Vikan


Vikan - 02.04.1987, Blaðsíða 38

Vikan - 02.04.1987, Blaðsíða 38
 Vfglundur og eiginkona hans, Sigurveig Jónsdóttir, fréttamaöur á Stöö 2. Vallá féll frá. í kjölfar þess var haft samband við mig og ég beðinn um að taka við fram- kvæmdastjórn fyrirtækisins. Og hér hef ég verið síðan.“ Umræða á villigötum Það er óhætt að fullyrða að steinsteypa hefur verið íslendingum nokkuð hugleikin seinni ár. Hins vegar hefur hún valdið sumum búsifjum og skemmdir hafa gert vart við sig í þessu undraefni. Við hvern er að sakast? „Ég held að umræðan í dag sé á villigötum. Vandræðamálin i steinsteypumálum voru alk- alískemmdirnar á sínurn tíma. Þau vandamál er búið að leysa. Steinsteypuframleiðslan í dag er mjög góð og örugg. Hins vegar koma margir að þessari framleiðslu og þetta er ekki bara spurningin um að steypustöð vandi sína framleiðslu. Þetta er spurning urn miklu fleiri þætti. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að hér á Suðvesturlandi er eitthvert erfið- asta veðrunarálag í heiminum á mannvirki. Við verðum að hætta að storka náttúruöflun- um og gera ráð fyrir þessu strax í vali réttrar steypu. Það verður líka að nota þetta efni skynsamlega. Það verður að skoða þátt eins og uppbyggingu á útveggjum. Þeir hafa verið að þynnast undanfarið. Sumir segja að það sé vegna þess að ég vilji selja rneiri steypu en ég er þeirrar skoðunar að við verðum að hafa útveggina þykkari og með minni járnabind- ingu. Niðurlagning steypunnar er rnjög misjöfn. „Selvbyggeri-tíminn" var mjög slærn- ur. Menn, sem aldrei höfðu komið nálægt steypu, voru að eiga við þetta. Ég er að vona að þessi tími sé liðinn. Við eigum ekki að standa þannig að húsbyggingum að menn séu að þessu á kvöldin, urn helgar og á nóttunni með fjölskyldunni." Víglundur telur að ástæða sé til að setja harðari reglur um val á steyputegundum því brögð séu að því að ekki sé notuð rétt steypa þegar verið er að byggja mannvirki. Fjölskyldumál Víglundur er rúmlega fjörutíu og þriggja ára gamall og ólst upp í Reykjavík. Hann flutti á Seltjarnarnes, fyrst 1968, aftur til Reykjavíkur, en hefur búið á Seltjarnarnesi frá 1972. „Ég er stúdent frá Verslunarskólanum 1964 og útskrifaðist sem lögfræðingur 1970,“ segir Víglundur sem aðeins starfaði sem lögfræð- ingur í sex vikur. Hann var mikið í íþróttum á sínum tíma, spilaði með KR í fótbolta en hætti þegar há- skólanámið byrjaði og hann eignaðist fjöl- skyldu. „Það var nóg að gera að hugsa um nám og fjölskyldu." Víglundur er kvæntur Sigurveigu Jónsdótt- ur, fréttamanni á Stöð 2. Þau eiga þrjá stráka. En getur ekki verið erfitt að vera kvæntur fréttamanni þegar verið er að sentja og reynt er að halda öllu leyndu fyrir fréttamönnum. „Það er nú oftast þannig að þegar ég er að koma heim af samningafundi síðla nætur þá er konan mín sofandi og ég er svo steinsof- andi þegar hún vaknar til að fara í vinnunna næsta morgun. Nei, það hefur nú ekki reynst erfitt. Henni þykir það kannski erfitt ogkvart- ar undan því að það sé erfiðara að ná út úr rnér upplýsingum heldur en flestum öðrum samningamönnum, báðum megin við borðið. Það má segja að það hafi myndast sú sam- skiptaregla hjá okkur báðum að hjónabandið er hjónabandið og vinnan er vinnan og við blöndum því ekkert saman." 38 VIKAN 14. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.