Vikan


Vikan - 09.08.1990, Blaðsíða 13

Vikan - 09.08.1990, Blaðsíða 13
„Ég man aö mér fannst Jónas ákveðinn og jafnvel heldur um of ákveðinn og fór jafnvel í svolitla vörn þess vegna. Hins vegar fannst mér aldrei neinn leiðinda „töffara“gangur á honum en slíkt hefur mér alltaf leiðst í fari karlmanna.1' Hvaö segja Kristín og Jónas um þaö hvort ungt fólk ætti frekar að leita sér maka sem er líkur því að upplagi og skapferli eða ekki? „Á því er ekki nokkur leið að hafa neina fasta skoðun og það sem er rétt fyrir einn þarf alls ekki að vera rétt fyrir annan. Við Kristín erum nú búin að vera gift í hátt í þrjátíu ár og það er sjálfsagt rétt að við séum ólík. Hins vegar minnist ég þess ekki að við höfum nokkurn tíma rifist." Kristín segist að vísu ekki geta tekið undir þetta, þau hafi oft á tíðum deilt um ýmsa hluti. „Það heitir í þessari fjölskyldu - að skiptast á skoðunum. Hins vegar vita allir sem reynt hafa að það er enginn eilífur dans á rósum að vera i hjóna- bandi. Við erum fyrir löngu búin að læra að það sem gildir er ekki að reyna að breyta hvort öðru heldur að umbera hvort annað. Það held ég að okkur Jónasi hafi tekist alveg sæmilega," segir Kristín. SAMEIGINLEG ÁHUGAMÁL MIKILVÆG Nú sat Kristín um árabil á Al- þingi fyrir Kvennalistann en Jónas hefur í leiðurum í DV oft á tíðum deilt á stefnu þeirra samtaka. Hefur það valdið nokkurri spennu á heimilinu? - Nei, alls ekki. Þau eru sammála um að slíkt komi ekkert að sök. Þau segja líka að þó svo þau séu ekki alltaf á sama máli í pólitíkinni séu þau alls ekki ósammála um alla hluti og auk þess hafi þeim ávallt tekist að skapa sér sam- eiginleg áhugamál. - Við höf- um ferðast mikið saman, við stunduðum mikið skíðaferðir hér áður fyrr, við erum í tveim- ur bridgeklúbbum, erum í blaki einu sinni í viku á veturna með ágætu fólki og svo erum við í hestamennsku sem er nýjasta áhugamál okkar og reyndar ekki nema um það bil fjögurra ára gamalt. Þetta höfum við stundað allt saman, segja þau Kristín og Jónas og eru sam- mála um mikilvægi þess að hjón eyði einhverjum tíma saman og þá er auðvitað mikil- vægt að þeim takist að sam- eina áhugamál sín. - Og það hefur okkur tekist. Fjölskyldan öll samankomin veturinn 1975. Börnin frá vinstri: Halldóra, Pálmi, Kristján og Pétur. Uppeldið var einkum á hendi Kristínar. - Mér fannst uppeldi barnanna vera mitt starf, þó svo mér mundi alls ekki finnast það núna. Kristín og Jónas taka á móti Kristjáni Eldjárn, forseta fslands. Myndin er tekin seint á áttunda áratugnum en þá var Jónas um skeið formaður Blaðamannafélags Islands. EKKI AÐ REYNA AÐ BREYTA MAKANUM „Fyrst og fremst þá held ég,“ segir Kristín, „að fólk verði að gera sér Ijóst að það eru ekki allir eins. Menn hafa fengið mjög mismunandi uppeldi og bregðast á ólíkan hátt við ýmsu sem upp kemur. Til að byrja með I sambúð er maður að túlka þetta út frá sinni reynslu og hugmyndum og tekur kannski viðbrögð mót- aðilans illa upp, misskilur og rangtúlkar og gerir jafnvel aö stórmáli. Ég held að það sé mjög algengt að fólk vilji reyna að breyta mótaðilanum - laga hann að sjálfum sér. Þetta held ég að sé rangt því þetta eru tvær manneskjur sem verða að fá að halda áfram að vera tveir einstaklingar. Reyndar er umhugsunarvert að ekki er gerð hin minnsta til- raun til þess í fræðslukerfinu að búa fólk undir hjónaband, samlíf með öðru fólki, barna- uppeldi eða nokkuð í þá átt- ina. Þetta virðist bara eiga aö vera eðlislægt." Þeim ber saman um að upp- eldi barnanna þeirra fjögurra hafi einkum verið á hendi Kristínar. „Við erum það göm- ul I hettunni að okkur þótti þessi háttur eðlilegur. Jónas er mjög gamaldags faðir, það er að segja faðir sem finnst sjálfsagt að búa vel að börn- unum sínum en hann hefur ekki annast þau neitt sérstak- lega. Hins vegar virðast synir okkar, sem eignast hafa börn, ekki hafa erft þetta viðhorf frá föður sínum," segir Kristín. „Þeir annast sín börn alveg jafnmikið og mæður þeirra. Þetta gerði Jónas ekki og mér datt ekkert f hug sjálfri að þetta ætti að vera neitt öðru- vísi. Mér fannst uppeldi barn- § anna vera mitt starf - þó svo m að mér mundi alls ekki finnast | það núna. Ég hafði mjög gam- w an af börnunum okkar en hafði o engar sérstakar hugmyndir § um hvernig barnauppeldi ætti | að vera heldur lagði aðeins o áherslu á að leyfa þeim að 3 njóta sín og þykja vænt um þau. Þetta fannst mér eðlileg- asti hlutur í heimi. Reyndar tel ég að markvissu uppeldi sé í raun og veru lokið þegar börn- in eru orðin fimmtán til sextán ára. Eftir það gerir maður ekki annað fyrir börnin sín en að vera til staðar þegar þau þurfa á því að halda og leyfa þeim að vita af því að manni þyki vænt um þau.“ Kristín og Jónas eiga fjögur börn: Kristján er jaröfræðing- ur, fæddur 1964. Kona hans er Katrín Harðardóttir dýralækn- ir. Þau eiga eina dóttur. Pálmi er nemi í sagnfræði, fæddur 1968. Kona hans er Sigríður Thorlacius líffræðinemi. Þau eiga eina dóttur. Síðan kemur Pétur, fæddur á aðfangadag 1970, og yngst er Halldóra, sextán ára. Tvö þau síðast- töldu eru í Menntaskólanum við Hamrahlíð. 16TBL. 1990 VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.