Vikan

Tölublað

Vikan - 21.08.1986, Blaðsíða 34

Vikan - 21.08.1986, Blaðsíða 34
Pétur Thomsen er víðförull og hefur átt viðburðaríka ævi. Hann býr nú ásamt konu sinni, Kristbjörgu Guðmundsdóttur, í Furu- gerði 1 í Reykjavík. Hann er hættur að mynda fyrir nokkrum árum og lætur fara vel um sig í Furugerðinu með útsýni yfir Fossvoginn. Hjá þeim býr líka stórkostlegur blár páfa- gaukur, Bensi, sem kjaftar heil ósköp og hermir eftir eins og það sé segulbandsspóla í búknum á honum. Pétur situr ekki auðum höndum. Hann bað mig frekar að koma eftir hádegi en fyrir því hann væri radíóamatör og vekti oft langt frameftir. Og það kom líka í ljós að kvöldið áður en ég kom höfðu þau hjónin vakað lengi yfir fótboltaleik frá HM í Mexíkó. Þau eru bæði afskaplega hress í bragði og stutt í hláturinn þegar þau segja frá. Uppi á vegg hjá þeim hangir, innan um ýmiss konar heið- ursviðurkenningar, erlendar sem innlendar, skrautskrifað máltæki á þýsku: Humor ist wenn mann trotzdem lacht - Það er allt í lagi á meðan maður getur brosað. Ljósmyndari forsetaembættisins Eitt af því sem vekur athygli á stofuveggnum er heiðursskjal frá Gústaf Adolf VI. Sviakon- ungi þar sem Pétur er útnefndur konunglegur sænskur hirðljósmyndari. Þetta skjal er þannig til komið að Pétur Thomsen var um langt ára- bil ljósmyndari forsetaembættisins og myndaði öll fyrirmenni sem komu til landsins á þeim tíma. Þegar Gústaf Adolf VI. Sviakonungur kom hingað til lands árið 1958 var Pétur með í ferðum konungs sem ljósmyndari vegna myndaalbúms sem afhenda átti konungi við brottför. Kynni Péturs af fyrirmennum, sem heimsóttu Island, hefjast þegar þegar hann er ungur og fer sem leiðsögumaður og túlkur fyrir kaþólska biskupinn og gesti hans, fyrst á hestum en síð- an á bílum. En það er þó ekki fyrr en löngu síðar að það verður hans aðalstarf að fylgja þeim eftir. „Ég byrja hjá forsetambættinu 1952 þegar Ásgeir Ásgeirsson tekur við,“ segir Pétur. „Eft- ir það er ég hjá honum og síðan Kristjáni, en ég fékk hjartaáfall nokkru áður en hann hætti. Þá fór ég að slaka á og hætta, nennti þessu ekki lengur. Ég var þá búinn að vera í þessu í 40 ár. Ég byrjaði erlendis, hjá UFA (Universum Film Aktien Gesellschaft) í Þýskalandi. Ég var fyrst í Kiel og síðan í Stettin, sem þá var, og lærði bæði ljósmyndun og kvikmyndun. Ég var mikið að spá f það hvort ég ætti að verða ljós- myndari eða kvikmyndatökumaður en þá var bara enginn grundvöllur fyrir kvikmyndatöku hérna neitt að ráði. Ég tók reyndar töluvert af kvikmyndum eftir að ég kom heim en það var ekki hægt að lifa af því. Ljósmyndir gátu gefið af sér peninga en hitt var miklu meiri sénsataka. Þetta var fyrir daga sjónvarps og allrar auglýsingagerðar." Heimsborgari í þjónustu Þjóð- verja Pétur var á yngri árum sannkallaður cosmo- politan, heimsborgari, eins og hann segir sjálf- ur. Hann er fæddur í Reykjavík 1910 og uppalinn þar. Hann gekk fyrst í Landakotsskól- ann, því næst í Verslunarskólann en gat ekki hugsað sér að verða kontóristi eða eitthvað þvi um líkt og fór í Loftskeytaskólann. Að loknu prófi hélt hann utan og réð sig á ferju sem sigldi milli Kaupmannahafnar og Stettin. En hvernig kom til að hann fór að ljósmynda? „Þetta hálsaðist þannig til að ég var orðinn leiður á að sigla og spyr hvort það sé ekki í lagi að ég munstri mig bara af í Þýskalandi. Jú, jú, það var í lagi. Svo fékk ég bara hýruna mína og fór svona að þreifa fyrir mér. Þeir sögðu mér í Stettin að það væri h'tið fyrir mig að gera þar. Síðan hélt ég til Kiel og leitaði fyrir mér í Hamborg og ýmsum borgum en það endaði með því að ég fór aftur til Stettin og komst að hjá UFA og var hjá því í þrjú ár. Þá er komið fram að stríði. Þá kom fyrirskipun um að allir tæknimenn, hverju nafni sem þeir nefndust, væru hér með komnir í herþjónustu. Það voru lög. Maður tók þvi, var ekkert að spá neitt í það. Maður gerði sér ekki klárt hvað væri að ske. Til að byrja með, þegar ég var í Þýskalandi, var Hitler voða vinsæll. Hann tók við Þýskalandi í rúst eftir Weimarlýðveldið og skapaði atvinnu, auðvitað við hergagnafram- leiðslu. Þýska þjóðin var þakklát fyrir að fá vinnu. Ég hafði það alltaf á tilfinningunni að fólkið sjálft vissi raunverulega ekki hvernig þetta stóð. Ég vann sem ljósmyndari hjá yfirstjórn þýska hersins og þar náði ég hraða og öryggi í ljós- myndun. Það var kafbátastöð rétt hjá Kiel og þar myndaði ég heilmikið af því hvernig þetta gekk fyrir sig stig af stigi, eins og gert er núna með kvikmyndum. Þetta voru eiginlega heim- ildarskjöl. Ég var mikið á þvælingi um alla Evrópu á þessum tíma. Ég var búinn að vera úti í mörg ár og hafði ekkert samband við ísland. Ég var alltaf að velta því fyrir mér hvort ég ætti að fara heim eða hvað ég ætti að gera, var jafnvel að hugsa um að gleyma þessu öllu og verða bara útlendingur. Ég hafði verið að hugsa um að koma mér til Afríku og hafði talað við franskan sendiherra í Kaupmannahöfn um hvort ég gæti ekki gerst atvinnuhermaður í útlendingaherdeildinni. Hann biður mig bless- aðan að láta mér ekki detta það í hug. Þetta séu ægilegir menn, margt af þessu. En ég segi að þetta geti varla verið verra en annað, eitt- hvað verði maður að gera. Það er allt orðið vitlaust hvort sem er í heiminum. Þetta endaði með því að ég fór suður. Ég hitti þar danskan foringja sem var búinn að vera þar nokkur ár og hann sagði mér að þetta væri ekkert líf að vera þarna svo ég kom mér aftur til baka.“ Til íslands í þýskum kafbát Það er engum ofsögum sagt að ævin hans Péturs hafi verið ævintýrarík. Þegar hér er komið sögu verða atburðir í stríðinu til þess að Pétur heldur heim til íslands en för hans varð þó harla óvenjuleg. Á Grænlandsjökli höfðu verið Þjóðverjar með miðunarstöð og I.... I 34 VI KAN 34. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.