Vikan - 15.05.1986, Blaðsíða 47
Stjömumerki og sumarfrí
Fólk kvartar oft um að það hafi orðið fyrir
vonbrigðum með sumarleyfið sitt. Oft geta hjón
ekki komið sér saman um ferðaáætlun, hann
langar að vinna í garðinum heima en hana
langar í verslunarferð til London. Það er mjög
líklegt að stjörnumerkin, sem þau eru fædd í,
eigi sök á þessum deilum. Hér eru nokkrar
stjarnfræðilegar uppástungur til að hjálpa þér
að eiga skemmtilegt sumarfrí.
HRÚTURINN 21. mars - 19. apríl
Þeir sem fæddir eru undir þessu fyrsta merki
dýrahringsins eru fæddir frumbyggjar. Enginn
staður mun skjóta þeim skelk í bringu og þeir
munu hafa gaman af að spreyta sig í nýju
umhverfi. Fólk í þessu merki hefði gaman af
að klífa fjöll eða læra á vatnsskíðum en það
er ekki mikið fyrir skipulagðar skemmtiferðir.
Það vill líka fá það sem það getur fyrir pening-
ana sína og myndi aldrei dreyma um fjögurra
stjörnu hótel.
NAUTIÐ 20. apríl - 20. maí
Fólk í þessu merki vill helst fara sér hægt.
Þetta á einnig við um sumarleyfi. Það er
ánægðast þegar það getur heimsótt ættingja
eða vini og búið hjá þeim. Á þennan hátt eru
nautin að halda fast í sambandið og stundum
peningana sína í leiðinni. Ef þú færð gest úr
þessu merki í heimsókn máttu eiga von á að
honum þætti gaman að fá að sjá allt sem þú
átt. Hann myndi heldur vilja fara á söfn en
revíu. Ferðalög til útlanda eru ekki eins nauð-
synleg nautum og að sjá eigið land. Þau yrðu
harðánægð að fara í heita lækinn í Öskjuhlíð-
inni.
TVIBURARNIR 21. maí - 21. júní
Þetta er fyrsta loftmerki dýrahringsins og
tvíburamerkið á prýðilega við fólkið sem fætt
er í þessu merki. Eðli þess er tvískipt og það
er óvenju forvitið. Besta sumarleyfið myndi
vera að fara til fjarlægra staða með undarleg
nöfn.
Ferð með lystiskipi væri tvíburum varla að
skapi. Þeir myndu heldur vilja fljúga til að
komast á ákvörðunarstað sem fyrst. í flestum
tilfellum myndu tvíburar heldur horfa á gler-
blástur eða vefnað en að athuga tölvuútskrift.
Þeir eru tilbúnir að fara í ferðalag á stundinni.
Þeir eru hrifnir af náttúrunni, frá Qólu til sa-
faríferðar í Afríku, og leiðist aldrei það sem
nýtt er og öðruvísi.
KRABBINN 22. júní - 22. júlí
Þessi „mánaþörn" eru í fyrsta vatnsmerki
dýrahringsins. Þau eru líka heimakærust og
myndu helst vilja eyða sumarfríinu á kyrrlátum
stað. Friðsæll sumarbústaður við vatn eða sil-
ungsá og stafli af góðum bókum er alveg sniðið
í leyfið fyrir þau. Krabbafólk hefur mjög næman
fegurðarsmekk og þú skalt ekki reyna að telja
um fyrir þessu fólki án þess að búast við mót-
mælum. Það vill heldur tína ber eða sveppi.
Sé ekki um mikil hátíðahöld að ræða kærir það
sig lítið um margmenni.
LJÓNIÐ 23. júlí - 22. ágúst
Það er ekkert of gott fyrir ljónið. Það vill
besta herbergið á besta hótelinu í bestu borg-
inni. Það er dramatískt og opinskátt í eðli sínu
og hefur gaman af því að fara í leikhús til að
sýna sig og sjá aðra. Það heldur áfram að
skemmta sér í sumarfríinu löngu eftir að því
lýkur með því að segja vinum sínum frá því.
Þetta er ekki kokhreysti heldur hefur það svo
mikla ánægju af að deila með öðrum og svo
hefur það ánægju af að endurlifa ævintýrin
með frásögn.
Fólk fætt i ljónsmerkinu hefur mikinn þrótt
og frumkvæði og getur alltaf fundið leið út úr
erfiðustu aðstæðum.
Ef ljón hefur efni á að fara í heimsreisu, sem
það myndi langa til að gera, skaltu ekki verða
hissa á að finna það í Lapplandi eða í frumskóg-
um Afríku. Ljónið dáir sólina.
MEYJAN 23. ágúst - 22. september
Þeir sem fæddir eru undir meyjarmerkinu
þarfnast leyfis sem er í alla staði óaðfinnanlegt.
Fötin þeirra ættu að vera vel pressuð og allar
ferðaáætlanir tilbúnar með góðum fyrirvara.
Námsferðir falla þeim vel í geð. Þeir hafa
áhyggjur af peningunum sínum og vilja vita
hvað allt kostar svo að þeir geti skipulagt fyrir-
fram.
Margir fæddir í þessu merki hafa miklar
áhyggjur af heilsufari sínu. Þeir eru vísir til
að taka með sér mikið af sápu, höfuðverkjarpill-
um og öðrum lyfjum. Þeir eru mjög hrifnir af
fínum húsum, frægu fólki, erfðagripum og út-
liti. Stundum eru þessir þættir meira virði fyrir
þá en mikil náttúrufegurð.
VOGIN 23. september - 23. október
Þeir sem eru fæddir í vogarmerkinu stjórnast
af stjörnunni Venusi. Þess vegna verða eftir-
minnilegustu sumarleyfi þeirra þau sem varið
er á rómantískum stöðum. Þá langar til að fara
í lystireisu, til San Francisco, Ítalíu, Frakk-
lands, Grikklands eða Mexíkó.
Þeim þykir líka gaman að ganga með maka
sínum og halda í höndina á honum. Þeim er
ekki mikið gefið um að hafa börn m,eð sér.
Þeir verða áhyggjufullir ef þeir eru látnir borga
of mikið, ef farangur þeirra týnist eða ef þeim
finnst eitthvað ósanngjamt.
SPORÐDREKINN 24. október - 21.
nóvember
Sumarleyfisfólk fætt í þessu vatnsmerki er
þróttmikið og hefur tilhneigingu til að vera
laumulegt. Óskaleyfið fyrir það myndi vera að
fara upp í afdal og skoða sig um þar, leita að
dýrmætum steinum eða fara í laxveiði. Sporð-
drekar hafa mikið peningavit og kjósa fremur
smáhótel en glæsihótel. Fólk í þessu merki er
rómantískt og kann vel að meta lítil veitinga-
hús með kertaljósi og góðu víni.
BOGMAÐURINN 22. nóvember-22.
desember
Merki bogmannsins passar vel fólkinu sem
fætt er í þessu stjörnumerki. Þetta er einnig
eldmerki og ef þú ferð í sumarfrí með persónu
fæddri undir þessum aðstæðum skaltu vera
viðbúinn öllu. Lífsgleði bogmannsins er svo
mikil að hann verður að vera á stöðugum
þeytingi í fríinu ef hann á að vera ánægður.
Hann nýtur útiveru.
STEINGEITIN 22. desember - 20.
janúar
Steingeitin er jarðarmerki. Þetta kemur fram
í sumarleyfisáætlunum steingeitar. Hún eyðir
alltof miklum tíma í að útskýra hvert hún er
að fara og hvað hún ætlar að gera, borða og
vera í. Þegar í fríið er komið þykir henni
skemmtilegast að fara í göngutúra, hjóla eða
reyna einhverja nýja íþrótt. Þú getur verið viss
um að finna steingeitur í klettum einhvers
staðar hátt uppi í fjöllum eða úti við strönd.
Og vegna þess að þetta fólk er ákveðið en um
leið leitandi muntu frekar finna það á undarleg-
um stöðum heldur en á fínum hótelum.
VATNSBERINN 21. janúar - 18. fe-
brúar
Þeir sem fæddir eru í þessu merki hafa svo
mikla samúð með bágstöddum að þeir eyða
leyfum sínum í að reyna að hjálpa á jákvæðan
hátt. Eigin þægindi eru þeim minna virði en
löngunin til að rannsaka vandamál annarra.
Þess vegna yrðu þeir hamingjusamastir hjá
indíánum í Ameríku, við að hjálpa til að endur-
byggja þorp innfæddra í Perú, í hjálparstarfi í
Afríku eða að hjálpa nágrannanum. Þeir geta
ekki hugsað sér að sitja auðum höndum í fríinu.
Hinn dæmigerði vatnsberi er gerandi en ekki
neytandi.
FISKARNIR 19. febrúar - 21. mars
Þeim sem fæddir eru á þessum tíma árs er
stjórnað af hinum dularfulla Neptúnusi. Þeir
hafa rnjög mikla tilfinningu fyrir ímyndunar-
afli, tilætlunarsemi og skuldbindingum. I fríum
eru fiskarnir mjög líklegir til að gefa of mikið
þjórfé og til þess að finnast þeir ekki vera
snuðaðir reyna þeir að taka þátt í öllum auka-
ferðum og þess konar. Fiskiþorp og skip veita
þeim besta afslöppun og hvíld. Fiskurinn er
hamingjusamastur á ströndinni. Hann mun
líklega vera að athuga sandinn á meðan hann
hugsar eða gruflar.