Vikan


Vikan - 15.08.1985, Síða 13

Vikan - 15.08.1985, Síða 13
Hann ætlar aö líta yfir farinn veg og sjá líf sitt meö augum 32 ára gamals manns. — Er hann venjulegur aftur- bataalki sem er að rekja raunir sínar? — Var hann hassisti og dópsali sem ætti að hengja upp í næsta tré? — Var hann aumingi og ræfiil og baggi á þjóöfélaginu? — Var hann og er hann alkó- hólisti þar sem er á ferðinni einn hættulegasti sjúkdómur allra tíma? — Þessum spumingum skal látið ósvarað en hann er að minnsta kosti langt frá því að vera nokkurt einsdæmi á íslandi — því miður. Týndi fermingarúrinu sínu í glugganum í Glaumbæ „Ég veit ekki á hverju maður á að byrja, það er alltaf erfiðast, en mig langar til að segja frá lífs- hlaupi mínu ef það getur orðiö öðrum víti til vamaðar.” Hann getur ekki stoppað lengi hjá mér. Hann er núna á togara og kom í land í gær, eyddi kvöldinu á fundi hjá AA-samtökunum og fer aftur út á sjó í kvöld. „Ég byrja auðvitað á að segja frá því hvemig þetta byrjaði allt saman hjá mér, núna gerir maður sér miklu betri grein fyrir þessu öllu. Auðvitað byrjaöi drykkjan eins og hjá öllum öörum ungling- um, maður er alltaf að apa eftir fullorðna fólkinu. Ég kom að vísu ekki frá neinu óregluheimili en ólst upp hjá afa og ömmu. Þetta var í Hlíöunum og fullt af húsum í byggingu. Það var alltaf verið að halda reisugilli. Við krakkarnir reistum hins vegar f ótboltamark á bak við hús og auðvitað urðum við að halda reisugilli eins og full- orðna fólkið. Þá stal ég vodka- flösku og bjórkassa af afa mínum og deildi á Únuna. Næst drakk ég ekki fyrr en ég var orðinn 13 ára. Þá notaði ég gamla trixið og bað einhvem róna að kaupa fyrir mig í Ríkinu og borgaði fyrir með einum sopa. Þetta var ein flaska af álaborgar- ákavíti og kostaði 200 kall. Ég og kunningi minn sturtuðum henni í okkur niöri í Hljómskálagaröi og fórum svo á ball meö Flowers í Iönó á eftir. Hippatímabilið var að ganga í garð héma og allir æöislega fr jáls- lyndir. Þetta hefur líklega verið árið 1966 og ég var þá nýfermdur. Þá tekur lífið hjá mér nýja stefnu. Ég byrjaði að drekka á fullu þann- ig að ég sleppti ekki einni einustu helgi úr. Ég drakk mest með vin- um og kunningjum sem voru 2—3 árum eldri en ég. Það var auövit- aö ekki um annaö að ræða en að smygla sér inn á böllin því maður var ekki orðinn nógu gamall og fermingarúrinu týndi ég í þak- glugganum í Glaumbæ þegar ég var að troða mér inn um hann. Fyrstu árin gekk þetta bara vel, maður drakk bara um helgar og þetta var í góðu standi þangað til maður fór að fá blakkátin. Þá fór ég að gera ýmsar vitleysur og gleyma mér alveg og vissi svo ekkert í minn haus þegar ég vakn- aöi aftur. Ég reyndi að ganga hefðbundinn menntaveg og ætlaöi að taka landspróf í skóla úti á landi. Nótt- ina áður en ég fór þangað gisti ég í fyrsta skipti í djeilinu. Ég hafði verið að drekka 75% vodka í leigu- bíl og þegar ég steig út úr bílnum fyrir utan Las Vegas á Grensás- veginum var allt í lagi með mig en húsið tók danssporin fyrir mig. Ég var skelþunnur í rútunni daginn eftir á leiðinni í skólann og féll reyndar um vorið. Þá tók ég stefn- una á lýðháskóla í Danmörku, þá var ég 17 ára. Hassssss Ég var ekki búinn að vera lengi á þessum lýðháskóla þegar ég tók eftir því aö herbergisfélagi minn var alltaf með einhvem laumu- púkahátt. Það kom fljótlega á daginn að hann var að laumast til að reykja hass. Þá hafði ég aðeins einu sinni reykt hass; þaö var með amerískum hermönnum á Þing- völlum! Menn verða að athuga það að hass var lítið þekkt á Islandi á þessum tíma. Ég var fljótur að halla mér að pípunni og fór að redda skólafélögunum um hass. Síðan fór ég til Árósa og fór að pússa af fullum krafti en vann inn á milli til aö sýna fram á að ég hefði einhverjar tekjur en í raun og veru lifði ég mest á aö pússa En þetta er harður heimur og einu sinni var ég rændur af Þjóðverjum með hnífa; ég náði bílnúmerinu og þeir voru gómaðir á landamærunum yfirtilÞýskalands. Ég kynntist sterkari efnum fljótlega þótt ég megi prísa mig sælan fyrir að ég hef aldrei orðið djönkari. Á þessum árum var LSD í miklum vinsældum; það prófaði ég nokkrum sinnum og upplifði stundum það sem kallað er bömmer. Einu sinni lifði ég ævi mína alla aftur á bak á nokkrum klukkutímum, alveg aftur í móðurkviö, fannst ég fara úr lík- amanum og horfa á sjálfan mig fara á þetta tripp. Þessi bömmer hefur tekið um þaö bil 4 klukku- tíma. Hann var alveg hrikaleg lífsreynsla en fór samt á betri veg heldur en hjá mörgum löndum mínum. Þeir eru sumir ennþá á Kleppi. Ég hugsaði reyndar oft um að leita þangað en það varð aldrei úr því. Skömmu seinna fór ég heim og hélt að mér væru allir vegir færir og ég gæti staðið á eigin fótum. En ég komst fljótlega að raun um það að ekkert gekk hjá mér og ég var orðinn verulega sjúkur maður. Þaö mistókst bókstaflega allt hjá mér. Ég þrælaði mér þó í gegnum gagnfræðaprófið og ég man eftir málfundi í skólanum þar sem ég flutti framsöguræðu um aö gefa skyldi hass frjálst á íslandi. Þá var mórallinn þannig að flestir voru því fylgjandi, nema nátt- úrlega kennarinn. Kristjanía kallar Ég fílaði mig ekki á landinu og ákvað að fara út og settist að í Kristjaníu. Þaö hefur líklega verið áriö 1971 og þá hef ég verið 19 ára. Þá var mjög gott að búa í Stínu; íslensku túrhestamir voru ekki famir að sækja þangað en þarna bjuggu nokkrir Islendingar sem héldu vel saman. Þetta var skömmu eftir að Kristjanía var opnuð og menn voru allir í því að bjarga heiminum og litið var á hassiö sem eitt af meðulunum til þess. Þá byrjaði ég að díla á fullu. Ég náði mér í efni úti í bæ og seldi það inni í Kristjaníu. Svo byrjaði maður líka að fara yfir til Sví- þjóðar og selja þar. Ég fór líka aö smygla hingaö heim í stórum stíl; bæði fór ég sjálfur á milli landa og aðrir tóku efni fyrir mig. Það voru til alls konar aöferðir til að smygla, maður reyndi að líta út eins og ein- hver góðborgarinn, rakaði af sér skeggið og lét khppa sig. Þá slapp maður yfirleitt í gegn. Færeyjaleiöin var vinsæl á tímabili, þaö er að fljúga um Færeyjar til íslands. Maður fór svona meö eitt og tvö kíló hingað til lands. Ég sökk hins vegar alltaf dýpra og dýpra í brennivínið og hassið þegar ég var á Islandi. Ég átti aldrei neitt fast heimili öll þessi ár heldur bjó ég alltaf inni á einhverju fólki eða um borð í skip- um. Ég tolldi illa hér á landi, mér fannst alltaf að grasiö væri grænna erlendis. Ég kynntist líka spítti á þessum árum, aðallega úti í Danmörku, og sniffaði amfetamín oft 2—3 daga í senn. Ég viður- kenndi hins vegar aldrei að þetta væri nokkurt vandamál hjá mér, hvorki brennivínið né annað. Þegar ég fór út í þriðja skiptið fór ég að færa út kvíarnar, út fyrir Kristjaníu. Ég var jafnvel kominn Þafl er best afl skýla sór á bak við drumbinnl 33. tbl. Víkan 13

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.