Vikan

Tölublað

Vikan - 06.03.1986, Blaðsíða 51

Vikan - 06.03.1986, Blaðsíða 51
P 0 S T U R V t K A N STRÁKA- VANDAMÁL Kæri Póstur! Ég er 18 ára drengur, myndarlegur aö flestra áliti, til dæmis á böllum horfa stelp- urnar mikið á eftir mér. Ég hef til dæmis heyrt stelpur tala um hvað ég sé myndarleg- ur, sætur, kjút og þannig. En gallinn er sá að ég hef aldrei verið með stelpu (en mig langar það MIKIÐ). Það er nefnilega þannig að þegar ég þyrja að tala við stelpur fer ég alltaf hjá mér (það er ekki feimni af því ég er ekki feiminn). Ég bulla bara eitthvað ósjálfrátt og allt fer í klandur og þar af leið- andi vill engin stelpa tala við mig því þær halda bara að ég sé algjör rugludallur. En ég er líka svo kjarklaus í kvennamálum að ég þori til dæmis ekki að bjóða stelpum upp í dans á böllum, hvað þá í bíó eða í bíltúr (en þess má geta að ég umgengst stelpur þónokkuð mikið). Jæja, ég vona að þú getir hjálpa mér í þessu kvenmannsvanda- máli. Spurningar: 1. i pennavinadálki Vikunnar kemur framn að maður eigi að senda tvö alþjóðasvarmerki til ákveðinna klúbba. Spurningin er hvað eralþjóðasvarmerki? 2. Hvar getur maður fengið aukatíma í stærðfræði? 3. Hvert á maður að snúa sér ef maður ætlar að fara til útlanda sem skiptinemi? 4. Hvað er flugnám langt nám? Er dýrt að læra flug? Hvað þarf maður að vera gamall til að læra flug? 5. Hvað framleiðir karlmaður mikið sæði yfirævina? Ergetuleysi háð aldri? Jæja, ég vona að þú birtir þetta bréf þó að ég hafi aldrei sent þér bréf áður. Meðfyrirfram þökk. SPUVA P.S. Þarf að senda nafn og heimilisfang með öllum bréfum? Póstinum finnst mjög líklegt að þú sért feiminn þótt þú haidir öðru fram. Feimni er lúmsk og birtist alls ekki alltaf þannig að maður horfi í gólfið og komi ekki upp orði. Hún getur allt eins orðið til þess að orða- flaumurinn frussist út úr manni, óskipulega og merkingarlaust. eða að maður tali hátt og frekjulega þó manni sé það alls ekki eðlilegt. Hugsaðu þig vel um, er það ekki feimnin sem veldur vandræðum þínum? Þú segist bulla eitthvað ósjálfrátt en ef þú situr á þér og ákveður alltaf hvað þú ætlar að segja við stelpurnar. áður en þú opnar munninn. þá er Pósturinn sannfærður um að bullið hverfur. Oft er nefnilega eins og vandamálin leysist þegar maður ákveður að viðurkenna þau og gera eitthvað til úrbóta. Augnabliks umhugsun á undan hverri setn- ingu er ein leið til að losna við að vera si- fellt að segja eitthvað vanhugsað sem getur virst he/mskulegt. Þú segist vera kjarklaus í kvennamálunum en umgangast stelpur mikið. Pósturinn veit ekki á hvaða vettvangi það er en eflaust gefast þér einhver tækifæri til að nálgast stelpurnar þar. Eftir sameiginlegt starf. til r dæmis í félagsmálum, iþróttum eða öðru. gefst oft vel að segja sem svo: Ég ætla að skreppa á kaffihús (eða eitthvað annað), ertu með? Ef stelpan er ekki til í að koma þá ertu samt ekkert í vandræðalegri aðstöðu þvíþú eða þið félagarnir eruð að fara þangað hvort sem er. Annars finnst Póstinum líkleg- „ ast að þú eigir í litlum erfiðleikum með að bjóða stelpunum í bíó eða bíltúr þegar þú hefur losað þig við feimnina eða samtals- vandræðin sem þú átt í núna. 1. Alþjóðasvarmerki eru nokkurs konar frímerki sem gilda sem greiðsla fyrir þjón- ustu. Þau erhægtað kaupa á pósthúsum. 2. Oft auglýsa kennarar í smáauglýsinga- dálkum eða á auglýsingatöflum I skólum. Einnig gætir þú auglýst eftir kennara og þá þarftu að muna að útskýra hvers konar stærðfræði þú þarft hjálp við. Fyrst skaltu samt athuga hvort stærðfræðikennarinn þinn getur ekki bent þér á einhvern eldri nemanda sem hefur tekið að sér auka- kennslu. það eroftbesta lausnin. 3. Pósturinn veit um tvenn skiptinema- samtök sem starfa hérlendis: Alþjóðleg ungmennaskipti eru í Skátahúsinu. Snorra- braut 60. sími 24617. Hin samtökin heita AFS. þau eru að Hverfisgötu 39. siminn er 25450. Lionsmenn eru með ungmenna- skipti fyrir sína meðlimi og ef til vill eru fleiri samtök, en þessi tvenn fyrstnefndu eru opin öllum. 4. Flugnám er mjög mislangt. lengdin fer eftir því hvað menn ætla sér í fluginu. það er mun fljótlegra að ná sér í einkaflug- mannsréttindi en atvinnuflugmannsréttindi eins og gefur að skilja. Eins er það með kostnaðinn. hver timi kostar sitt, lengra nám þýðir fleiri tímar. hærri heildarkostnaður og meiri réttindi. Flugmenn þurfa að uppfylla mörg skilyrði og þú færð upplýs/ngar um þau og allt annað sem flugnám varðar hjá flugskólunum sem þú finnur auðveldlega í simaskránni. 5. Sæðisframleiðsla karlmanna ermismikil en hver karl framleiðir að meðaltali 50.000 sæðisfrumur á hverri minútu frá því á kyn- þroskaskeiðinu og fram á elliár. Pósturinn yrði marga daga að reikna út hve marga lítra af sæði þessar trilljónir af sæðisfrumum þurfa tilað synda i. Karlmenn á öllum aldri geta orðið getu- lausir um lengri eða skemmri tíma. Sjúk- dómar (einkum sykursýki). drykkjuskapur og sum lyf geta valdið getuleysi en oftast stafar það af áhyggjum. þunglyndi eða stressi og lagast þegar birtir yfir á ný. Og .áhyggjur af getuleysi geta valdið getuleysi svo þær ættu allir að forðast. enda er engin ástæða til að gera ráð fyrir að karlmönnum standi hvenær sem er. P.S. Já. þaðþarfað senda nafn og heimil- isfang með öllum bréfum. en við b/rtum þau gjarnan undirdulnefn/. ALLTAF VERIÐ AÐ STRÍÐA MÉR Halló, elsku Póstur! Ég hef aldrei skrifað þér áður, aldrei lagt í það og þú skilur sjálfsagt að ég geri það í algjörri neyð. Þannig er mál með vexti að ég er mjög ung eða of ung að minnsta kosti. Pyrir tveimur árum var ég hrifin af strák sem var mjög vinsæll þá. Við lékum okkur oft saman og okkur leið vel. Við gerðum prakkarastrik og þess háttar en við vorum það ung að við höfðum ekki og hefðum aldrei haft samfarir. Núna er þessi sami strák- ur mjög óvinsæll og leiðinlegur, og hann reykir. Krakkarnir í bekknum eru sífellt að stríða mér, segja til dæmis „Hvernig var að gera það með X?" eða „Ertu hætt með X?" Þetta finnst mér mjög leiðinlegt og líður vægast sagt hræðilega. Ég hafði ekki sam- farir við hann eða neitt svoleiðis. Okkur þótti bara vænt hvoru um annað, eða það held ég. Nú ersvo komið að bekkjarfélagarn- ir hafa japlað á þessu í eitt ár. Ég er satt að segja alveg að fara að trúa þessu sjálf! Þú, elsku Póstur, ert eina undankomuleiðin og ef þú svarar ekki bráðum þá er ég vís til að viðurkenna fyrir þeim að ég hafi haft sam- farir við hann. Þetta bréf kostaði mig mikið og ég hugsaði út í það áður en ég skrifaði það. Ég vona að þú hjálpir mér, Pósturinn minn. Þín einlæg. Ein ráðalaus sem gefst bráðum upp. Þú ættir endilega að hætta að hugsa um þetta, þetta er ekkert sem máli skiptir. Og vittu til. krakkarnir hætta að láta svona við þig. Pósturinn skilur vel að þér skuli leiðast mjög þessi kjánalega stríðni. en veistu það, þú tekurhana samt ofalvarlega. Krakkareru alltaf að striða einhverjum í tíma og ótíma. Svona stríðn/, eins og þú lýsir henni. er vissulega hvimleið en þú mátt samt alls ekki taka hana of alvarlega. Þú veist að það var ekkert nema saklaust á milli ykkar og það skiptir öllu máli. Auðvitað vita krakkarnir að milli 10-11 ára krakka er aldrei ne/tt meir. Þeim finnst þau hins vegar vera eitthvað meiri með bulli sínu og stríðni. En þau finna það ef þetta fer mjög í þig. Reyndu því fyrir alla muni að láta sem þér sé alveg sama um v/tleysuna í þeim. Þetta er bara barnaskapur og kjánalæti. Ef þú reynir að láta þetta sem vind um eyrun þjóta hættir krökkunum að finnast gaman að striða þér með þessu. L 10. TBL. VIKAN 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.