Vikan


Vikan - 09.05.1985, Qupperneq 61

Vikan - 09.05.1985, Qupperneq 61
saman þar til karlarnir voru gleymdir. Þær tóku það ráð að yfirgefa þorpið og hverfa inn í frumskóginn. Fyrir þeim fór öldungur sem var skrýddur skrápi armadillo-beltisdýrs og gróf hann holur í jarðveginn. Konurnar stungu sér ofan í holurnar og komu aftur upp spölkorn fram undan. Fyrirgangurinn barst körlunum til eyrna þar sem þeir lágu viö fiskibátana og reyndu þeir að veita konunum eftirför. En þær voru of snöggar að forða sér niður um holurnar sem armadillo- öldungurinn gróf. Börnin héngu á mæðrum sínum, en sum þeirra misstu tökin þegar þær stungu sér í holurnar, svo að þau þeyttust af baki upp í trén og urðu aö öpum (þess vegna hafa sumir apar indíána-fés).” Snákar og köngullær á verði Karlinn áfram: „Jamúrí-kúma konurnar verkuðu heillandi á þá sem litu þær augum á ferðum þeirra um önnur þorp. Eiginmenn héldu aftur af eiginkonum sínum af öOum mætti, gripu fyrir augu þeirra til að hindra að þær slægjust í för með kvennagenginu. Ogiftar konur hikuðu ekki við að slást í hópinn sem ferðaðist um Xingú-hálendið þar til hann kom að stórum eldgíg nálægt Kalapalo- þorpi. Við innganginn í gíginn stilltu konurnar upp leðurblökum, köngullóm, snákum og þymi- jurtum til að fyrirbyggja eftirför. Ef karlmaður er einn á ferð nálægt gígnum og heyrir dauft flautuhljóð eru það konurnar. Nálgist hann enn kemur fiörildi svífandi, tyllir sér léttilega á öxl honum og maðurinn hverfur.” Ekki staðfesta neinar vísinda- rannsóknir þessa sögu Kanato. Jamúrí-kúma hefur ekki borið á góma í þjóðháttafræðum og ekki í munnmælasögum Xingú-indíán- anna. Sagan um spánska skipstjórann Orellana Alvaro Vilas Boas, hann er þriðji bróðirinn, hefur aðra kenningu: „Ég veit ekki hvort það er þjóðfræði, ljóðlist eða hrein ímyndun, en ég býst við að þessir helgisiðir eigi að einhverju marki skyldleika að rekja til hugsan- legrar tilvistar ættbálks þar sem mæðraveldi ríkti, þaö er að segja til „amasónanna”. Þannig getur saga Kanato vel átt við rök að styðjast og Jamúrí- kúma helgihaldið átt sér þessa forsögu.” Tilgáta Alvaros byggist á ýmsum rannsóknum á tilurð ættbálka á Xingú-svæðinu. Saga þeirra og menning eiga sömu rætur og tengjast auk þess öörum ættbálkum í Suður-Ameríku. Að líkindum má finna sams konar sögusagnir hjá hinum ætt- bálkunum. Fornleifagröftur hefur ennfremur sýnt að elsti ætt- bálkurinn sé líklega af Arúak-kyni (afkomendurnir heita í dag Wora og Mænakú). Þeir ættbálkar sem mest gera úr Jamúra-kúma eru einmitt Wora- og Mænakú-ættbálkarnir. Því kemur það ekki á óvart að Arúak-menningarheildin safn- aðist saman norðan Amazon- fljótsins og aö á þessu sama svæði rakst spánski skipstjórinn og land- könnuðurinn Francisco de Orellana á bardagakonur sem höndluðu boga og örvar af mikilli kunnáttusemi. Orellana nefndi þær „amasónurnar”. Samkvæmt kenningu Alvaros bjó Jamúrí-kúma fólkið í nyrsta hluta Brasilíu og hjá því réðu konurnar. Það voru svo Arúak- afkomendurnir sem varðveittu sögu mæðraveldisins og minningarathafnir um það. Hér er kominn meistarinn sjálfur, Takuma töfralæknir — nokkurs konar verndari helgihaldsins. . . . en bardögunum lýkur með sameiginlegu baði. 19. tbl. Vikan 61
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.