Vikan


Vikan - 10.10.1985, Side 25

Vikan - 10.10.1985, Side 25
Eldhús Vikunnar Smjörsteikt grænmeti Mörgum sem þykir hrátt grænmeti gott er meinilla við það soðið. En það getur verið erfiðleikum bundið að bera fram mikið af hráu grænmeti með mat (nema þá niðurrifið eða skorið í salati). Hafið þið til dæmis prófað að stinga gaffli í hráa rófu? En hvernig væri að fara milliveginn. Grænmetið er þá snögg- soðið eða steikt. Við það verður það mýkra en þó enn stökkt undir tönn og ferskt á bragðið. Hvítkál, blómkál, gulrætur, rófur, sveppir, 3 msk. smjör, salt. Takið eitthvað af þessu grænmeti eða allt og skerið í fremur þunnarsneiðar. Bræðið smjörið á pönnu, stillið á miðlungshita. Bregðið græn- metinu á pönnuna og látið stikna í um 3—5 mínútur. Snúið oft með spaða. Bragðið til að kanna hve stökkt grænmetið á að vera aðykkarsmekk. Saltið dálítið. Rækjusúpa með karríi Þetta er afskaplega fljótlagaður réttur en þó herra- mannsmatur og hentar sem forréttur í matarboði, aðal- réttur þegar ætlunin er að þorða eitthvað fljótlegt og gott, að ekki sé minnst á hvað þetta er góður nátt- verður í góðra vina hópi. Fyrir3—4: 3 msk. smjör eða smjörvi 3 msk. hveiti 1 msk. karrí 1 iítri vatn 2 dl rjómi (eða mjólk, sem þó gerir ekki sama gagn) 2 fisksúputeningar (eða kjúklingateningar) 1—2 msk. sérrí (má sleppa) rækjur eftir smekk og efnum, þó varla minna en 1 bolli og meira en 3 bollar 1 msk. estragon (þurrkuð, græn kryddjurt eða annað grænt, svo sem steinselja) Takið fram góðan, þykkbotna súpupott. Bræðið smjörið og stráið karríinu yfir. Gætið þess að minnka hitann svo ekkert brenni nú við. Stráið hveitinu yfir og hrærið saman við. Hækkið hitann aftur á mestan straum. Hellið vatninu í pottinn og þeytið af öllum kröftum með sósuþeytara svo blandan verði kekkjalaus. Hellið rjómanum út í. Bætið súputeningunum í pottinn og látið þá leys- ast upp. Setjið síðan rækjurnar út í (ef þið hafið lítinn tíma er í lagi að segja þær frosnar út í). Setjið að síðustu sérríið saman við og stráið kryddjurtunum yfir. Látið þetta malla í svona fimm mínútur. Ágætt meðlæti eru brauðsneiðar sem rifnum osti hefur verið hrúgað á og stungið undir grill eða í heitan ofn þar til osturinn er orðinn gulbrúnn. Til þess að setja punktinn yfir i-ið er mjög gott að setja vænan topp af hálfþeyttum rjóma út á súpuna og/eða rifinn ost. 41. tbt. Vikan 25

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.