Vikan


Vikan - 09.08.1990, Blaðsíða 14

Vikan - 09.08.1990, Blaðsíða 14
TEXTI: ÓLAFUR GEIRSSON SKRIFSTOFU- OG RITARASKOLISTJORNUNARFELAGSINS: OPNAÐIÞEIM DYR Menntun er orð dagsins. Þeim fækkar óðum, mögu- leikunum sem ómenntaðir einstaklingar hafa til starfa, svo ekki sé talað um fjölbreytt og áhugaverð framtíðarstörf. Framboð á menntun hefur aukist hér á landi á síðustu árum og nú er orðið auð- veldara en áður fyrir fólk á öllum aldri að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið í námi - kannski fyrir löngu. Fólk á kost á endurnámi og nýju námi og getur auk þess valið um ýmsa kosti hvað varðar náms- tíma. SKRIFSTOFU- OG RITARASKÓLINN er einn þeirra skóla sem bjóða fólki fjölbreytt nám á viðskiptasviði. Þessi skóli, sem rek- inn er af Stjórnunarfélagi Islands, byggir á gömlum merg og á sér sautján ára sögu. Hann byggir á enskri fyrirmynd - Pitman Secretarial College of London - víðfrægum skóla. Skrifstofu- og ritaraskólinn býður upp á tveggja ára nám sem þó er skipulagt þannig að hvort ár er sjálfstæð eining. Gert er ráð fyrir að nemendur hafi i það minnsta gagnfræða- eða grunnskólapróf en það er þó ekki án undantekninga. Á fyrsta ári Ijúka nemendur námi og prófi í almennum skrifstofustörfum og kynnast bókfærslu, tölvum, vélritun, reikningi og ensku. Reyndar velja nemendur á fyrsta ári um hvort þeir vilja vera á enskusviði eða bókfærslusviði. Á öðru ári skiptist námið í fjármála- og rekstrarbraut og sölu- og markaðsbraut. Skilyrði til þess að hefja þar nám er að hafa lokið fyrsta ári Skrifstofu- og ritaraskólans eða verslunarprófi eða hafa sambærilega menntun. Nemendur greiða nokkur skólagjöld en til að létta undir í þeim efnum býður ís- landsbanki hagstæð lán til allt að þriggja ára. Nám á öðru ári er auk þess lánshæft samkvæmt reglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna fyrir framfærslu. VIKAN fór á stúfana og ræddi við fjóra nemendur sem allir stunduðu nám í Skrif- stofu- og ritaraskólanum á liðnum vetri. All- ir eru þeir nú í störfum sem þeir telja sig hafa fengið vegna náms síns í skólanum. GUÐRÚN SVANSDÓTTIR: FINNST ÉG „RÍKARI“ EN ÁÐUR Guðrún: „Starfið ennþá stöðugur lærdómur frá níu tll fimm.“ „Ég vildi kynnast fleiru og auka tækifæri min á vinnumarkaðinum í framtíðinni og þegar ég kynntist því sem boðið var upp á í Skrifstofu- og ritaraskólanum ákvað ég síðastliðið haust að fara í nám á öðru ári þar og valdi mér sölu- og markaðsbraut," sagði Guðrún Svansdóttir sem nú starfar hjá Einari J. Skúlasyni hf. Þar er hún á skrif- stofu i fjölbreyttu og skemmtilegu starfi, að því er hún segir sjálf - starfi sem hún hóf í vor að loknu prófi úr skólanum. „Og það má segja að þetta sé enn einn allsherjar lærdómur hvern dag frá níu til fimm.“ Guðrún, sem er fæddur og uppalinn Þor- lákshafnarbúi, lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Egilsstöðum árið 1988 og fór síð- z an til Þýskalands þar sem hún starfaði sem o „aupair". Þegar heim var snúið að nýju sagðist z Guðrún hafa verið nokkuð óráðin í hvað skyldi ^ gera. < „Nám í Háskólanum hér vakti ekki áhuga £ minn en hins vegar fann ég að möguleiki á að “ kynnast sölu- og markaðsmálum vakti forvitni g mína. Mér fannst það áhugaverð tilbreyting frá § því að hafa verið á uppeldisbraut í mennta- 5; skóla, þar sem helst var lögð áhersla á félags- ^ og sálarfræði. g Námið í Skrifstofu- og ritaraskólanum var 3 mjög áhugavert. Mér fannst ég læra mikið. Kröfurnar voru líka miklar. Til dæmis verður maður að fá sjö í öllum greinum og það eru vissulega mikil viðbrigði frá því í menntaskóla, þar sem nægir að fá 4,5 til að standast próf. Ég var í skólanum fyrir hádegi en vann síðan hjá tannlækni eftir hádegi." Hvernig kynntist Guðrún Svansdóttir skólan- um? „Móðir mín stundaði þarna nám á sínum tíma og aflaði sér þannig viðurkenningar sem læknaritari," segir Guðrún. „Henni líkaði nám- ið vel og mælti með skólanum. Þannig voru mín fyrstu kynni af Skrifstofu- og ritaraskólan- um. Fyrir áramót lærðum viö aðallega ýmislegt varðandi tölvur, auk tölfræði. Eftir áramótin var síðan farið f sölu- og markaðsfræði." Var það mjög áhugavert að sögn Guðrúnar. Auk þess var verslunarenska kennd allan veturinn en á hana er lögð sérstök áhersla á sölu- og markaðsbraut. „í prófunum í vor gengumst við síðan undir sérstakt alþjóðlegt próf í viðskiptaensku. Það er nefnt „Pitmanspróf" og er viðurkennt um all- an heim sem góður vitnisburður um kunnáttu. Við vorum svolftið kvíðnar fyrir þetta próf en það fór allt vel,“ segir Guðrún. „Já, tvímælalaust - mér finnst ég miklu rík- ari heldur en áður, ef svo má taka til orða, eftir að hafa stundað þetta nám“ svarar Guðrún þeirri spurningu hvort hún hafi haft gagn af náminu. „Svo eitt dæmi sé tekið þá kynntumst við ýmsu sem maður ekki vissi áður í verslun- arréttinum, efni sem nauðsynlegt er að vita. Ég tel mig bæði öruggari en áður og ég veit líka meira. Af mörgu fengum við auðvitað aðeins nasasjón og gaman væri að kynnast því betur í framtíðinni." Guðrún sagði okkur til dæmis að henni hefði meira en flogið í hug að fara í lögfræðinám eft- ir kynni sfn af verslunarréttinum, þó svo ekkert væri ákveöið í þeim efnum. Einnig getur verið að hún fari í tannfræðinám í Svíþjóð. En tann- fræði er ný grein hér og nokkurs konar millistig á milli tannlæknis og „klinikdömu". „Skrifstofu- og ritaraskólinn er að mínu mati góður skóli og ekki síst fyrir konur sem ekki héldu áfram hefðbundnu skólanámi áður fyrr eða jafnvel hættu því á einhverju stigi vegna barneigna og heimilisreksturs," sagði Guðrún Svansdóttir okkur að lokum. 14 VIKAN 16TBL. 1990

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.