Vikan


Vikan - 09.08.1990, Blaðsíða 24

Vikan - 09.08.1990, Blaðsíða 24
TEXÍI: ÞJM ÞAÐ ER NÆSTA VIST Bjarni Felixson er þekkt- asti íþróttafréttamaður landsins. Hann hefur ár- um saman unnið hjá Sjónvarp- inu og er sjaldnast langt undan þegar miðla skal fréttum af íþróttaviðburðum, stórum sem smáum. Nafn hans er í hugum fólks fasttengt íþróttum í sjón- varpi. Eins og títt er um þá sem um langan aldur hafa fengist við áberandi störf hefur Bjarni orðið viðfangsefni eftir- herma og grínara við ýmis tækifæri. Þar hefur Laddi farið fremstur í flokki. Til marks um hvernig Bjarni tekur því þegar eftir honum er hermt er þátt- taka hans í gríninu með Ladda þegar tækifæri hafa gefist. Nú er hins vegar Bjarni sjálfur kominn á hljómplötu. Hann tal- ar og syngur með Þorgeiri Ást- valdssyni í lagi sem oft heyrist um þessar mundir og heitir þvf snaggaralega nafni Stöngin inn. Það er að finna á nýrri fjögurra laga hljómplötu Frammara sem nefnist ein- faldlega Framlögin. „Það var kominn tími til að ég gerði eitthvað í málunum sjálfur, láta ekki aðra um að leika Bjarna Fel,“ segir Bjarni og hlær. ^Svona í alvöru talað þá bað vinur minn, Þorgeir Ástvaldsson, mig um að lýsa glæsimörkum [ þessu lagi og syngja nokkur erindi og ég sló til því lagið er fjörugt og skemmtilegt. Innan raða okkar KR-inga eru margir stórsöngv- arar og það er sjálfsagt að leggja öðrum lið ef með þarf, svo ég tali nú ekki um þá blá- klæddu. Svo þurfum við Þorgeir og Óskar Páll upp- tökumaður bara að fylgja þessu eftir með því að fara hringferð um landið og veita eiginhandaráritanir gegn vægu gjaldi í helstu verslun- um.“ Og nú skellihlær hann og bætir við: „Það er aldrei að vita hvað gerist ef lagið slær í gegn. Annars hef ég alltaf í mínu starfi reynt að viðhalda léttleikanum og hafa gaman af með ýmsum hætti, vera maður sjálfur og halda sínu striki. Þótt íþróttir séu hörkukeppni manna í milli og alvaran oft með í spilinu má hátíðleikinn • aldrei ná yfirhöndinni. Það er regla hjá mér. Söngurinn styrkir og eykur samheldni og hafi ég, KR-ingurinn sjálfur, átt þátt í því hjá Frömmurum þá er það vel. Ég óska þeim til hamingju með skemmtileg Framlög og þetta Framtak gæti orðið öðrum til eftir- breytni." □ | Stöngin inn! Bjarni Fel og Þorgeir Ástvaldsson bregða á leik fyrir Ijósmyndara Vikunnar. Á litlu myndinni fyrir ofan sést hljóðupptöku- maðurinn Óskar Páll aka þeim af veliinum eftir átökin 24 VIKAN 16TBL. 1990 LJÓSM.: DANlEL GUÐJÓNSSON

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.