Vikan


Vikan - 02.04.1987, Blaðsíða 45

Vikan - 02.04.1987, Blaðsíða 45
aði dyrunum. Beint á móti var fjólublá hurð. Axel tók i hurðarhúninn en það var harðlæst. Næsta hurð var gul og þegar Axel opnaði fékk hann ofbirtu í augun. Allt var svo bjart og fallegt, grænt gras svo langt sem augað eygði og blár him- inn. Axel gekk inn og dyrnar lokuðust af sjálfu sér á eftir honum. Axel gekk áfram. En hvað hér var fallegt! Lítil blá blóm uxu í grasinu og fiðrildi flögruðu um. Hann gekk áfram, heillaður af umhverf- inu, uns hann kom að lítilli laut. Þar settist hann niður. Þetta var nú eitthvað annað en allar tröppurnar, hugsaði hann með sér sæll og glaður. Allt í einu kvað við ógurlegt öskur. Axel hrökk við og leit í þá átt sem hljóðið kom. Undarleg vera nálgaðist, ægi- legt skrímsli, glansandi og grænsanserað að lit. Höfuðið var lítið en búkurinn ægilega stór. Útlimirnir voru örmjóir en gríðarlega langir og út úr haus og herðum stóðu langir fálmarar sem teygðu sig í allar áttir. Á miðjum hausnum var eitt stórt auga sem starði á Axel. Ekkert nef var sjáanlegt á skrímslinu og munnurinn var pínulítill. Þrátt fyrir það bárust frá skrímslinu ógurleg öskur og jörðin titraði undan þunga þess er það þrammaði í átt að Axel. Hjálpi mér, hugsaði Axel skelkaður. Þetta er ógeðslegra en öll litlu plastskrímslin uppi í hillu heima. Hann stóð á fætur og sá litlu fallegu blómin hverfa ofan í jörðina. Hann varð að forða sér undan þess- ari ógurlegu skepnu. Hann tók til fótanna í sömu átt og hann hafði komið úr. Gulu hurðina sá hann ekki og nú fór skyndilega að dimma. Öll blómin voru horf- in og grasið orðið visið eins og eftir langvarandi þurrk. Axel hljóp og hljóp og skrímsl- ið á eftir. Bilið á milli þeirra styttist ískyggilega. Axel fann svitann spretta fram og fannst hjartað vera komið upp í háls. Skrímslið með sínar löngu lappir átti nú stutt eftir til að ná Axel. Fálmararnir teygðu sig í áttina að honum og snertu hár hans. Þá sá Axel allt í einu gulu hurðina. Hann þaut að henni, opnaði og hljóp fram á ganginn. Lyftudyrnar voru opnar og Axel ýtti á neðsta takkann, númer 1. Skrímslið náði ekki lyftunni en lagði af stað niður stigann. Og með sínar löngu lappir var það ekki lengi niður 768 tröppur. En Axel var auðvitað fljótari með lyftunni og hljóp nú út úr gula húsinu. Krakkarnir voru ennþá að leika sér í tröppunum en þegar skrímslið kom æðandi forð- uðu þeir sér svo að þama var enga hjálp að fá fyrir Axel. Hann var orðinn dauðþreyttur en lagði af stað upp tröppurn- ar. Allt i einu datt hann kylli- flatur. Þetta eru endalokin, hugsaði hann lafhræddur. Hann bylti sér til og frá. Skrímslið mátti alls ekki ná honum. Hann togaði í sæng- ina af öllu aíli. Skrímslið stökk að honum og ætlaði að slá hann niður með löngum fálm- aranum en Axel sveigði höfuðið eldsnöggt til hliðar og rak sig illilega í rúmgaflinn. Við höggið glaðvaknaði hann en var nokkra stund að átta sig á umhverfínu. Ógeðs- lega skrímslið var á bak og burt. í stað þess var allt hans gamla dót í kringum hann og litlu plastskrímslin stóðu sak- laus uppi í hillu. Þetta hafði þá bara verið draumur, stórskrítinn draum- ur. Skrýtlur - Hvað finnst þér um nýju íbúðina mína? Hún er inn- réttuð eftir mínu eigin höfði. - Já, mér fannst hún eitthvað svo tómleg. Lestin nam staðar mjög skyndilega svo að farþegarnir þeyttust úr sætum sínum. - Hvað kom fyrir, lestarstjóri? spurði einn farþeganna. - Smámunir, við ókum á kú. - Var hún á teinunum? - Nei, við eltum hana inn í fjós. - Hænan mín er fársjúk, sagði bóndinn við dýralækn- inn. Hún er með svo háan hita að hún verpir harðsoðn- um eggjum. - Svona, svona, drengur minn, þú þarft ekki að vera hræddur við að fara til tannlæknisins. - Hefur verið dregin úr þér tönn, pabbi? - Já, já, hundrað sinnum. Kennarinn: Hvernig er króna í fleirtölu? Drengurinn: Túkall. - Af hverju ertu svona blautur? spurði móðir ungan son sinn. - Við vorum í hundaleik. - Ekki verður maður svona blautur af því? - Jú, ég var ljósastaur. Og svo var það einn sem skrópaði í bréfaskólanum. Hann sendi tóm umslög. 14. TBL VIKAN 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.