Vikan


Vikan - 15.08.1985, Síða 49

Vikan - 15.08.1985, Síða 49
við hverjum brandara sem hann sagði. Heiðna fór að líta jákvæðari augum á Robert. «-/óbert beið með að láta til skarar skríða þar til kvöld nokkurt er þau höfðu verið saman á jóladansleik. Rjómagult tunglið var eins og lótusblóm á himninum. Hann sá um að kampavínsglas Heiðnu varð aldrei tómt, og hún var nokkuð vel við skál þegar þau óku aftur heim. Hún slagaði lítið eitt þegar þau gengu að lyftunni og Robert lagði arminn verndandi utan um hana á meðan þau biðu. ,,Káta nótt! Gleðilega nótt! Góðu jól! ’ ’ sönglaði Heiðna og það virtist ofur eðlilegt að kyssa hann góða nótt. Síðan fór hún inn í herbergið sitt, kastaði öllum fötunum sínum á gólfið, datt niður á rúmið og var sam- stundis sofnuð. Innar í ganginum lagaði Robert á sér japanska kímonó- inn, sem hann hafði fyrir nátt- slopp, hnýtti fast á sig lindann og gekk síðan ákveðnum skrefum inn til Heiðnu. Heiðna vaknaði morguninn eftir og hugsaði eins og svo margir aðrir á undan henni: , ,Hvað hef ég gert? Robert lagði sig eftir þetta fram við biðilshlutverkið á hefðbundinn og ákafan hátt og bak við tjöldin ljómaði faðir hans af ánægju. Hann keypti yndislegar gjafir handa Heiðnu, litla, bjöllulaga gull- eyrnalokka, þumalfingurstór- an, purpurarauðan ametyst, sætan, lítinn apa í rauðum jakka sem Heiðna var ekki sein á sér að klæða angaskinnið úr. Heiðnu sjálfri til nokkurrar furðu voru hún og Robert gefin saman í breska sendi- ráðinu tveimur mánuðum seinna. Faðir Roberts gaf henni ljósbláan Rolls Royce í brúðar- gjöf- Um leið og brúðkaupsveislan var afstaðin tók hjónabandið að stefnaí óefni. fJX t/eiðn /eiðna hafði aldrei haft ofuráhuga á kynlífi svo í fyrstu taldi hún að Robert þyrfti bara að fá æfingu. En það var ekki rétt. Tveimur mánuðum eftir brúðkaupið sagði hún spyrjandi við hann: „Gætir þú ekki beðið eftir mér?” Hann stífnaði strax upp, sagðist ekki vita hvað hún ætti við og sakaði hana um að vera kynköld. í vinsamlegum tón samsinnti Heiðna að svo gæti verið. ,,Það hefur bara ekki reynt á það enn,” bætti hún við. Robert varð fjólublár af reiði. Hann vitnaði í Kinsey- skýrsluna og sagði að það tæki meðalmann tvær og hálfa mín- útu að ná fullnægingu sem hann renndi augum yfir fimm blaðsíður af ásökunum, skrif- aðar með snyrtilegri, smágerðri rithönd Kötu. Hver einasti stafur var skýr og afmarkaður, engar slaufur á leggjunum eða neins konar útflúr og sársauki í hverri línu. Robert setti bréfið I innri vasann á fötunum sínum og seinna reif hann bréfið á skrifstofunni sinni. f/X/m kvöldið sagði hann Heiðnu með sama átak- anlega sorgarsvipnum og hann setti upp þegar hann sagði henni frá brottför Kötu að þýddi að hún fengi þrjátíu sek- úndum meira en meðalmann- eskjan. Heiðnu langaði til þess að ræða um þetta við einhvern en hún var of feirnin. Hún óskaði þess innilega að hún gæti talað við Kötu og spurt hvort þetta hefði verið eins hjá henni. Heiðna gæti alveg spurt Kötu vegna þess að hún var of örvæntingarfull til þess að fara hjá sér og hún taldi að ef Kata vissi hvað henni leið hræðilega þá myndi hún ekki hafa neitt á móti því að tala um það. En Kata hafði ekki svarað neinu bréfi frá henni. Staðreyndin var sú að Kata hafði skrifað Heiðnu heiftar- legt bréf þegar hún frétti það að vinkona hennar hefði gifst Robert. En Robert hafði þekkt rithönd Kötu og tekið bréfið af silfurbakkanum I forstofunni. Hann reif það upp með vísi- fingrinum og hnussaði þegar hann hefði fengið stutt bréf frá Kötu þar sem hún vonaði að hann fyrirgæfi henni og iéti fortíðina gleymda og grafna og að hún væri nú hrifin af undir- foringja sem héti Jocelyn Rick- etts og vonaðist til að verða brátt hermannsfrú. Heiðna bað ákaft um að fá að sjá bréfið. Robert leitaði I vösum sínum og sagði með mæðuandvarpi að hann hefði gleymt því á skrif- stofunni, hann kæmi með það heim annað kvöld. Næsta kvöld sagðist hann bara því miður hafa gleymt fjárans bréf- inu og Heiðna hlyti að skilja að hann hefði ýmsu merkilegra að sinna en nokkrum línum frá konu sem hefði sært hann svo djúpt. Heiðt.a bað aldrei aftur um að fá að sjá bréfið en nokkrum dögum síðar — þó Robert hefði sagt henni ákveðið að gera það ekki — læsti hún sig inni I ljósbláa baðherberginu um leið og Robert var farinn á skrifstofuna' og pantaði símtal til Waltonstrætis. Eftir fjóra og hálfa klukku- stund náðist samband en þá svaraði enginn. Það eina sem Heiðna heyrði var lágværa hikstið I gamla, þunglamalega, svarta símanum þúsundir mílna I burtu. Hún pantaði strax annað símtal og þurfti aftur að blða I fjóra tlma og enn svaraði ekki. Heiðna þorði ekki að panta enn eitt símtal vegna þess að Robert var vænt- anlegur heim á hverri stundu en hún hringdi aftur morgun- inn eftir. 't> að kom ekkert svar frá Waltonstræti. Þriðja daginn pantaði Heiðna slmtal til móður Kötu. í þetta sinn var biðin aðeins tveir og hálfur tími og móðir Kötu svaraði sjálf við fjórðu hringingu. Hún var einkenni- lega stíf og kurteis og sagði að Kata væri I Skotlandi með vin- um sínum. Já, alveg ágætt. Já, hún og herra Ryan höfðu það llka aiveg ágætt, þakka þér fyrir! „Heldur þú að þú getir fengið Kötu til þess að skrifa mér, eða hringja?” spurði Heiðna. Það varð þögn. Það brakaði á línunni. Síðan sagði frú Ryan hratt: ,,Ég held að Kata vilji aldrei framar heyra frá þér. Eða Robert. Vinsamlegast láttu hanaífriði.” Síðan lagði frú Ryan varlega niður símtólið og ætlaði sér hreint ekki að koma dóttur sinni I uppnám með þvl að segja henni að Heiðna hefði hringt og beðist fyrirgefningar. Það var naumast að þessi stúlka var ósvífin! Á fyrsta brúðkaupsafmæli Heiðnu var hún búin að heyra svo mikið um Kinseyskýrsluna að hún taldi eins gott að ganga úr skugga um hvort hún væri I rauninni kynköld. Þvl fór hún að halda fram hjá með tennis- kennara, hressum og kátum ít- ala, miklum nautnamanni, 33. tbl. Vikan 49 !

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.