Vikan

Tölublað

Vikan - 21.08.1986, Blaðsíða 22

Vikan - 21.08.1986, Blaðsíða 22
Umsjón: Hilmar Karlsson Mynd vikunnar: r r GOÐ VANDAMALAMYND ★★★ Elskhugar Maríu (Maria’s Lovers) Leikstjóri: Andrei Konchalovsky. Aðalhlutverk: Nastassja Kinski, John Savage og Robert Mitchum. Sýningartími: 105 mín. Elskhugar Maríu er frumraun rússneska leik- stjórans Andrei Konchalovsky í Bandaríkjun- um og satt best að segja á hún meira sameiginlegt með evrópskum myndum en bandarískum. Myndin fjallar á raunsæjan hátt um innviði lítils samfélags júgóslavneskra inn- flytjenda rétt eftir seinni heimsstyrjöldina. Ivan (John Savage) kemur heim úr stríðinu og er fagnað sem þjóðhetju. Við fáum fljótt að vita að hann hefur verið lengst af í japönskum fangabúðum þar sem eingöngu dauði beið þeirra fanga sem brutu eitthvað af sér. Það sem hélt í honum lífinu var minningin um æskuunn- ustu hans, Maríu. Ivan hittir Maríu, sem á vingott við liðsforingja einn. María og Ivan LÍSA í UNDRALANDI ★★★ Leikstjóri: Harry Harris. Aðalhlutverk: Nata- lie George, Shelley Winters, Karl Wald- en og Carol Chann- ing. Sýningartími: 180 mín. (2 spólur). Hið klassíska ævin- týri um Lísu í Undralandi, sem hef- ur heillað böm í langan tíma, fær í þessari kvikmyndaútgáfu, sem gerð er fyrir- sjónvarp, virkilega skemmtilega úttekt sem ég er viss um að allir krakkar geta sætt sig við. Sviðsetningar eru skemmtilegar, bjartar og ævintýri líkastar. Og í flestum tilvikum hefur vel tekist til með búninga. Þessi útgáfa af Lísu í Undralandi er í söng- leikjastíl. Lögin em að vísu ósköp venjuleg en það eru flytjendurnir ekki. Má nefna Sammy Davis jr., Steve Lawrence, Eydie Gorme og Carol Channing. Það hefur greinilega mikið staðið til við gerð þessarar myndar því það má segja að í öllum minni hlutverkum séu þekktir söngvarar og leikarar. Sjálf Lísa er leikin af Natalie Gregory og skilar hún hlutverki sínu virkilega vel. Það er þvf óhætt að mæla með Lísu í Undralandi sem einni allra bestu skemmtun sem völ er á fyrir börnin. fella þó hugi saman og giftast. Þá fyrst koma vandamálin upp á yfirborðið. Ivan getur ekki gagnað Maríu kynferðislega og veldur það þeim miklum andlegum þjáning- um. Endar það með að Ivan hverfur á brott. María kynnist farandsöngvara einum og með honum eignast hún barn en hugur hennar er þó alltaf hjá Ivan sem hefur gerst verkamaður og drekkur til að gleyma raunum sínum. Það er ekki fyrr en Ivan hittir farandsöngvarann og lumbrar á honum og fyrir beiðni föður síns að hann snýr aftur... Elskhugar Maríu er raunsæ og áhrifamikil kvikmynd. Aðalleikararnir eru upp til hópa góðir. Nastassja Kinski hefur ekki gert betur síðan í Tess og þrátt fyrir að karlleikararnir standi allir vel fyrir sínu þá er það Keith Carradine i hlutverki farandsöngvarans sem á einkar skemmtilegan máta tekst að lífga upp á drungalegan söguþráð. VIKINGASVEITIN (Delta Force) ★ Leikstjóri: Menahem Golan. Aðalleikarar: Chuck Norris og Lee Mar- vin. Sýningartími: 97 mín. Það getur verið al- veg ótrúlegt hve kvikmyndaframleið- endur geta leyft sér að breyta staðreynd- um. Víkingasveitin er gott dæmi um það. I fyrra var flugvél frá TWA rænt með fjölda farþega innanborðs. Það var ekki fyrr en nokkrum dögum seinna að tókst að finna lausn á málinu og hafði þá einn farþeganna verið drepinn. Þessi atburður er uppistaðan í Víkingasveit- inni og er atburðum fylgt í öllu í byrjun myndarinnar. Það er aftur á móti í miðri mynd sem söguþráðurinn tekur óvænta stefnu. Það er nefnilega miklu skemmtilegra að láta amer- iska víkingasveit frelsa gíslana og drepa eins og nokkra tugi araba í leiðinni. Og hver haldið þið svo að sé töffarinn í víkingasveitinni? Jú, að sjálfsögðu Chuck Norris sem enn einu sinni lætur hnefa og byssu tala fyrir sig. Og foringi víkinganna er enginn annar en Lee Marvin. Auk þess koma fram margir þekktir leikarar í aukahlutverkum. Víkingasveitin er mynd sem sennilega er best að gleyma sem fyrst. ICHUCK LEC NORRIS 0 MARVIN uíuiun A Cl/CITIJU SUMMER RENTAL ★★ Leikstjóri: Carl Reiner. Aðalhlutverk: John Candy, Richard Crenna og Karen Austin. Sýningartími: 86 mín. John Candy er óðum að vinna sig upp í að verða vinsæll gam- anleikari. Þótt hann vanti herslumuninn á að vera verulega fyndinn þá á hann yfirleitt góða spretti. Svo er einnig um Summer Rental. Þar leikur hann flugumferðarstjóra sem ráðlagt er af yfirmönn- um sínum að fara í frí. Hann heldur því til Flórída með fjölskyldu sinni. Eftir nokkurn misskilning kemst hann á áfangastað. En því miður fyrir hann verður honum á að móðga eiganda íhúðarinnar sem hann leigir svo hann er rekinn út á götu með alla fjölskylduna. Eigandinn er frægur sigl- ingagarpur og að allra mati nær öruggur um sigur í mikilli siglingakeppni sem fara á fram. Vinur okkar, flugumferðarstjórinn, veðjar því í örvæntingu við siglingagarpinn um að hann muni vinna hann í keppninni til að geta haldið íbúðinni. Gallinn er bara sá að hann hefur varla migið í saltan sjó... Summer Rental er ágætis afjireying þótt sögu- þráðurinn sé í þynnra lagi. 22 VIKAN 34. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.