Vikan

Tölublað

Vikan - 21.08.1986, Blaðsíða 50

Vikan - 21.08.1986, Blaðsíða 50
UH D R A U M A R TVEIR DRAUMAR Háttvirti draumráðandi. Mig langar til að leggja fyrir þig tvo drauma til ráðningar en ekki birtingar. Ef það væri mögulegt að senda ráðninguna heim væri það það besta, annars að birta hana. Þá er það draumur nr. 1. Mér finnst ég vera í bíl með manninum mínum og aka niður aflíðandi brekku. Þá komum við að beygju og mér finnst ég þurfa að fara út og bið hann að stansa, sem hann gerir þó að það sé hon- um þvert um geð því að honum finnst ég ekki eiga að gera þetta. Ég fer út úr bílnum, lít á hann og sé þá að hann sendir mér mjög sært augnaráð og ekur síðan brott. Þar sem ég stend þarna við beygjuna finnst mér vera brött brekka fram af og stígur niður brekkuna sem ég eigi að fara nið- ur. Sé ég þá mikið af trjám fram undan og er allt mjög dökkt í kringum þau. Ég legg af stað nið- ur stíginn og hrasa þar sem ég hleyp við fót svo ég fer úr skónum og held á þeim og hleyp og renn og dett en stend alltaf upp aftur og held áfram þar til ég kem að trjábol sem fallið hefur yfir veginn. Ég velti því fyrir mér hvort ég eigi að fara undir hann eða yfir. Ég tek þá ákvörðun að fara undir hann. Finnst mér útlitið vera orðið ansi svart en hugsa sem svo að þetta sé allt í lagi þvi þarna rétt hjá sé vegur sem strætisvagninn fari um eftir nokkrar mínútur og verði mér þá hjálpað því X sé á strætó. Síðan sé ég vagninn koma en er þá allt í einu stödd á stigapalli í stóru húsi. Á næsta stigapalli fyrir neðan stendur X og horfir upp til mín. Ég horfi á móti og les úr augna- ráði hans að hann langar að hjálpa mér en getur það ekki. Þá kemur kona hlaupandi upp stigann, tekur utan um mig grátandi og biður mig að gera þetta ekki (sem ég veit ekki hvað er). Ég stend með skóna mína í hendinni en hristi svo konuna af mér og held áfram upp stigann, en það var kolniðamyrk- ur. Þá finnst mér að ég sé komin á hæð þar sem er fullt af fólki allt um kring en ég greini það samt ekki sem í vöku. ,Mér finnst að fram undan sé tvöföld röð af fólki og að ég eigi að fara í hana. Ég fer hægra megin I hana. Þá finnst mérsem ég sé búin að fara í gegn- um þetta allt saman áður, að mig hafi dreymt þetta allt áður og hvaða afstöðu ég hafi tekið þá, en þá hélt ég mig hægra megin I röðinni allan tímann. Ég veit þvi að þar sem ég er hægra megin í röðinni muni verða dreginn hring- ur á fingur mér sem nokkurs konar innsigli um að ég megi fara í gegn- um hlið, sem fram undan er, og vera þar með laus og frjáls og maðurinn minn muni bíða mín þar, því það gerði ég siðast. En núna geri ég uppreisn og fer í röð- ina vinstra megin. Verður nú uppi fótur og fit og er reynt mikið til að fá mig til að fara aftur í röðina hægra megin en ég neita því og segist ekki gera það. Er mér þá vísað til vinstri. Kemur þá til mín kona, Ijóshærð og Ijósklædd, og er hún grátandi. Hún snertir mig þó aldrei en fylgir mér upp frá því ásamt tveimur dökkklæddum kon- um. Þarna er líka allt fullt af fólki sem er mér afskaplega vinveitt allt saman, en er alltaf í fjarlægð, og finnst mér sem þetta fólk sé for- dæmdar sálir. Þarna sé ég mann í einkennisbúningi og göngum við til hans og veit ég að hann gætir sálna fordæmdra. Hann er líka vin- veittur mér. Ljóshærða kona stendur alltaf hægra megin við mig en dökkklæddu konurnar allt- af að baki mér. Einhver orðaskipti verða milli mín og varðmannsins og finnst mér hann vera að segja mér að ég eigi ekki afturkvæmt og að hann sé óhamingjusamur með það þvi í burtu komist eng- inn. Þá kemur til hans hundur, mjög stór, og skilst mér á varð- manninum að ég þurfi að gæta mín á hundunum því þeir gæti fordæmdu sálnanna og lifi jafn- framt á þeim. Þetta finnst mér einkennilegt þar sem ég er afskap- lega góð við þá. Ég lít þá í augu hundsins og sé þar ekkert nema tryggð. Þá kemur hann til mín og sleikir hönd mína. Hýrnar þá yfir varðmanninum og tekur hann i hönd mína og kyssir á hana og segir mér að nú geti ég verið ró- leg; fyrst ég eigi hundinn að vini þá sé mín gætt. Alltaf er sama rökkrið í kringum okkur. Síðan líður einhver tími þarna því að snjór er og við erum að renna okkur á þotum á milli trjánna, sú Ijóshærða og dökk- klæddu konurnar tvær. Síðan hverfur snjórinn og finnst mér þá sem ég sé aftur stödd hjá varð- manninum og að ég sé að losna. Ég er að velta því fyrir mér, þar sem ég stend hjá honum, hvort ég sé að kaupa mig lausa en skil það ekki því að ég á enga pen- inga. Þá geri ég mér Ijóst að ég á að fá að fara í burtu vegna vináttu þessa fólks og meira en það, ég má hafa með mér þrjár manneskj- ur. Tek ég þá Ijósklæddu og dökkklæddu konurnar með mér og leggjum við af stað. Þá finnst mér við vera staddar á stigapalli þar sem stórt anddyri er fram und- an og opnar dyr sem sólarljósið flæðir inn um. Við göngum niður stigann, einar fimm tröppur, og nemum staðar í neðstu tröppunni, Ijóshærða konan I sömu tröppu og ég en dökkhærðu konurnar í næstu fyrir ofan. Við stöndum svona nokkra hríð því að ég hræð- ist fólkið sem er í anddyrinu milli okkar og sólarljóssins. Ég ákveð síðan að fara því að fólkið muni ekki gera mér neitt. Legg ég því af stað og sú Ijóshærða með mér en hinar verða eftir. Fólkið víkur úr vegi fyrir okkur og við göngum hiklaust út í sólarljósið. Þar stönd- um við og finnst mér þá sem sú Ijóshærða sé framtíð mín, ákaflega björt og fögur. Léttir mér þá mjög mikið. Þarna skiljum við, fer hún til hægri en ég til vinstri. Finnst mér þá sem ég hafi verið undir áhrifum eiturlyfja og séu þau uppi í mér. Læt ég þau út úr mér í lóf- ann og er þar þá lítil álþynna. Loka ég þá lófanum og held áfram. Kem ég þá að spýtnabraki miklu sem ég verð að fara yfir. En það eru smámunir einir því að ég hef það markmið að ná í X á strætó því að vagninn er rétt að koma. Draumurinn endar þar sem ég bíð eftir vagninum afskaplega ham- ingjusöm í glampandi sólskini. Draumur nr. 2. Það er karlmaður sem dreymir hann: Hann situr inni í stofu hjá sér og hjá honum kona, mikil vinkona hans, og eru þau að tala saman um hluti sem þau hafa oft talað um áður en núna tekur konan þessu öðruvísi en fyrr því að hún stendur upp og gefur honum á hann svo það springur vel fyrir og hleypur síðan út. Það blæðir mjög mikið úr honum þvi að hann verð- ur alblóðugur og slóð liggur eftir hann inn á baðherbergi. Hann þvær sér og sér þá að þetta er ekki mikið og eftir muni aðeins verða sárindin. Hann fer út í bílinn sinn en er þá viss um að konan sitji fyrir honum til að tala við hann. Það vill hann ekki núna svo að hann styttir sér leið og ekur yfir um- ferðareyju til að komast i götuna og niður hana. Þá gerir hann sér grein fyrir að konan muni hafa séð hann og reynir að snúa hana af sér og finnst sem sér takist það. Hann ekur út úr bænum, út á svonefndar Z. Þegar hann ekur veginn niður að þeim kemur bíll á eftir honum með svo skær Ijós að hann er að furða sig á því hvað þau séu skær og hvort þetta sé vinkonan. Síðan hverfa Ijósin. Þegar hann kemur niður á eyrarn- ar fer hann út og sest á melbarð sem er þar í raunveruleikanum. Hann lítur í kringum sig og sér að það er mjög dökkleitur blámi um himin allan en þó grillir í sól. Þar sem hann situr þarna og grætur það sem hafði skeð, svo mikið að hann verður allur votur, finnst honum komið aftan að sér og tvær hendur taka mjúklega um háls honum og strjúka blitt svo straum- ur fer um allan líkama hans og konan segir: Þetta er allt í lagi, vinur, þetta þornar því að það er kominn sunnanþeyr. Lítur hann þá upp og er þá allur blámi horfinn og komin glampandi sól og sunn- anþeyr og öll sárindi horfin og þau hamingjusöm aftur saman. Með fyrirfram þökk fyrir ráðn- inguna sem ég vona að við þurfum ekki lengi að bíða eftir. Við biðjum um nafnleynd og að draumarnir séu ekki birtir. Með mestu vinsemd, XZ. Draumráðandi væntir þess að þið viljið frekar fá ráðningu á draumunum en ekki og þar sem í þeim er ekkert sem ætti að geta gefið til kynna hver þið eruð tók hann þann kost að birta draum- ana. Það hefur margkomið fram i þessum þáttum að engir draumar eru ráðnir nema þeirsem birtireru. Þessu ræður tvennt: annars vegar að draumráðandi annar ekki nema þvi sem þirtist I hverri viku og þess utan er oft gagn fyrir lesend- ur dálksins að sá hvernig draumar annarra eru ráðnir þvi að menn dreymir oft sömu tákn og raunar alveg ótrúlega h'ka drauma. Lengi vel var þeðið með birt- ingu I von um ítrekunarbréf sem gæfi upp hvort birta mætti draum- ana en nú hefur þessi kostur verið valinn því að draumarnir eru báðir mjög svo athyglisverðir og síður en svo að þeir séu komnir fram á þeim tima sem liðinn er síðan þeir voru sendir. Fyrri draumurinn (þinn) merkir langvarandi sálrænt álag og sekt- arkennd. Þú stendur i einhverju mjög erfiðu i einkalífinu en með góðra vina hjálp tekst þér að tak- ast á við vandann. Það getur þó orðið tímakorn sem reynist þér sérlega erfitt og þér finnst þá allt fara niður á við og þú munt mæta hindrunum, sennilega bæði fólki og ytri aðstæðum, líklega fjár- hagslegum. Gangur mála er i stórum dráttum sá að fyrst munt þú taka ákvörðun sem veldurmikl- um breytingum i lifi þinu. Það mun verða mjög þungur róður og þú væntir hjálpar einhvers staðar frá en þarft að biða æðilengi eftir henni, þó um siðir muni hún ber- ast. Þú þarft á þeim tíma, sem á milli liður, að standa i einhverjum stórræðum og þvi miður mun eitt- hvað fara úrskeiðis. En þú munt finna að tíminn vinnur með þér og þú verður sjálf að bæta að- stöðu þina. Um leið og þú ert reiðubúin að stíga fyrsta skrefið muntu fá þá hjálp sem þú ætlaðist til að kæmi a f sjálfu sér. Draumur karlmannsins er öllu bjartari, þó i byrjun hans verði miklir erfiðleikar. Hann mun verða mjög hamingjusamur eftir mikið ogstrangt tímabil sálræns álags. Sameiginlegt þessum báðum draumum er grundvallarbreyting og fullkominn viðsnúningur i líf- inu. Ykkur mun báðum farnast vel þegar fram líða stundir, eftir þvi sem fram kemur í draumunum, en konan (þú) mun þó eiga erfitt með að sætta sig við sumt sem þessar breytingar hafa I för með sér. 60 VIKAN 34. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.