Vikan


Vikan - 06.03.1986, Page 4

Vikan - 06.03.1986, Page 4
Jómfrúrvatnið fossar og sólin skín. Jómfrúrvatnið streymir linnulaust og svissnesku skátarnir horfa dolfallnir á Fontana di Trevi. Þeir eru þó ekki með hugann við handbragð Nicola gamla Salvi sem klappaði þennan undurfagra gosbrunn í stein einhvern tíma á átjándu öld heldur tært jómfrúrvatnið sem glitrar í sólskininu. Kverkar þeirra skrælna og jómfrúrvatnið fellur stall af stalii uns það kennir grunns. Á öldum áður þótti tryggt að ferðamenn, sem dreyptu á jómfrúrvatninu í brunninum, vitjuðu Rómaborgar á ný. Ferðahandbækurnar halda því nú blákalt fram að þeir verði að henda smápeningum aftur fyrir sig og hitta ofan í brunninn til að ná sama árangri. Svona vaxa fjaðrirnar og verða að hænsnahóp. Hvar endar þetta? Ástandið er í verunni nægi- lega slæmt. Þyrstir og félitlir skátar veiða smáaura upp úr buxnavösunum, skildingar hringsnúast í loftinu og lenda í iðandi jómfrúrvatninu. Einn endar flug sitt í hnakka roskins Norðmanns sem snýr sér undrandi við eins og hann hafi fengið flugu í höfuðið. Sólin skín. Jómfrúrvatnið rennur án hlés. Það rennur úr lindinni sem ónefnd skírlíf mær fann utan við borgina skömmu fyrir Krist. Það rennur um hlykkjóttar pípur undir steinlögðum götum Rómar í Fontana di Trevi, 90 milljón lítrar daglega. Sviss- nesku skátarnir draga upp fleiri smáaura, snúa baki í gosbrunninn sem laugast í jómfrúrvatni. Þeir rölta í næstu greiðasölu og kaupa sér límon- aði. 4 VIKAN 10. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.