Vikan - 15.08.1985, Page 52
Barna-Vikan
Umsjón: Guðrún
f
f
Glaðir Grænuborgarar
í síðustu Barnaviku lofuðum við því að heilsa upp á
hressa krakka í þessari og næstu Vikum. í þessari Viku
birtum við myndir af glöðum Grænuborgurum en
Barnavikan fór í heimsókn í leikskólann þeirra á dögun-
um. í næstu Viku fáum við svo heila opnu, já litopnu, í
blaðinu og birtum dagbók tveggja 10 ára stráka úr fót-
boltaferðalagi til Vestmannaeyja. Og í þarnæstu Viku er
dagbók stráks sem fór í sumarbúðirnar í Vatnaskógi í
sumar. Sem sagt, nóg af hressum krökkum í þessari og
næstu Barnavikum.
En fyrst eru það glöðu Grænuborgararnir:
Það er sko ekkert smávegis sem rólan á Grænu-
borg kemst — upp fyrir Hallgrimskirkju eða
þannig, sko...................
Arnheiður var i leikskólanum eftir hádegi, á Sólskinsdeild. „En ág er að hætta áður en sumarfríið
kemur af því að ég á að fara i sex ára bekk bráðum og þá get ég ekki verið í leikskóla lika. Ég fer í
Austurbæjarskólann sem er hérna rétt hjá."
Breikarinn hann Davíð tekur hér utan um vinina Heiðar og Bjössa. Þeir eru
allir á Mánadeild.
52 Víkan 33. tbt.
„Megum við svo sjá myndina?" spurðu þessir glöðu Grænuborgarar á
Sólskinsdeildinni. „Hún Anna, sem situr við gluggann, gaf okkur köku af
því að hún var að hætta."