Vikan

Tölublað

Vikan - 15.05.1986, Blaðsíða 8

Vikan - 15.05.1986, Blaðsíða 8
Ekkert fararsnií á drottningu u Elísabet Englandsdrottning varð nýverið sextug. Þótt hún sé enn langt frá eftirlauna- aldri hafa þær raddir heyrst að réttast væri að hún segði af sér embætti og léti völdin í hendur syni sínum. Þeir sem helst halda þessu á lofti eru ákafir aðdáendur Díönu prinsessu. Þeir benda á að drottningin sé ekki líkt því eins sæt og smart og sjarmerandi og tengdadóttirin. Onnur gagnrýni, sem ef til vill vegur þyngra, er að drottningin sé of fjarlæg þegnum sínum og taki ekki nægan þátt í gleði þeirra og sorg- um. Nefnt er sem dæmi að þegar stórslys hafa orðið í Bretlandi, eins og bruninn á fótholta- vellinum í Bradford í fyrra, fóru Karl, Díana og Margaret Thatcher á staðinn en drottningin var víðsfjarri eins og alltaf áður við svipaðar kringumstæður. Aðdáendum Díönu finnst hún vera í alla staði til fyrirmyndar, hvað varðar tengsl við þegnana, og uppfylla þær kröfur sem gera verði til þjóðhöfðingja nútímans. Blöðin, og ekki sist sjónvarpið, segja þeir að hafi fært kóngafólkið nær almenningi og því sé ekki lengur viðeigandi að ríghalda þeirri óraíjar- lægð sem Elísabet drottning hefur ávallt viljað halda sér í. En Elísabet er alls ekki á þeim buxunum að segja af sér og fara á eftirlaun. Hún er stál- hraust og segir að enn séu 34 ár þar til hún verði jafngömul og Viktoría drottning þegar hún dó, en hún bar kórónuna til dauðadags. Það getur því allt eins farið svo að Karl prins verði rúmlega sjötugur og Díana um sextugt þegar þau taka við völdum. Um þessar mundir stendur yfir mikil herferð hér á landi fyrir vímulausri æsku. Margir for- eldrar hafa mátt horfa á eftir börnum sínum í járnklær eiturlyfjanna. Ungmenni úr öllum stéttum þjóðfélagsins hafa leiðst út á refilstigu eiturlyfjaneyslunnar. Meðal þeirra sem misst hafa börn sín á þennan hátt eru leikararnir Paul Newman og Joann Woodward. Sonur þeirra, Scott, var aðeins 28 ára þegar hann lést einn og yfirgefinn á hótelherbergi í Hollywood. Foreldrar hans komu skömmu síðar á laggirnar minningarsjóði um son sinn til styrktar eitur- lyfjasjúklingum í endurhæfingu. Leikarinn David Kossoff missti son sinn, popptónlistar- manninn Paul, árið 1976. Síðan hefur hann helgað sig baráttunni gegn eiturlyfjunum og meðal annars ferðast milli skóla í Bretlandi með leikþætti um efnið. Sonur Peters Shore, fyrrum ráðherra í bresku stjórinni, lést af völd- um heróínneyslu aðeins tvítugur að aldri árið 1977. Sonur leikarans Gordons Jackson var tekinn fastur fyrir heróínneyslu árið 1984, en tókst síðan með góðri hjálp að venja sig af eitr- inu. Einn auðugasti erfingi í Bretlandi, markgreifmn af Blandford, sonur hertogans af Marlhorough, var fyrir skömmu handtekinn. Greifinn er heróínneytandi og var handtekinn fyrir að hafa heróín undir höndum og fyrir að brjótast inn í lyfjabúð. Julie Walters, leikkonan sem fer með hlut- verk mömmu hans Dadda í sjónvarpsþáttunum um Adrian Mole, væri nú milljónamæringur í Hollywood ef hún hefði kært sig um það. Eftir að hun var útnefnd til óskarsverðlauna fyrir leik sinn í Educating Rita streymdu til hennar tilboðin frá Hollywood. Ef hún hefði tekið því sem bauðst og lagt hart að sér, hefði hún nú vel efni á húsi í Beverly Hills með sundlaug og nýjum Porsche í innkeyrslunni. En þess í stað býr Julie Walters i látlausu gömlu húsi í London, á engan híl og er alsæl með það. Henni var boðið að leika á móti Burt Reynolds fyrir væna fjárfúlgu. Henni fannst hlutverkið ómögulegt og hafnaði því, en segist reyndar hafa fengið dálítinn sting í hjartað við að þurfa að neita hjartaknúsaranum. I staðinn hefur Julie Walters tekið að sér hlutverk í Shakespe- are-uppfærslum hjá litlum leikfélögum í Bret- landi og í ódýrum kvikmyndum. „Eg geri aldrei neitt aðeins fyrir peningana," segir hún. ,, Það er vinnan sem skiptir máli. Ég verð að geta lifað í sátt við sjálfa mig að verki loknu. Vitan- lega hef ég gert margt slæmt, en það hefur þó verið í einlægni." Nýjasta hlutverk Julie Walters er í gaman- mynd sem kallast Car Trouble og hefur nýlega verið frumsýnd. Söguþráðurinn virðist vera allsvæsinn, en grínið er í reynd í algjöru fyrir- rúmi. Myndin segir frá húsmóður sem dreymir um að lifa Dallas eða Dynasty-lífi. Hún tekur dag einn bíl hjónanna og fer til fundar við bíla- sölumanninn , viðhaldið sitt. Þau leggja bílnum og taka til við gælur og blíðuhót. Þá rennur bílinn af stað, lendir í klessu, þau lokast inni í flakinu og mega bíða þar eftir björgun. Feðgarnir Scott og Paul Newman. Roderick og Gordon Jackson. Paul og David Kossoff. 8 VIKAN 20. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.