Vikan

Tölublað

Vikan - 21.08.1986, Blaðsíða 53

Vikan - 21.08.1986, Blaðsíða 53
lega vel efnuð. Hún er varla nema hvolpur ennþá en ætli hún sé ekki einn ríkasti hundur í heimi.“ Þó við hefum miklar efasemdir um geðheilsu ungfrú Crump vor- um við brátt komin í sundföt og gengum út um opna frönsku gluggana okkar í sólskinið í garðium. Ungfrú Crump kynnti okkur fyrir Poppy. Þrátt fyrir fyrri fordóma okkar afvopnaði Poppy okkur þegar í stað. Hún var bara stór og mynd- arleg eðlileg stelpa, óspillt af auðæfum. Hún fagnaði okkur með miklum rófuslætti. Hún stökk upp eftir Irisi og sleikti kinnar hennar með langri, ljós- rauðri tungu. Seinna, þegar við höfðum hagrætt okkur á rönd- óttum dýnum undir appelsínu- trjám, hringaði hún sig í stóran, klunnalegan bolta við hlið mér og lagði umfangsmikið trýnið á maga minn. „Sko, hún kann vel við ykk- ur.“ Ungrú Crump ljómaði. „Ó, ég vissi að hún myndi gera það!“ Iris baðaði sig í sólskininu og spurði eins og kurteisin bauð. „Segðu okkur frá Poppy. Hvern- ig aflaði hún auðæfanna?" ,,Ó, hún aflaði þeirra ekki. Hún erfði þau.“ Ungrú Crump settist á hvítan málmstól. „Frú Wil- berframe var ákaflega auðug kona. Henni þótti mjög vænt um Poppy.“ „Og arfleiddi hana að öllum eigum sínum?“ spurði ég. „Ekki alveg öllum. Ég fékk svolitla upphæð. Ég var lags- kona hennar, sjáið þið til, í mörg ár. En ég á að líta eftir Poppy. Þess vegna ánafnaði hún mér þessu. Poppy greiðir mér líka ríf- legt kaup.“ Hún fitlaði við ómerkilegar perlur sem hún hafði um hálsinn. „Frú Wilber- frame var mikið í mun að Poppy fengi aðeins það besta og ég reyni eftir fremsta megni að gera það sem rétt er. Poppy er auðvitað í stóra svefnherberginu. Ég er í litla herberginu að framanverðu. Og ef Poppy fær steik í kvöld- matinn fæ ég mér hamborgara.“ Hún starði ákaft. „Ég hefði ekki andartaksfrið héldi ég að Poppy fengi ekki allt það besta.“ Poppy hóstaði með hausinn á maga mínum. Hún barði rófunni afsakandi í stéttina. Iris teygði sig yfir mig til að klappa henni. „Er hún búin að vera rík lengi?“ „Ó, nei, frú Wilberframe dó fyr- ir fáeinum vikum." Ungrú Crump þagnaði snöggvast. „Og þetta hefur verið mikil ábyrgð fyrir mig.“ Hún þagnaði aftur og glopraði svo út úr sér: „Þið eruð vinir mínir, er það ekki? Ó, ég er viss um að þið eruð það. Elsku bestu, verið svo góð að hjálpa mér. Ég er alein og ég er svo hrædd.“ „Hrædd?“ Ég leit upp og það leyndi sér ekki að litla fuglsand- litið var tekið af ótta. „Um Poppy.“ Ungrú Crump hallaði sér fram. ,,Ó, liðþjálfi, þetta er eins og martröð - vegna þess að ég er viss í minni sök. Ég veit að þau eru að reyna að myrða hana.“ ,,Þau?“ Iris settist upp. „Frændi frú Wilberframe og konan hans, frá Ogden Bluffs í Utah.“ „Þú nefndir þau þegar þú opn- aðir fyrir okkur.“ „Ég nefni þau við alla sem koma hingað í húsið. Sjáið þið til, ég veit ekki hvernig þau líta út og ég kæri mig ekki um að þau haldi að ég sé ekki á varðbergi.“ / g horfði á hana. Hún gæti hafa líkst flónskri piparmey' með flugu í kollinum. Hún gerði það ekki. Hún virtist indæl og fyllilega með réttu ráði, bara hrædd. „Ó, þetta er ekki gott fólk, hreint ekki. Það er ekkert sem þau nvyndu ekki lúta svo lágt að gera. I Glendale fann ég kjötbita í garðinum. Ég veit að þetta var eitrað kjöt. Og á fáförnum vegi skutu þau á Poppy. Ó, lögreglan hló að mér. Púströr á bíl, sögðu þeir. En ég veit betur. Ég veit að þau gefast ekki upp fyrr en Poppy er dauð.“ Hún grúfði and- litið í litlum höndunum. „Ég hljópst á brott frá þeim í Glen- dale. Þess vegna kom ég til La Jolla. En þau eru búin að fmna okkur. Ég veit það fyrir víst. Ó, elsku, elsku Poppy, sem er svo góð og hugsar aldrei neitt ljótt.“ Þegar Poppy heyrði nafn sitt nefnt brosti hún og dillaði róf- unni. „En þessi frændi og konan hans frá Ogden Bluffs, því skyldu þau vilja myrða hana?“ Augu kon- unnar minnar glömpuðu af leynilögregluáhuga sem ég þekkti frá fornu fari. „Eru þau að eltast við peningana hennar?" „Auðvitað,“ sagði ungfrú Crump ástríðufull. „Það er erfða- skráin. Frændinn er eini ættingi frú Wilberframe á lífi en hún gerði hann arflausan af ásettu ráði og ég get satt að segja ekki álasað henni. Allt féð fer til Poppy og - hérna - afkomenda Poppy.“ „Höfðar frændinn ekki mál til að hnekkja svona fáránlegri erfðaskrá?" spurði ég. „Ekki enn. Það þarf mikla pen- inga til að hnekkja erfðaskrá - lögfræðikostnaður og annað slíkt. Það yrði miklu, miklu auð- veldara fyrir hann að drepa Poppy. Sjáið þið til, það er eitt sem erfðaskráin nær ekki yfir. Ef Poppy deyr áður en hún verð- ur móðir erfir frændinn allt. Ó, ég hef gert allt sem í mínu valdi stendur. Um leið og -- hérna - heppilegur tími kom fann ég eig- inmann handa Poppy. Eftir fáeinar vikur - er von á þeim litlu. En næstu vikurnar...“ Ungfrú Crump þerraði augun með litlum vasaklút. „Ó, lögregl- an í Glendale var ákaflega ósamvinnuþýð. Menn þar nefndu það meira að segja að dómurinn fyrir að skjóta eða drepa hund í fylkinu er skelfilega léttur- í mesta lagi lítil sekt. Ég hringdi í lögregluna hér og bað um vernd. Þeir sögðust skyldu senda mann hingað við og við en þeir voru naumast kurteisir. Svo þið skiljið að það er enga vernd að fá hjá lögunum og engar bætur. Það er enginn til að hjálpa mér.“ „Þú hefur okkur,“ sagði Iris samúðarfuli. ,,Ó.. .ó...“ Vasaklúturinn flögraði frá andliti ungfrú Crump. „Ég vissi að þið væruð vinir mínir. Elsku, elsku þið. Ó, Poppy, þau ætla að hjálpa okk- ur.“ Poppy, sem var önnum kafin við að sleikja á mér magann, svaraði engu. Fljótfærnislegt lof- orð Irisar kom svolítið flatt upp á mig en ég var reiðubúinn að standa með henni og sagði: „Auðvitað hjálpum við ykkur, ungfrú Crump. í fyrsta lagi, hvað heitir frændinn?“ „Henry. Henry Blodgett. En hann notar áreiðanlega ekki það nafn. Ó, nei, hann verður of snjalltil þess.“ „Og þú veist ekki hvernig hann lítur út?“ „Frú Wilbeframe eyðilagði myndina af honum fyrir mörgum árum þegar hann var lítill dreng- ur og beit hana. Mér skilst að hann hafi haft gula lokka. Það var þá sem vandræðin byrjuðu á milli þeirra.“ „Þú hlýtur þó að vita hvað hann er gamall?“ „Hann ætti að vera um þrí- tugt.“ „En konan hans?“ spurði Iris. „Ég veit ekkert um hana,“ sagði ungfrú Crump kuldalega, „nema hvað hún á víst að vera rauðhærð, fyrrverandi leik- kona.“ „Og af hverju ertu svo viss um að annað hvort þeirra eða bæði séu komin til La Jolla?“ IJngfrú Crump krosslagði handleggina í kjöltunni. „I gær- kvöldi, símhringing.“ „Símhringing?“ „Rödd sem spurði hvort ég væri ungfrú Crump og svo þögn.“ Ungfrú Crump laut nær mér. „Ó, núna vita þau að ég er hér. Þau vita að ég sleppi Poppy aldrei út. Þau vita að á hverjum morgni leita ég að kjöti, gildrum, í garðinum. Þau hljóta að átta sig á að eina hugsanlega leiðin til að nálgast hana er að komast inn í húsið.“ „Brjótast inn?“ Ungfrú Crump hristi stífa lokk- ana. „Það erhugsanlegt. En ég held að þau treysti fremur á und- irferli en ofbeldi. Það er gegn því sem við verðum að vera á verði. Þið eruð eina fólkið sem hefur komið að dyrunum frá því sím- hringingin kom. En ef einhver annar kemur í ykkar íbúð eða mína, hver svo sem afsökunin kann að vera...“ Hún lækkaði róminn. „Það getur hver sem er verið Henry Blodgett eða konan hans og við verðum að leika á þau.“ Fluga settist á annað dýrmætt eyra Poppy. Hún virtist ekki taka eftir því. Ungfrú Crump horfði einlæg á okkur og skellti svo í góm yfir sjálfri sér. „ Almáttugur minn, hér hef ég verið að íþyngja ykkur með vandamálum Poppy og þið hljót- ið að vera svöng. Hvað segið þið um svolítið salat í hádegisverð? Ég hef alltaf sektarkennd yfir því að borða um miðjan daginn þeg- ar Poppy fær einu máltíðina sína um kvöldið. En með gesti - já og bandamenn - er ég viss um að frú Wilberframe hefði ekki talið eftir sér kostnaðinn.“ Hún flögraði burt með brosi sem var í senn feimnislegt og samsæriskennt. Ég leit á Irisi. „Jæja,“ sagði ég. „Er hún klikkuð eða trúum við henni?“ „Ég held satt að segja,“ sagði konan mín, „að við trúum henni.“ „Þvíþá?“ „Af því bara.“ Á andliti Irisar var sami heillandi svipurinn og hafði aflað henni svo margra aðdáenda í síðustu kvikmynd hennar. „Ó, Peter, sérðu ekki hvað þetta verður skemmtilegt? Fallegur St. Bernharðshundur í hættu. Ófyrirleitinn þorpari með gullna lokka sem beit frænku sína.“ „Hann er ekki með gullna lokka lengur,“ sagði ég. „Hann er orðinn stór strákur núna.“ Líkami Irisar var heitur af sól- 34. TBL VIKAN 53 I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.