Vikan

Tölublað

Vikan - 15.05.1986, Blaðsíða 35

Vikan - 15.05.1986, Blaðsíða 35
að Jónas Hallgrímsson hafi veitt rímunum banastunguna í frægum ritdómi sem hann skrifaði í Fjölni og beindist sá ritdómur fyrst og fremst gegn Sigurði Breiðfjörð sem var frægasta rímnaskáldið á þessum árum. Margir bókmenntafræðingar telja að Sig- urður hafi verið kveðinn endanlega í brennivínskútinn með þessum ritdómi - og sjálfar rímurnar réttu aldrei úr kútnum eftir þetta. Þó hafa allmargar rímur litið dagsins ljós á þessari öld og skulu þessar nefndar: - Alþingisrímur eftir Valdimar Ásmunds- son og Guðmund Guðmundsson. - Olafs ríma Grænlendings eftir Einar Benediktsson. - Rímur af Oddi sterka eftir Magnús Stef- ánsson, alías Örn Arnarson. - Rósarímur eftir Jón Rafnsson. - Unndórsrímur eftir Kristján Eldjárn. Þá skal vikið að bók sem kom út hjá Leiftri árið 1953. Hún lætur ekki mikið yfir sér (77 bls.) og heitir Bragfræði og háttatal. Höfundur: Sveinbjörn Beinteinsson alls- herjargoði frá 1973 og bóndi á Draghálsi í Svínadal, Borgarfjarðarsýslu. í bókinni hefur Sveinbjörn sett saman tuttugu rímur af mikilli íþrótt. Hver ríma hefur sinn bragarhátt, svo sem stuðlafall, stikluvik, skammhendu og gagaraljóð. En þar með er ekki nema hálf sagan sögð því sérhver bragarháttur er sýndur með öllum þeim afbrigðum sem fyrirfinnast. Útkoman verður til dæmis skárímað, frumframsneitt stuðlafall eða frumtvíbakhendur, sístiklaður hurðardráttur. Sumar nafngiftirnar minna helst á nöfn á gömlum fjármörkum. Alls hefur allsherjargoðinn fundið 450 afbrigði af íslenskum rímnaháttum og gefur sýnis- horn af þeim öllum í þessari litlu bók. Nú eru íslendingar að mestu hættir að semja og kveða rímur. Þó hefur frést að rímnabrot hafi verið kveðið í ónefndri fjár- rétt í Húnaþingi síðastliðið haust og einn og einn menntskælingur kann nokkur rímnabrot og kveður þegar hann er undir áhrifum. Þér mín kæra bólið býð ég bragakaffí og ljóð. Og að morgni slátur sýð ég og svið ef þú verður góð. Skömmu fyrir síðustu jól langaði mig til að hressa upp á bragfræðikunnáttu mína og er staddur í fornbókaverslun í Reykjavík. - Eruð þið nokkuð með Háttatalið eftir allsherj argoðann? Nei, það hefur ekki sést nokkuð lengi. - Heldurðu að það sé ófáanlegt? - Það efa ég. Þú átt ekki neitt svipað eða sambærilegt? Maðurinn, sem við getum kallað Braga okkur til hægðarauka, halar fram lítið kver og réttir mér: Háttumál - nokkrir rímnahættir eftir.... nei, höfundar var ekki getið og Bragi gat ekkert úr því bætt. Ég keypti heftið á hundr- að og fimmtíu kall, stakk því í úlpuvasann og kvaddi. Úti á stétt byrjaði ég strax að blaða í bókinni, fyrst og fremst af því ég var forvitinn að vita hver höfundurinn væri. Hann skrifar formála en kvittar ekki fyrir hann með nafninu sínu. En í formálanum segir hann meðal annars: „Tilgangurinn með útgáfu þessarar bókar er að rifja upp fyrir mér og (öðrum) lesendum nokkra gamla bragarhætti. Þessir hættir hafa verið notaðir af íslendingum í mörg hundruð ár til að búa til rímur - rímur sem enginn kann reyndar lengur nema GEÐ- BILAÐIR MENN OG SÖNGVARAR" Og áfram heldur höfundur: „Mér finnst nafnið á bókinni (Háttumál) vera vel við hæfi vegna þess að rímur hafa alltaf verið kveðnar til kvenna í þeim tilgangi að fá þær til að hátta sig. Svo var einnig með mig, þessar vísur eru allar ortar til háttvísrar hefðardömu sem ég reyndi lengi að fá með mér í háttinn en meinið var það að hún fékkst ekki einu sinni til að fara út kápunni sinni. Það er reyndar önnur sorgarsaga.“ Hver er þetta skáld sem kemst þannig að orði? Kýs hann að njóta nafnleyndar til að lesendur fari ekki að velta sér upp úr ógæfu hans? Spyr sá sem ekki veit en í þeirri von að lesendur geti orðið mér hjálplegir í leit- inni að höfundi Háttumála birti ég nokkur sýnishorn úr bókinni. DVERGHENDA Allir undan valdi vopna víkja um stund. Af örvum skotinn hef ég opna Amors und. ÚRKAST Drepið er nú dyrnar á í dálitlum kofa. Fer að rigna förum þá að fara að sofa. ODDHENDA Ef ég má ei meyna fá milda, undurblíða fer ég þá að þreifa á og þæfa sokkinn fríða. SKÁHENDA EÐA FRÁHENDA Man ég fund við fagurt sprund í fíeti, slökkt var ljósið. Að morgni hlaut ég grjónagraut og gekk svo út í fjósið. STIKLUVIK Morgunfrúin mætust er það mæli ég með sanni, þegar hún úr fötum fer og fellur svo til jarðar ber. BRAGHENDA Unga konan kær er mér og kroppur hennar loga inn ’í lætur mér lungu, hjarta og hvað sem er. STÚFHENDA Næsta sjaldan nú á dögum menn taka í nef í nasir enda fá menn kvef. STAFHENDA Ef ég fengi kona koss á kinn frá þér það væri hnoss, sem skálda- væru verðug laun ég varla mundi blása í kaun. SAMHENDA Kvöl er að mega ei kvenna njóta er kvölda tekur og vindar þjóta. Helst þá fýsir boðorð brjóta bryndrekinn á millum fóta. AFHENDING Líkt erþað með lífíð hér oglöngum áður lýðurinn er allt of bráður. FERSKEYTLA Oft á kvöldin klæjar mig og klóra mér í næði. Þá fýsir mig að fínna þig í fleti laus við klæði. DRAGHENDA (HRYNJANDI) Að næturlagi núna um daginn ég negldi hlaupastelpu saman. Eg hef löngum verið laginn að lappa upp á tól að framan. STEFJAHRUN Sama Ijóðið sí og æ sefjar huga minn. A sömu röst ég ætíð ræ sú röst er kroppur þinn. SKAMMHENDA Þér mín kæra bólið býð ég bragakaffí og ljóð. Og að morgni slátur sýð ég og svið ef þú ert góð. GAGARALJÓÐ Ef bert í fleti sé ég fljóð fínnst mér ólga ótt og títt. Ekki er það bara blóð ég blanda líka eitthvað hvítt. STÍMAÐ GAGARALJÓÐ Yngismær er þarfaþing en þingsetan er harla ströng. Löngum einn ég sit og syng söngvakan mér gerist löng. VALHENDA Er eygði éghið unga fljóð svo ofurnett hjartað fór á span og sprett og speninn líka hef ég frétt. STUÐLAFALL Minningarnar á mig sækja sífellt kviknakin er veltust við vítt og breitt um súrheyið. LANGHENDA Girndarleg þú æsir geðið gírugur ég er að sjá, komum bak við moldarbeðið blómin segja ekki frá. Þannig endar þessi háttalykill úti í moldar- beði og er ekki í kot vísað. Mig langar að lokum að biðja þá sem renna grun í hver sé höfundurinn að þessum skemmtilegu vís- um að hafa samband við undirritaðan. ■ 20. TBL VIKAN 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.