Vikan


Vikan - 19.02.1987, Síða 52

Vikan - 19.02.1987, Síða 52
Frásögn eftir rithöíundinn Thyra Ferré Bjom - fyrri hlnti Pabbi var prestur af gamla skólan- um. Hann prédikaði guðs orð beint úr biblíunni. Kannski aðferð hans hafi verið nokkuð alvöruþrungin en þegar söfnuður hans hlustaði á þrumandi ræður hans um helvíti og brennandi eilifðareld skulfu menn frá hvirfli til ilja. Ef einhver þurfti iðr- unar við leitaði hann sálu sinni friðar á stundinni. Kirkjan var í augum pabba Hús Guðs. Hann ætlaðist til lotningar jafnt frá öldnum sem ung- um. Ef frú Nelson og frú Backlund pískruðu um verðið á nýju höttunum sínum hætti pabbi að tala svo dauða- þögn ríkti í kirkjunni. „Þegar þið, frúr mínar, hafið lokið samræðum ykkar,“ tilkynnti hann stillilega og klippti hvert orð í sundur, „þá skal ég halda áfram.“ Ekki var hvíslað meira þann sunnu- dagsmorguninn en mamma var bálreið. „Þarftu endilega að segja svona nokkuð í miðri Jobsbók? Ef þú værir þolinmóður sjálfur gætir þú kannski kennt öðrum.“ Pabbi sagði alltaf: „Rétt skal vera rétt.“ Hann ætlaði svo sannarlega ekki að umbera tvær blaðurskjóður í húsi drottins þar sem hann hafði verið útvalinn sálnahirðir. Hann ól upp börn sín á sama hátt, með vöndinn í annarri hendi og Bibl- íuna í hinni. Samt syndguðu þau öll eins og þau mögulega gátu, bara til að ná sér niðri á honum. Þó að mamma vildi að börnin hegðuðu sér sómasamlega og gengju á braut drottins hjálpaði hún þeim oft við meinlausar brellur. Það var ef til vill hennar máti að hefna sín á pabba fyrir það hvað hann lét hana bíða lengi eftir að verða frú Pontus Franz- on. Pabbi og mamma komu bæði frá gamla landinu. Stærsti sigur mömmu var, eftir miklar mótbárur og tár, að fá pabba til að segja lausu presta- kalli sinu í Lapplandi og sigla yfír Atlantshafið til þess að taka við emb- ætti hjá litlum söfnuði í Nýja-Eng- landi þar sem töluð var sænska. Þegar kirkjuritarinn sendi bréf sitt til sóknarnefndarinnar í Svíþjóð og bað séra Franzon að koma til Berk- ley Hills vissi hann ekki að það voru átta börn í fjölskyldunni, flest á skólagöngualdri. Hann vissi aðeins gegnum bréfaskriftir að pabbi var fímmtíu og níu ára gamall og datt ekki einu sinni i hug að spyrja um fjölskyldu hans. Hvernig átti hann að vita að pabbi var fjörutíu og þriggja ára þegar hann giftist mömmu, sem var aðeins tuttugu og eins árs, og að eftir það birtist venju- lega annaðhvort spriklandi sveinbarn eða meybarn á eins og hálfs árs fresti? Þegar illa lá á pabba átti hann svo- lítið bágt með að fyrirgefa mömmu að hún skyldi koma inn í hans kyrr- láta líf og breyta fjölskyldunni úr einum í tíu. En það var mamma sem kom pabba til Ameríku og allt fram á hans síðustu stund á þessari jörðu reyndi hún að færa rætur hans yfir í \ 52 VIKAN 8. TBL

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.