Vikan


Vikan - 10.10.1985, Qupperneq 14

Vikan - 10.10.1985, Qupperneq 14
flokki sendiráöa í Washington er skrifstofuhúsnæði Sovétmanna. Þeir fengu fyrir nokkrum árum úthlutaö lóö undir gríöarmikla skrifstofubyggingu á horni Wisconsin Avenue og Tunlaw Road. Þetta væri svo sem ekki í frásögur færandi ef svo vildi ekki til að lóðin, sem um ræöir, er nákvæmlega þar sem Wisconsin Avenue ber hvaö hæst. Þannig hafa Sovétmenn feiknagott útsýni yfir höfuðborgina. Þessu útsýni fylgir svo vitaskuld sá kostur að allur tæknibúnaður nýtist ótrúlega vel. Sovétmenn hafa reist stórhýsi á lóö sinni. Umhverfis lóöina er svo rammgerð víggirðing sem óneitanlega vekur athygli vegfar- enda. Það vekur furðu að sendi- menn ríkis, sem í ven.julegum skilningi yrði talið óvinveitt, skuli fá að hreiðra um sig svo sem hér hefur gerst. Sérstaklega verður málið athyglisvert þegar um er að ræða Sovétmenn og borgin er höfuðborg sjálfra Bandaríkja Norður-Ameríku. Bandaríkjamenn í dalverpi Mjög treglega gekk að afla upp- lýsinga um hvernig það hefði bor- ið að að Sovétmönnum var úthlut- að lóð á þessum einstaka stað. Viðmælendur blaðamanns í bandaríska utanríkisráðuneytinu vildu ófúsir ræða þetta. Einn upp- lýsti þó að Bandaríkjamönnum hefði um svipað leyti veriö úthlut- að lóð í Moskvu. „Sú lóð var reyndar í dalverpi samanborið við lóöina á Visconsin,” sagði viömæl- andinn. Upplýsingar um fjölda sovéskra starfsmanna í Washington lágu heldur ekki á lausu, ekki vegna þess að þær séu í eðli sínu leynileg- ar heldur einfaldlega vegna þess að starfsmenn utanríkisráðu- neytisins eru mjög varkárir um leið og minnst er á Sovétmenn. 750 Sovétmenn Skorður voru settar við fjölda sovéskra starfsmanna fyrir tæp- um tíu árum. Þeir munu nú vera um 300 talsins, bæði á vegum sendiráösins og undir ýmsum öðr- um titlum, svo sem verslunarfull- trúar og þess háttar. Þessi tala þýðir að ef fjölskyldur eru taldar meö eru starfsmenn Sovét- ríkjanna, búsettir í Washington, um 750. Innan girðingarinnar við Wisconsin er rekinn sérstakur skóli fyrir börn þessa fólks og Massachusetts númer 2419: Sendiráð Zambiu, í eina tíð hús frægs rithöfundar. Númer 1746 við Massachusetts: Kanadiska sendiráðið. Húsið var reist af milljónamæringi eins og fleiri sendiráð. ýmis önnur þjónusta á sovéskan máta. Byggingin á Wisconsin Avenue hýsir ekki höfuðstöðvar sendi- ráðsins. Þær eru eftir sem áður til húsa í gömlu og viröulegu húsi á 16. stræti í nágrenni við Hvíta hús- ið. Auk þess hafa Sovétmenn þrengri aðsetur víðar um borgina. Kínverjar beittu öðrum aðferð- um en Sovétmenn. í stað þess að byggja stórhýsi gerðu þeir sér lítiö fyrir og festu kaup á heilu hóteli, Windsor Park á Connecticut Avenue númer 2300. Lýðveldið Ísland Og fyrst atburðarásin hefur færst yfir á Connecticut Avenue er rétt aö geta þess að þar er sendi- ráð lýöveldisins íslands. Við núm- er 2022 er mjóslegið hús á þremur hæðum. Islenska skjaldarmerkið blasir við á húsveggnum og lítið skilti við innganginn getur þess að þarna sé skrifstofuhúsnæði sendi- ráðsins. Innandyra eru þröngir og bratt- ir stigar, íslensk dagblöö og lipurt starfsfólk. Annars er Connecticut ekki aöalsendiráðagatan. Massachu- setts Avenue er venjulega kölluð Embassy Row (sendiráöagatan). Þar er kanadíska sendiráðið núm- er 1746, í húsi sem upphaflega var reist af milljónamæringi eins og fleiri hús sem nú hýsa sendiráð. Ástralska sendiráðið er númer 1601 við sömu götu. Á því blasir við útfærð mynd af skjaldarmerki þjóðarinnar með myndum af áströlskum dýrum. Sendiráð Zambíu ber númerið 2419. Þar bjó í eina tíð rithöfundurinn Mary Roberts Rhinehart. Hún skrifaði margar sögur sínar á meðan hún bjó í húsinu, á árunum 1910 til 1938. Ein þeirra ber nafnið Hringstig- inn. Enginn slíkur stigi er hins vegar í sendiráðinu eftir því sem næst verður komist. Autt og yfir- gefið húsnæði íranska sendiráðs- ins er við Massachusetts Avenue númer 3005. Á sínum tíma var það þekkt af samkvæmishaldi og síðar af mótmælum og óeiröum í ná- grenni þess. Og af því aö það teng- ist sendiráðum verður að segja söguna af De Gaulle. Hann var þá staddur á heimili franska sendi- herrans í Washington. Hann leit út um gluggann og lýsti þeirri skoð- un sinni aö sér þætti sérlega við- eigandi að Frakkar hefðu svo góö- ar og víðáttumiklar lendur um- hverfis bústaö sinn í Washington. Enginn þorði að segja honum að hann væri að horfa yfir Rock Creek Park sem liggur þvert í gegnum alla borgina. 14 Vikan 41. tbl
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.