Vikan


Vikan - 09.08.1990, Blaðsíða 37

Vikan - 09.08.1990, Blaðsíða 37
mig niður til þess að fara í skýluna lyftist vömb- in á mér og datt svo niður aftur eins og sprung- inn poki. „Heimski, gamli asni,“ endurtók ég fokreiður með sjálfum mér. Það sem ég sá endurspeglast kom mér svo sannarlega á óvart. Fyrir einni klukkustund hafði mér fundist ég vera nógu ungur til þess að vera stimamjúk- ur við lole. Núna, og það var þessum þrem orðum að þakka, sá ég að ég gat hæglega ver- ið faðir hennar. Og ég skammaðist mín fyrir að hafa glápt svona mikið á hana á stofunni og fyrir að hafa boðið henni út. Hvað skyldi hún eiginlega hugsa um mig? Það þætti mér gam- an að vita; eins og hvað fannst henni ég vera. Seinna fékk ég að vita hvað hún hugsaði. Við héldum fast í öryggisreipið og létum öldurnar brotna á okkur. Sjórinn var ókyrr. Eftir hvert öldubrot var ég andstuttur, svo sagði ég við sjálfan mig: „Ég verð svona loftlaus af því að ég er orðinn gamall." En hún, hamingjusöm eins og hægt var, hrópaði til mín: „Hvað er að, Luigi? Veistu að ég hef aldrei haldið að þú værir svona mikill sportmaður." „Af hverju ekki?“ spurði ég. „Hvaða manntegund hélstu að ég væri?“ „Nú,“ sagði hún, „menn á þínum aldri fara yfirleitt ekki á baðstaði, það eru ungu mennirnir..." í sama bili brotnaði stór og freyöandi alda á okkur. Ég kastaðist á lole og til að stöðva mig þreif ég um handlegginn á henni, sívalan handlegg, holdið unglegt og fjaðurmagnað. Ég kallaði til hennar, með munninn fullan af söltum sjó: „Ég er nógu gamall til þess að geta verið faðir þinn.“ Hún hló þar sem hún stóð mitt í freyðandi löðrinu. „Ekki faðir,“ sagði hún. „Við skulum segja föðurbróðir.“ Við lukum baðinu, þvílíkt uppnám, þvílík skömm, ég gat ekki einu sinni talað. Mér leið eins og ég hefði gildru uppi í mér, sem hefði fallið og lokað sjálfri sér, og ég myndi þurfa verkfæri til þess að spenna hana upp á ný. lole gekk á undan mér. Baðföt- in strekktust yfir barm hennar og mjaðmir. Við að blotna höfðu þau skroppið ennþá betur saman. Svo henti hún sér niður og velti sér í sandinum. Líkami hennar var svo fjaðurmagn- aður að sandurinn tolldi ekki við hana heldur datt aftur niður í rökum flygsum. Ég settist niður, magnþrota og sljór, ófær um að hreyfa mig eða tala. Það er mögulegt að lole, sem hefur lélegri skynjun en nashyrning- ur, hafi skynjað vanlíðan mína, vegna þess að hún spurði allt í einu hvort mér liði ekki vel. „Ég var að hugsa um þig,“ svaraði ég. „Við hvern okkar á stofunni fellur þér best - Amato, Jósep eöa mig?“ Eftir að hafa hugsað sig um nokkuð Móðgunin lá í orðunum „heimski asni“ en það gerði ekkert til. Hann hafði œtiað að ergja mig með því. En oðið „gamli“, ef því hefði ekki verið hnýtt við. Hann sagði „gamli“ eins og það vœri sjálfsagður hlutur. Á sama hátt og hann hefði sagt - ef ég hefði verið sextán ára en ekki fimmtugur: „Strákfffl!“ lengi svaraði hún hressilega: „Mér fellur vel við ykkur alla.“ En ég hélt áfram: „Amato er ungur, það veit ég vel.“ „Já,“ svaraði hún, „hann er ungur.“ „Ég held að hann sé ástfanginn af þér,“ hélt ég áfram eftir nokkra stund. „Er það?“ svaraði hún. „Því hafði ég ekki tekið eftir.“ Hún virtist utan við sig, eins og hún hefði áhyggjur af einhverju. Að lokum sagði hún: „Luigi, ég er í vandræðum. Það kom saum- spretta á bolinn minn að aftan...Lánaðu mér handklæðið; ég verð að klæða mig.“ Satt að S segja var ég ánægður yfir þessu óhappi. Ég rétti henni handklæðiö og hún vafði því utan um sig og hljóp að búningsklefanum. Eftir hálf- tíma vorum við i lestinni, í tómum vagni. Ég hafði hneppt skyrtunni upp í háls og mér flaug f hug að þessu væri lokið, að minnsta kosti hvað mig snerti, og að ég væri gamall maður. Þann dag sór ég að ég skyldi aldrei líta á lole framar né nokkra aðra konu; og ég hélt heitið. Mér virtist hún vera dálítið hissa og að hún horfði stundum á mig með óánægjusvip en það getur vel verið ímyndun. Mánuður leið og á þeim tíma áttum við fjórum eða fimm sinn- um orðaskipti. Á meðan hafði hún gert Jósep að sérstökum vini sínum. Hann kom fram við hana eins og hann væri faðir hennar, á velvilj- aðan og alvarlegan hátt, án þess að sýnast gefa henni nokkuð undir fótinn. Ég var eldri en nokkru sinni fyrr. Ég hélt áfram að klippa hár, raka hökur og taka á móti þjórfé, án þess að segja aukatekið orð. En dag einn um lokunar- tíma, þegar ég var að ná í frakkann minn í litla geymsluherberginu inn af stofunni, tilkynnti eigandinn okkur vingjarnlega: „Ef þið eruð ekki upptekin í kvöld skulum við koma út að borða...Ég býð ykkur öllum...lole og Jósep hafa opinberað trúlofun sína.“ Ég leit fram í stofuna. lole brosti í horninu sínu við snyrti- borðið. Hinum megin við það stóð Jósep og brosti meðan hann hreinsaði rakvél. Allt í einu létti mér ósegjanlega. Jósep var eldri en ég, Jósep var ófríður og samt hafði lole tekið Jós- ep fram yfir Amato. Ég þaut í áttina til Jóseps með útbreiddan faðminn og hrópaði: „Til ham- ingju, ég óska ykkur hjartanlega til hamingju." Svo faðmaði ég lole og kyssti hana á báðar kinnar. Af okkur þremur var ég áreiðanlega sá sælasti. Næsti dagur var sunnudagur og um kvöldið fékk ég mér gönguferð. Ég tók eftir því þegar leið á gönguna að ég var aftur byrjaður að horfa á kvenfólk, eins og ég hafði áður gert. Ég leit á þær eina í einu, bæði bak og fyrir. tjörnuspá_ Hrúturinn 21. mars - 19. apríl Einhverjum tekst að koma þér á óvart í þessari viku. Vertu viðbúinn og hlæðu með, annars gætirðu virst neyðarleg- ur. Ef þú sýnir rómantíkinni þann sóma að leggja eitthvað á þig, fyrir hana, máttu búast við góðri viku. Nautið 20. apríl - 20. maí Bjartsýni er ekki þín sterkasta hlið, en nú er þér samt óhætt að vera hress. Lánið leik- ur við þig þessa vikuna, og þér er óhætt að njóta þess í ríkum mæli, því það verður ekki enda- sleppt. Tvíburarnir 21. maí - 21. júní Vertu nú elskulegur við þína nánustu, þótt mikið sé að gera, þá þurfa þeir þess með. Veðráttan mun stjórna athöfn- um þínum nokkuð á næstunni og þér verður sæmilega úr verki. Krabbinn 22. júní - 22. júlí Það sem öðrum kann að finnast lítilvægt skiptir þig samt sem áður miklu máli. Láttu eng- an ergja þig með smámuna- semi. Þér er óhætt að sinna rómantíkinni vel, stjörnurnar eru hagstæðar. Ljónið 23. júlí - 23. ágúst Vikan verður viðburða- snauð, en samt sem áður verð- ur þetta góð vika. Þér veitir ekki af að slaka á, og svo eru miklir framkvæmdatímar í sjónmáli. Sinntu því sem þér þykir skemmtilegt. Meyjan 24. ágúst - 23. sept. Þér hefur borist einhver rógur til eyrna, gleyptu ekki allt sem þú heyrir hrátt. Það er ann- ars undarlegt, að meyjar sem að eðlisfari eru tortryggnar, skuli hugsa um svona slúður. Farðu á mannamót. Vogin 24. sept. - 23. okt. Ef þú ert beðinn um greiða, láttu annað bíða og gerðu sem þú getur. Það mun borga sig margfalt. Þú mátt bú- ast við að áætlanir raskist, en að þessu sinni gæti rómantíkin átt þátt í því. Sporðdrekinn 24. okt. - 21. nóv. Drekar mega búast við skemmtilegri viku. Það er margt fólk í myndinni, og kannski er skemmtunin svolítið yfirborðs- leg, en skapið batnar engu að síður, það hefur verið stirt að undanförnu. Bogmaðurinn 22. nóv. - 21. des. Þér verðu gert tilboð í vikunni, íhugaðu það vel áður en þú tekur ákvörðun. Þú hefur verið dálítið ör í skapi að undan- förnu, ertu viss um að það hafi ekki bitnað á þeim sem síst skyldi? Steingeitin 22. des. - 19. janúar Það er sólskinsskap í þér þessa viku. Ef sólin skín ekki i kringum þig, þá bætir þú það bara upp. Þér er óhætt að taka upp á einhverju óvenjulegu núna, aðrir kunna vel að meta það. Vatnsberinn 20. janúar -18. febrúar Manneskja sem er þér hugleikin, á í erfiðleikum. Þú getur hjálpað, en ert of ófram- færinn til að gera neitt í þvi. Reyndu að taka á þig rögg, það getur skipt miklu máli einmitt núna. Fiskarnir 19. febrúar - 20. mars Þessi vika er hentug til hvers konar áætlana. Það er mál til komið að fara að hugsa sitt ráð, en það er ekki sterkasta hlið fiskanna að taka ákvarðan- ir. Hikaðu ekki við að hreyfa þig. 16TBL. 1990 VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.