Vikan

Tölublað

Vikan - 06.03.1986, Blaðsíða 22

Vikan - 06.03.1986, Blaðsíða 22
»TufiM*wœri« counu>-r_ WRTBJSau UUtiHtUNCWr THEMUKSAaK NCHMfiJOfiOM fiCMHUkUSJfi tUUCSOfiW. ÆUHWMiTCxeSi. ----------■niTXM. URfN8*0- —:ifan«o«».! *-TMO KSTtfi.UMHNa fiJfiMM nitíe easy nitíen PETER FONDA • DENNIS HOPPER PFTER FONDA OENNIS HOPPER DENNIS HOPPER muiiini TERRY SOUTHEHN PETERFONDA VVli l IAM IIAYWARD BEH T SCHNblDER EFTIR HILMAR KARLSSON ISLENSKUR TEXTI ISLENSKUR TEXTI -Arstíð Ottans KutRussfll MaríelHenánway THE MEAN SEASON VAFASÖM FRÆGD * * ÁRSTÍÐÓTTANS (THE MEAN SEASON) Lcikstjóri: Philip Borus. Aóalhlutvcrk: Kurt Russcll, Marid llcm- ingway og Richard Jordan. Sýningartimi: 104mín. Arstið óttans er sakamálamynd þar sem morðinginn gerir blaðamann að einum þátttakanda í röð morða sem hann frem- ur. Morðinginn hrífst af hvernig blaða- maðurinn Malcolm Anderson (Kurt Russell) segir frá morði einu. Morðinginn. sem vill að fylgst sé með röð morða sem hann ætlar að fremja, gerir Anderson að tengilið sínum við fjölmiðla, segir honum i hvert skipti sem morð hefur verið framið og segir honum Ijölda þeirra sem hann ætlar aðmyrða. Anderson gerir sér mat úr þessum við- ræðum og brátt er hann orðinn þekktur og er ekki laust við að það stígi honum til höfuðs. Allavega er það álit unnustu hans, Christine Connelly (Mariel Heming- way). Afram halda þeir sambandi sinu, morð- inginn og blaðmaðurinn. Þrátt fyrir ýmsar upplýsingar gengur lögreglunni litið að komast að hver morðinginn er og fer það svo að þrátt fyrir frægðina fer Anderson að óttast að hann geti verið á lista morð- ingjans. Morðinginn, sem er ekki alltof hrifinn af því að öll athygli er að beinast frá honum að blaðamanninum, rænir Christ- ine og hefurá brott með sér.... Það er þónokkur spcnna í Árstíð ótt- ans. Oft er sú spenna samt byggð á fölsk- um forsendum og kemur söguþræðinum Jítið við. Það sem aftur á móti heppnast best eru símaviðræður morðingjans og blaðmannsins og atburðarásin í kringum þær. Þónokkuð er um lausa enda í hand- riti, atriði sem litlar skýringar cru gefnar á. Hvaðan kom síðasta fórnarlambið sem líktist morðingjanum nógu mikið til að hægt var að halda að morðinginn væri dauður og af hverju veitti fyrsta fórnar- lambið enga mótspyrnu? Ef menn geta leitt slík atriði hjá sér má hafa gaman af myndinni. HETJUDÁÐ (HEARTOF A CHAMPION) Lcikstjóri: Ralph Thomas. Aðalhlutverk: Eric Fryer, Rolicrt Duvall og Christopher Makcpcacc. Sýningartimi: 94 ntin. Sá ótrúlegi atburður, sem sagt er frá í Hetjudáð, tilraun kanadísks unglings að hlaupa þvert yfir Kanada, er sannur og þætti ekki mjög mcrkilegt afrek cf Terry l-'ox hcfði ekki verið einfættur. Hetjudáð er saga ungs manns sem neitaði að gefast upp fyrir sjúkdómi sem hinum háþróaðti manni hefurekki enn tckist að ráða við. Terry Fox er efnilegur íþróttamaður sem æfir stil't lil að komast i fremstu röð. Það er því reiðariag l'yrir hann og fjöl- skyldu hans þegar hann fær úrskurð lækna um að hann sé mcð krabbamein í hné og að taka verði aðra löppina af honum. Hann bugast þó ckki en heldur áfram líkamsæfingum eins og honum er framast unnt. Hann ákveður upp á eigin spýtur að hlaupa þvcrt yfir Kanada, cinar fimm þúsund mílur. í leiðinni hyggst hann safna peningum sem ciga að fara lil rannsókna á krabbameini. Þrátt fyrir viðvaranir allra hcfur hann hlaupið á Nýfundnalandi. í fyrstu er honum lítill gaumur gclinn en þcgar honum berst aðstoð og farið er að skipuleggja hlaupið fyrir liann, svo ttð sem mest megi bera úr býtum, kcmst skriður á hlutina og brátt eru ttllir Kanadamenn farnir að fylgjast mcð þessum ótrúlega afreksmanni. Jvegar tvcir þriðjn leiðarinn- ar cru að btiki fær httnn tilkynningu frá læknum um að krabbameinið hafi tckið sig uppaftur... Hetjudáð er áhrifamikil kvikmynd og einstæð saga afreksmanns sem neitaði ttð gefast upp. Það sem helst má finna að myndinni cr að hún cr alltof löng. Myndin fjallar um eitt hlaup, mikið er um endur- tekningar og sjálfsagt hefði klukkutíma sýningartími verið nægur. Þá hcl'ði mynd- in einnig sloppið við að vera væmin. En hctjudáð Terry Fox er samt mikil og barátta hans gcgn hættulegum sjúkdómi ætti að vcrða öðrum fqrdæmi. Fof rsportef Mafcokri Andartoa 'ni the story of ■ Sfítime. But gotting it coutó costhimhb ONEMANJURY ENGIN MISKUNN DRAUMUR1111‘PANNA * * EASY RIDER I.eikstjóri: Dcnnis llopjKT. Aðallcikarar: Petcr Fonda, Dcnnis lloppcr og Jack Nicholson. Sýningartinii: 94 niín. Peter Fonda og Dennis Hopper gerðu Easy Rider 1969, þegar hippatímabilið var í algleymingi. Myndin hitti beint í mark hjá unga fólkinu og varð til þess að auka enn meira dýrkunina á kommúnulifnaði, hassreykingum og frjálsum ástum. Þegar horft er á myndina sautján árum seinna er greinilegt að hún hefur elsl illa þegar söguþráðurinn er hafður i huga. Samt má hafa gaman af kvikmyndinni sem slíkri. Mörg atriði eru ágætlega gerð og leikur Jack Nicholson er enn sem fyrr óborganlegur. Hræddur er cg samt um að unga fólkið í dag brosi út í annað og finnist litið til um hippana scm þarna koma fram. Easy Rider fjallar um tvo unga menn sem Pctcr Fonda og Dennis Hopper leika og ferðalag þeirra á mótorhjóli þvert yfir Bandaríkin. t>eir eru sánnir hippar, lifa fyrir líðandi stund og hafa lítið álit á lögum og rcglum. Margl kostulegra pcrsóna verður á vegi þeirra á fcrðalaginu og eins og áður sagði er virkilcga gaman að nokkrum atriðum. Þegar Easy Rider kom á markaðinn bjuggust flestir við að tvær nýjar sljörnur væru fæddar, Peter Fonda og Dennis Hopper, en sú varð þó ekki raunin. Óheilbrigt líf og misheppnaðar hug- myndir urðu til þcss að þeir féllu ttlveg í sama farið og áður, sem sagt þekktir leik- arar og ekkert méira. Aftur á móti varð Easy Rider til þcss að gera stórstjörnu úr Jack Nicholson, stjörnu sem skín skært enn þann dag í dag. Easy Rider varð til þess á sínuin tíma að óteljandi eftirlíkingar voru gerðar en engin kvikmynd um hippa náði sömu vinsældum cða gæðum og Easy Ridcr. ÓTRÚLEGT AFREK * * SKOTGLÖÐLÖGGA * ENGINMISKUNN(ONEMAN JL RY) Lcikstjóri: Charles Martin. Aðalleikarar: Jack Palance og C'hristophcr Mitchum. Sýningartimi: 87 mín. Jack Palance er einhver frægasti skúrkaleikari kvikmyndanna. Sjálfsagt hefur enginn þekktur lcikari túlkað jafn- fjölbreyttan hóp af skúrkum, allt frá Atla Húnakonungi í geðsjúka morðingja. Alltaf hefur Jack Palance þótt sjálfsagður i þannig hlutverk. Það er því óvænt að lá að sjá hann réttum mcgin við lögin í Engri miskunn, þótt í heild megi segja að persón- an, scm Palance leikur, sé á mörkum þess að geta talist heiðvirður lögreglumaður. Því miður vcrður að segjast að Jack Palancc cr frekar ósannfærandi scm lög- reglumaður enda er handritið svo vitlaust að erfitt cr að fylgjast með hvað er rétt oghvað errangt. Jack Palance leikur lögregluforingjann Wade sem er orðinn uppgefinn á seinvirku og götóttu dómskerfl, þar sem snjall lög- fræðingur fær svo til alla lausa með mælskulist. Wade er á höttunum eftir geðsjúkum morðingja sem gengur laus. Hann hefur þegar myrt fimmtán konur og nauðgað þeim cftir á. Wade kemst á slóð morðingjans fyrir tilstilli glæpafor- ingja nokkurs. Hann ákveður því að gefa dómstólunum frí frá þessu máli og drepur morðingjann. Aðstoðannann hans grunar hvað skeð hefur en lætur sem ekkcrt sé. Það gerir glæpaforinginn al'tur á móti ekki og hótar honum ef hann fái ekki að starfa i friði.... Engin miskunn er að flestu leyti illa gerð kvikmynd, leikur allur er bágborinn og leikstjórn og sviðsetning varla boðlcg. Mikið er lagt upp úr að byggja upp spennuatriði sem eiga að fá áhorfandann til að súpa hveljur en staðreyndin er sú að maður má þakka fyrir að geta haft augun opin meðan á sýningu stendur. ISLENSKUR TEXTl 22 VIKAN 10. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.