Vikan

Tölublað

Vikan - 06.03.1986, Blaðsíða 4

Vikan - 06.03.1986, Blaðsíða 4
Jómfrúrvatnið fossar og sólin skín. Jómfrúrvatnið streymir linnulaust og svissnesku skátarnir horfa dolfallnir á Fontana di Trevi. Þeir eru þó ekki með hugann við handbragð Nicola gamla Salvi sem klappaði þennan undurfagra gosbrunn í stein einhvern tíma á átjándu öld heldur tært jómfrúrvatnið sem glitrar í sólskininu. Kverkar þeirra skrælna og jómfrúrvatnið fellur stall af stalii uns það kennir grunns. Á öldum áður þótti tryggt að ferðamenn, sem dreyptu á jómfrúrvatninu í brunninum, vitjuðu Rómaborgar á ný. Ferðahandbækurnar halda því nú blákalt fram að þeir verði að henda smápeningum aftur fyrir sig og hitta ofan í brunninn til að ná sama árangri. Svona vaxa fjaðrirnar og verða að hænsnahóp. Hvar endar þetta? Ástandið er í verunni nægi- lega slæmt. Þyrstir og félitlir skátar veiða smáaura upp úr buxnavösunum, skildingar hringsnúast í loftinu og lenda í iðandi jómfrúrvatninu. Einn endar flug sitt í hnakka roskins Norðmanns sem snýr sér undrandi við eins og hann hafi fengið flugu í höfuðið. Sólin skín. Jómfrúrvatnið rennur án hlés. Það rennur úr lindinni sem ónefnd skírlíf mær fann utan við borgina skömmu fyrir Krist. Það rennur um hlykkjóttar pípur undir steinlögðum götum Rómar í Fontana di Trevi, 90 milljón lítrar daglega. Sviss- nesku skátarnir draga upp fleiri smáaura, snúa baki í gosbrunninn sem laugast í jómfrúrvatni. Þeir rölta í næstu greiðasölu og kaupa sér límon- aði. 4 VIKAN 10. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.