Vikan

Tölublað

Vikan - 21.08.1986, Blaðsíða 5

Vikan - 21.08.1986, Blaðsíða 5
Við hverasvæðið í Haukadal var í sumar opnað Hótel Geysir en það mun í framtíð- inni þjóna þeim Qölmörgu ferðamönnum sem leggja leið sína um svæðið á hverju ári. Fyrsta áfanga af þremur er lokið en fyrir- hugað er að þarna verði 50 her- bergi og aðstaða til að taka á móti 350 til 400 manns í mat. Byggingarsaga fyrsta áfangans er athygli verð. Árið 1927 reisti Sigurður Greipsson íþróttahús við Geysi og starfrækti um langt skeið vel þekktan íþróttaskóla. Hann byggði síðan stærra íþróttahús við hlið hins gamla árið 1945 og hafði opna gistiaðstöðu á sumrum. 1981 brann yngra húsið þannig að að- eins stóðu eftir steinveggir þess og hluti af þakinu. Laust fyrir síðustu áramót keypti Már, sonur Sigurðar, hótel- aðstöðu á svæðinu og um miðjan mars hófst endurbygging yngra hússins. Uppistaða hótelbygging- arinnar eru útveggir gamla húss- ins en reistar voru viðbyggingar við báðar hliðar þess þannig að útveggirnir gömlu eru að hluta innan dyra. Gólf voru lækkuð og fyrir bragðið var unnt að skipta salnum í tvær hæðir. Byggingin er klædd timbri að utan sem innan og á göflum og víðar prýðir hana útskurður. I þessum fyrsta áfanga er veit- ingaaðstaðan til húsa. Þar er boðið upp á morgunmat, hádegismat og kvöldmat alla daga og auk þess kaffihlaðborð á laugardögum og sunnudögum. Vínveitingar eru með mat og bar opinn alla daga frá klukkan 18-23.30. Hópum og félög- um býðst að halda þarna einka- samkvæmi og smáuppákomur en mikið er um að hópar, sem halda frá Reykjavík til að skoða Gullfoss og Geysi, eigi viðkomu á Hótel Geysi í hádegismat. Gistiaðstaðan er til húsa í gamla iþróttasalnum. Þar eru tíu tveggja manna herbergi. Verð fyrir nóttina er 1400 krónur fyrir herbergið, eða 700 krónur á einstakling. í fram- tíðinni leysa nýbyggingar þessa aðstöðu af hólmi en þær verða til austurs og suðurs frá austurenda fyrsta áfangans. Við hótelið er sundlaug og í nágrenni þess nafn- toguðustu náttúruundur landsins, Gullfoss og Geysir. Áætla heima- menn að á ári hverju eigi 60 til 80 þúsund ferðamenn leið um þessa staði. Haukadalur er í fallegu landbúnaðarhéraði og þaðan er líka tiltölulega stutt til allra helstu staða í uppsveitum sunnanlands, svo sem í Þjórsárdal, Skálholt og á Þingvelli. Einnig er hætilegur akstur á skíðasvæðið í Kerlingar- fjöllum. Borðstofa. Gömlu útveggirnir hvítmálaðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.