Vikan - 15.08.1985, Page 14
kynnt aö varöhaldiö yrði fram-
lengt um 90 daga ef ég játaöi ekki.
Þaö endaði meö því að ég játaöi á
mig sölu á 6—7 kílóum.
Ég var dæmdur í tveggja ára
fangelsisvist en ég áfrýjaöi sem
betur fer og í allt var þetta mál
sex og hálft ár að veltast í réttar-
kerfinu. Þegar dóminum var loks-
ins fullnægt var ég búinn að fara í
meðferð og steinhættur aö drekka.
En þetta er nú ekki einsdæmi á
Islandi. Seinagangurinn er fyrir
neðan allar hellur. Hæstiréttur
lækkaði dóminn niöur í 18 mánuði
og ég bað um aö fá að afplána
dóminn á Kvíabryggju á Snæfells-
nesi. Þá var eitt og hálft ár liðiö
síðan ég hafði verið í afvötnun á
Silungapolli og seinna farið á
Staðarfell.
Hringdi tvisvar í AA
Það var erfið ákvörðun að fara í
afvötnun. Ég var á tímabili í sam-
búð sem gekk náttúrlega ekki því
ég var til dæmis alltaf fullur
þegar ég var í landi. Konan og
fleiri reyndu að hafa áhrif á mig.
Einu sinni þegar ég var alveg aur-
þunnur var hringt á AA-mann sem
sagði mér frá reynslu sinni. En
fyrst hafði þetta engin áhrif á mig.
Hann talaöi til dæmis um að hann
hefði sprautað vodka inn í appel-
sínur til að leyna drykkjunni.
Þetta hafði ég aldrei gert og mér
fannst þessi maður þá vera meiri
alki en ég. Þetta er alltaf gamla
sagan hjá okkur ölkunum; við
viðurkennum aldrei okkar vanda-
mál og erum ánægðari ef við finn-
um einn sem er sokkinn dýpra en
við sjálfir.
En þessi appelsínualki sótti á
mig löngu á eftir þannig að þetta
hafði að lokum tilætluð áhrif. Ég
var farinn að gera mér grein fyrir
því að það var eitthvað að hjá
mér. Ég gat ekki verið lengi í
vinnu og gat til dæmis ekki verið á
sjó nema reykja hass upp á hvem
dag. Þaö var kominn mikill ör-
væntingarbragur á sálarástand
mitt svo ég hafði það á tilfinning-
unni að ég væri að fara yfir um.
Þetta endaði með því að ég
hringdi á skrifstofu AA-sam-
takanna í Tjamargötu. Mér var
boðið að koma þangað.
Þetta varð svolítill brandari út
úr þessu öllu saman. Ég hringdi
sem sagt í AA-samtökin en svo
þegar ég sá húsið í Tjamargötunni
hélt ég að ég væri að villast því ég
haföi alltaf haldið að þetta væri
rónabæli. Nú, ég fór í næsta síma-
klefa og hringdi aftur og ég var
aftur boðinn velkominn. Þá lét ég
sjálfan mig vaða. Ég var boðinn
velkominn í þriðja sinn og fór
strax að sækja fundi. Ég fór síðan
í afvötnun á Silungapolli þremur
Þafl sakar ekki að brýna Ijáinn þó afl maður só hœttur i grasinu.
með menn í vinnu út um alla
Kaupmannahöfn, jafnvel 7—8
menn. Ég var orðinn eins konar
heildsali og keypti kannski inn 5
kíló í einu. Ég sótti efnið sjálfur til
Amsterdam og Rotterdam og
sendi líka reglulega hingað heim
til íslands, aðallega með frökt-
urum. Það var auðveld leið. Ég
seldi líka í Svíþjóð og þar var ég
handtekinn með 300 grömm á mér
árið 1976. Ég sat inni í þrjá
mánuði, fyrst í einangrun í tvær
vikur. Múrarnir hindruðu ekki
fangana að dópa sig; þaö var
meira að segja dílað mikið í fang-
elsinu.
Úr öskunni í eldinn
Öll þessi ár fannst mér þetta
vera töff, maður vildi láta lífið
snúast um þetta og var í uppreisn
gegn lögunum og samfélaginu al-
mennt. Nú er ég eldri og reyndari
og veit betur. En á meðan ég var
að vasast í þessu var ég alltaf að
leika mér í bófahasar. Maður varð
líka að láta sér þetta vel líka;
þetta var atvinnan og lifibrauðið.
Ég var oröinn verulega háöur víni
og stuði og ég fjármagnaði eigin
neyslu með sölu. Þetta togaði
hvað í annað og var í raun og veru
algjör vítahringur. Þaö var búiö
að vísa mér úr Svíþjóð og raunar
frá Danmörku líka í fimm ár. Ég
var sendur heim á kostnað ríkis-
ins. Það var bannaö að afgreiöa
mig um áfengi í flugvélinni. Þá
vissi ég hvað klukkan sló. Islenska
fíkniefnalögreglan tók á móti mér
í Keflavík. Þaö hafði komist upp
að ég hafði stundað hasssmygl svo
ég fór þarna í raun og veru úr ösk-
unni í eldinn. Þá sannaöist enn
einu sinni seinagangurinn í ís-
lenska dómskerfinu. Ég var fyrst
settur í gæsluvarðhald í 34 daga.
Ég neitaði öllu fyrstu þrjár
vikumar. En þegar gæsluvarð-
haldið var að renna út var mér til-
14 Víkan33. tbl.