Konurnar líkja eftir formæðrunum. . . . . . bita, klóra, rifa . . . Á síðastliðnu ári ákvað Takuma að láta verða af hátíðahöldunum. Hann tilkynnti í samræmi við hefðir ættbálksins að nú skyldi hafinn undirbúningur nýrrar helgiathafnar. Það er sú athöfn sem við sjáum hér á myndum, einstæð og sú frumlegasta í helgi- siðum ættbálkanna á Xingú- svæðinu. Enginn kann skil á uppruna Jamúrí-kúma hátíðarinnar. Sum- ir rannsóknarmenn telja einhver tengsl á milli hins sjálfstæða ættbálks kvenna og Amazon- stríðskvennanna sem eiga að hafa búið í norðurhéruðum Brasilíu þegar landvinningar hófust í Ameríku. Þrátt fyrir að Claude Vilas Boas hafi umgengist ættbálkana á þessum landsvæðum í Brasilíu í nærfellt þrjátíu ár er honum aðeins kunnugt um fjórar Jamúrí- kúma hátíðir. Hvorki honum né bróður hans, Orlando, sem einnig hefur lengi dvalið meðal frum- byggjanna, hefur tekist með mannfræðilegum aðferðum að rekja þessa helgisiði til upp- runans. Aldnir indíánar hafa aðeins óskýrar og draumóra- kenndar hugmyndir fram að færa um fjarlæga fortíðina, þeir telja aö þá hafi aðeins verið til Mavútsíním-þjóðin og frá henni megi rekja allar hefðir og venjur samtímans. Xingú-fólkið á sér engan goöumlíkan skapara heldur aðeins Mavútsíním sem menn- ingarfrumherja. Þessi Mavút- síním var að sögn fyrsti indíáninn sem bjó í frumskógum þessa heimshluta. Honum leiddist þarna einum og breytti hann trjá- bolum, dýrum og vatnslónum í fólk. Fólkið sem býr þarna núna lítur á sig sem afkomendur Mavútsíníms. Helgihaldið undirbúið Þegar tók að líða að þeim degi, þegar helgihaldið skyldi fara fram, héldu Kama-júra indíána- konurnar með eiginkonu Takuma í broddi fylkingar inn í frum- skóginn. Þar máluðu þær líkama sína, skreyttu sig með perlu- festum og skrautmunum karl- manna og loks þöktu þær sig með trjálaufi og runnagróðri. Þegar nokkrar klukkustundir voru liðnar birtust þær aftur í þorpinu, háværar, syngjandi digurbarka- lega og dansandi. Þær stöldruðu viö fyrir framan sérhvern kofa til að allir væru ánægðir. Næstu daga æfðu þær fleiri söngva og dansa til undirbúnings helgihaldinu. Karlarnir héldu sig afsíðis en voru samt hressir, líkt og þeir vildu sýna að yfirburðir kvennanna mundu ekki standa til langframa. Matur skipar mikilvægan sess í helgihaldi Xingú-indíána og árangur Jamúrí-kúma var undir því kominn hve mikill matur væri á boðstólum. Að þessu sinni öfluðu konurnar matar, þær hópuðust niður á ströndina til að veiða fisk. Eldri konur áttu ekki þátt í veiði- skapnum en héldu uppi móralnum með því að syngja hæga og trega- blandna söngva. Þegar veiðunum lauk fengu karlmennirnir loksins aö koma til liðs. Allar indíánakonurnar söfnuðust saman til að velja karla sem áttu að gerast sendiboðar. Þeir fóru tveir og tveir saman, ásamt þeim þriðja sem var stríðs- maður. Konur tóku á móti sendiboðunum í hinum þorpunum og þeir héldu áfram eftir að hafa komið boðinu á framfæri. Nú var undirbúningnum lokiö. Illum öndum stökkt á braut Fáir íbúar í Kama-júraþorpi gátu sofiö nóttina fyrir Jamúrí- kúma. Konurnar dönsuðu við sólarupprás, þær fögnuðu og reyndu að laða fram illu andana. Þögulir töfralæknar púuðu stóra vindla og glímukappar reyndu aö halda sér vakandi. Sá sem sofnar og dreymir ósigur á það á hættu að dragmurinn rætist. Við sólarupprás ómuðu hróp og köll og söngvar úr frumskóginum umhverfis þorpið. Konurnar úr öðrum þorpum voru komnar. Þær birtust í litlum hópum, dansandi og syngjandi djúpri röddu — undarlega digrum róm. Kropparnir voru þaktir málningu, skrautmunum og rauð málning á enni. Þær komu dansandi inn á miðtorgið, hittu konurnar í þorpinu og héldu svo í áttina að töfralækninum Takuma. Þar stöldruðu þær við stundarkorn en komu sér síðan fyrir á ákveðnum bletti og biðu á meðan þorps- konurnar tóku á móti næsta hópi. Síðar birtust karlarnir í einfaldri röð og hrópandi. Þeir mynduðu stóran hring í miðju þorpi og köstuðu kveöju á konurnar. Hörkuslagsmál hjá konum Hápunktur helgihaldsins voru glímuátök hjá konunum. Siða- meistarinn Takuma bað bestu bardagakonu síns þorps að ganga fram á völlinn. Hún stökk inn á mitt torgið, lagðist á fjóra fætur og skoraði á andstæðinga úr hópunum frá hinum þorpunum. Fangbrögðin áttu að samrýmast glímureglum indíánanna (sem nefnast húka- húka), en konurnar börðust með kjafti og klóm. Takmarkiö var að fella andstæðinginn á jörðina og þær beittu öllum brögðum, bitu, klóruðu, spörkuðu og rifu í hárið. Sú sanngirni sem glímukarlar hafa í hávegum átti ekki upp á pallborðið hjá stúlkunum. Þegar áskorunarkeppninni var lokið slógust aðrar indíánakonur, ungar sem aldnar. Um miðjan dag komst loksins á ró í þorpinu, slagsmálum lauk og Jamúrí-kúma hátíðinni lauk með því að konumar gengu á milli kofanna í þorpinu og létu íbúana ausa sig leireðju... Síðan héldu þær drulluskítugar niður að ánni til að baða sig. Sólin var að setjast þegar tatú- dansinn hófst, en hann á að minna á söguna um ættbálk hinna sjálf- stæðu kvenna. Dansinum lauk fyrir framan kofa Takuma töfra- læknis sem skilaði konunum aftur netinu sem þær höfðu riðið eftir að honum opinberaðist Jamúrí- kúma — ættbálkur sjálfstæðra kvenna. Þær hlóöu bálköst og brenndu netið á honum, þar með var Takuma laus undan loforðum sínum og ekki lengur „handhafi Jamúrí-kúma”. Af þeim sökum er allsendis óvíst hvenær aftur verður helgihald vegna Jamúrí- kúma. Sagan rakin Kanato heitir Javalpítí-indíáni sem er faðir aðalbardagamanns ættbálksins og einn af þeim sem fróðastir eru um sögu Xingúanna. Hann skýrði okkur frá uppruna Jamúrí-kúma hátíðarinnar „sem hlaut nafn sitt af horfnum ættbálki sem Mavútsíním-fólkið skapaði”. „Daginn sem gera átti göt í eyra krakkanna í þorpinu fóru karl- mennirnir í Jamúrí-kúma þorpinu á veiðar. Langur tími leið án þess að nokkuö fregnaðist af förum þeirra. Konurnar fylltust ugg og sendu unglingspilt til að leita að karlmönnunum. Hann birtist aftur eftir drykklanga stund og sagði að karlarnir lægju á jörðinni nálægt bátunum. Frá þeim bærist óskaplegur hávaði, tennurnar væru að vaxa út úr munninum og líkamir þeirra þaktir hári. Karlarnir voru að breytast í tígris- dýr og önnur frumskógardýr sem myndu bráðlega ráöast á konurnar. Ohugur fyllti indíánakonurnar, þær gripu til vopna, máluðu líkama sína og bjuggust stríðs- skrúða. Síðan dönsuðu þær dögum 60 Vikan 19. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.