Vikan


Vikan - 29.08.1985, Blaðsíða 19

Vikan - 29.08.1985, Blaðsíða 19
eftir Brecht. Hin persónan á óskarullulistanum er Oscar Wilde, en ég hef mikið dálæti á honum sem orðskviðahöfundi og per- sónuleika. Það versta er að honum hef- ur varla verið komið á fjalirnar í leik- riti svo heitið geti. Ég á reyndar eitt leikrit í fórum mínum um Wilde en það er heldur á fölsku nótunum — þannig að ég leik kallinn líklega ekki á næst- unni.” — En þig langar ekki til aö gera allt annað en að fást við leiklist — til dœmis að verða barnakennari eða fara í fram- boð? „Nei, því að í gegnum leiklistina kemst ég beint og óbeint í tengsl við svo marga ólíka þætti þjóðfélagsins og atvinnulífsins — kynnist mismunandi atferlismynstri og skaphöfn hinna ólík- ustu manngeröa — og slík forréttindi get ég ekki neitað mér um meðan leik- listin býðst.” — En að fara eina ferð með fraktara? „Ég veit ekki hvar ég ætti aö finna tíma til slíkrar reynslu. Svo er ég hka sjóhræddur eymingi. Annars verð ég að segja eins og er að leiklistin er áhugamál mitt númer eitt, tvö og þrjú — svo það kemst nú fátt annað að hjá mér. Þetta er líka starf sem skapar ht- inn aukatíma til annarra þanka — þú skilur það ekki eftir á skrifborðinu eða geymir það niðri í skúffu meðan þú sinnir öðru. Starfið fylgir þér heim — ef þú ferð yfirhöfuö nokkum tíma heim — og þaðan inn í draumalöndin. Draum- farir mínar tengjast iðulega starfi mínu þegar annað kemst aö fyrir flug- slysum, sem mig dreymir nokkuð reglulega. Einhvem tíma komst blaöamaður þannig að orði að ég væri það sem kah- að hefur verið fageðjót — þetta var eftir aö ég haföi verið með einhvem belging og vaðal á síðum blaðsins. Lík- lega hefur maðurinn haft rétt fyrir sér.” — En hvaða áhugamál hefurðu önnur en starfiö? „Ég hef ótrúlega mörg áhugamál sem ég vildi óska að ég hefði meiri tíma tU að sinna — nú, og það dúkka upp frístundir stöku sinnum.” — Ég hef heyrt aö þú sért hamhleypa til vinnu. Hvað sefurðu marga tíma á sólarhring þegar þú ert í ham? „Þú ert nærgönguU, þykir mér. Æ, veistu, það væri svo tilgerðarlegt aö segja frá því og virkaði svo ósannfær- andi að þaö mundi ekki nokkur hræða trúa því. Eins kynni það að hljóma eins og ég væri að verðlauna sjálfan mig fyrir að vera eitthvert „uník” frík í vinnu.” — Svona, láttu það flakka. „Ja, ég þarf svo sem ekki að draga neina fjöður yfir það að ég vinn ævin- lega langan vinnudag og tek skýrt fram að ég er síst aö kvarta því ég hef mikla ánægju af vinnunni — svo nálg- ast nautn. Nú, þegar sá gáUinn er á mér munar mig ekki um að vaka þetta 22 tíma á sólarhring — í nokkurra vikna períódum — eða þá skeUa á einni góðri sessjón ef ljúka þarf einhverju, sem ekki þoUr bið, og vinna í svona þrjá, fjóra sólarhringa samfleytt. ÆtU ég sé ekki þaö sem sumir kaUa „workohoUc”. En, nota bene — eins og ég sagði áðan þá er eg ekki að betla samúð — þú spurðir og þetta eru ein- faldlega mínar ær og kýr. ’ ’ — Hvað tekuröu þðr fyrir hendur þeg- ar þú ert búinn með Faeta liði? „Það eina sem mér er kunnugt um er að ég mun lenda aftur í gyðinglegu gervi bak við búðarborðiö í „Litlu hryUingsbúðinni” því þaö á að taka stykkið upp aftur í haust. Þess utan hef ég ekki hugmynd um hvaö ég kann að taka mér fyrir hendur og það finnst mér fjári þægUeg tilfmning eftir þetta langa sessjón við leUcstjórn. Ég hef aUtaf verið kóngsins lausamaður og fmnst brúklegast að plana ekki meira en 2—3 mánuði fram í tímann. Ég vU síður binda mig í ákveðnu músarhlut- verki undir ákveðnum f jalaketti.” SKÍTUR OG KANILL — Þig hefur ekki langaö til að verða al- gjörlega sjálfstaaður og stofna þitt eigið leikhús eða jafnvel sjónvarpsstöö? „Leikhús, sem lýtur í öUu vUja og metnaöi þeirra Ustamanna er við það starfa, er, held ég, draumur flestra aktífra leUchúsmanna og auðvitað langar mann aUtaf í aukið frelsi og svigrúm en þetta verður því miður, þegar til lengdar lætur, ævinlega spurning um f jármagn. Og það vita aU- ir nema þeir sem hreinlega vUja ekki vita það. LeikUst er með illu móti hægt að fremja í litlum stúdíóum, hvar aftur á móti er hægt að stunda flesta aöra Ustsköpun, svo sem ritstörf og málara- Ust. Leikhús þarf rými í öUum skiln- ingi þess orðs. Ríkið veitir Utlu fjár- magni tU leikUstarstarfsemi — í raun- inni skítur og kanUl sem þaðan kemur. Nei, þaö virðist því borðleggjandi, hvort sem okkur Ukar betur eða verr, aö við verðum að sækja guU í greipar einkaaðUa. Ég bukka mig fyrir tilraun sem gerö var síðastUðmn vetur meö svokaUað kommersíal leUchús, þó svo í prinsippinu sé ég ekki fuUkomlega sammála þess konar leUchúsrekstri í öUum aðalatriöum.” — Áttu við Hitt leikhúsið? „Nema hvað! Og þannig gerast kommersíaUeUchúsin úti í hinum grænu löndum. TU Litlu hryUingsbúð- arrnnar var stofnað á afar vandaöan og professional hátt, markið sett hátt og ekkert tU sparaö á þeim póstum sem önnur leUchús hér á skerinu eru oftast nauðbeygð tU að spara á. Nú, hryUingurinn virkaði — gerði sig — trekkti — og þá kemur að því að þar voru Uka gífurlegir fjármunir í spU- inu.” — Hvað fœr fjársterka aðila til að leggja i púkkið? „Hugsanlega — ég segi hugsanlega jákvætt hugarfar og jesúkomplex ríka mannsins í bland við mögulegan áhuga á fyrirbærinu. Nú, og prófitt ef sýning- in gengur og hér er ég ekki að tala um einangraö fyrirbæri — þaö er upp- færslu HryUingsins — heldur komm- ersíal leUchús generalt, Broadway í New York, West End í London. Þetta getur Uka veriö hugsanleg lausn fyrir íslensk leikhús og íslenska kvik- myndagerð ef hvort tveggja á ekki endanlega að snúa upp tánum. Á þess- um krepputímum hugnast mér einna best hugmynd Þorsteins Jónssonar kvUcmyndaleikstjóra í þá veruna aö fjársterkum aðUum verði gert kleift að veita fjármagni í íslenska kvUcmynda- gerð (og hér vil ég að sjálfsögðu bæta viö: Og tU leUchússreksturs) og þetta fjármagn verði gert frádráttarbært til skatts. Hver svo sem afstaöa auð- manna á tslandi kann að vera í garð áöurnefndra Ustgreina ætti skattafrá- drátturinn að verða hvatning. — Ertu ekkert hræddur um að þeir sem hafa seðlana vilji lika hafa áhrif á það hvað verði gert við þá? „Jú, þannig hefur það oft vUjaö verkast, a.m.k. í henni Ameríku, en þaö setur nú ekki að mér meiri ótta viö sensor auðmannanna en svo að ég er smeykari við fjárhagsástand þessa vafsturs okkar tslendmga við leikhús og kvUcmyndagerð eins og það er í dag. LeUcarafólk og filmusmiðir verða að draga fram Ufiö eins og fleiri og núver- andi ástand neyöir þessa aðUa oft til aö leigja sálina í aUs kyns vafasamt kukl þó aö það brjóti í bága við samvisku þeirra og metnað.” TILLONDON í LEIKHÚS — Leiklistarstarfið er þá enginn dans á rósum? „Þaö virðist sem svo að sumir, kannski þeir sem láta heillast af leik- húsúnyndinni, sjái þessi störf fyrir sér í einhverri rómantískri birtu sam- kvæmt erlendri fyrirmynd. Nú, svo eru þá kannski hinir sem reyna að koma fránu auga á djammúthverfuna — sukkið — en ég get með sæmilega góðri samvisku upplýst að staöreyndin er og verður ævinlega sú að lítill tími skap- ast aflögu tU að sinna hinni „hoUý- wúddísku” hUð málsins. En auðvitað koma uppskeruhátíðir öðru hverju en þá er kannski búið að róa í margar vik- ur samfleytt. — Feröu þá til Ibiza? „Nei, biddu fyrir þér. Ég fer af ígró- inni íhaldssemi til London til að skoða leUchús, helst árlega, og er þá nokkrar vUcur og sé þá að jafnaði tvær sýnmgar á dag. Það finnst mér fjári gott árlegt endurhæfingarnámskeið.” — Finnst þér fólk líta á leikhúsfólk sem einhverjar furðulegar verur? „Æ, ég veit það ekki. Líklega get ég þó ekki neitaö því.. . Annars vU ég gera orö Guörúnar Ásmundsdóttur leUckonu aö mínum hvað þetta varðar. Svipuð spurning var lögð fyrir hana í blaðaviðtaU fyrir nokkrum árum og hún svaraöi einhvern vegrnn á þessa leið: „Nei, nei, við leikarar erum ósköp hvundags.” Þetta er mergurmn málsms enda virðast margU- verða fyr- ir stórkostlegum vonbrigðum þegar þessar manneskjur, sem láta óUklega uppi á sviði, koma fram á götunni Þarna eru greinUega emhverjar vænt- ingar í gangi,” Gísli kUnir og deplar auga. — Gísli, þú ert með þann kæk að depla öðru auganu i sífellu. Hefurðu ein- hverjar skýringar á því? „Depla öðru auganu!! Þú ert tillits- samur! Það er nú einn smálegasti kækurinn minn af mörgum. Foreldrar mínir höföu áhyggjur af þessu þegar ég var ungur drengur og það var farið með mig til sálfræðings. Hann sendi mig hins vegar til augnlæknis. Sá komst að þeirri niðurstööu aö ég væri með sjónskekkju og ég fékk gleraugu. Þeir sem vísuðu mér úr leiklistarskól- anum hér um árið hefðu kannski frek- ar átt að senda mig til augnlæknis en sálfræðings?” 35. tbl. Vikan 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.