Vikan


Vikan - 09.08.1990, Blaðsíða 22

Vikan - 09.08.1990, Blaðsíða 22
AÐ LEYNDARDÓMUM SN/EFELLSJÖKULS Jökulhettan nálgast og bílarnlr fara að festast. Aðferðum sjóskíðamanna beltt á jökllnum. unnar brá sér upp á jökulinn með kunningja- fólki sínu eigi alls fyrir löngu og reyndi að kanna málið. FÖSTUDAGURINN ÞRETTÁNDI 13. júlí síðastliöinn bar upp á föstudag; upp- lögð dagsetning fyrir leiðangur að leyndardóm- um Snæfellsjökuls. Þetta er um 270 kílómetra löng leið frá Reykjavík en ég lét það ekki á mig fá þar sem ég hef aldrei lært að aka bifreið og lét henni Fjólu vinkonu minni eftir aksturinn. Um þrem klukkustundum eftir að Reykjavík var að baki fóru áhrif jökulsins að gera vart við sig þótt hann sæist ekki fyrir svartaþoku. Næmt fólk skynjar þessi áhrif rétt áður en kom- ið er að afleggjaranum heim að Búðum á Snæfellsnesi. En ferðinni var heitið á Arnar- stapa þar sem sextán manns biðu okkar í félagsheimilinu sem hafði verið leigt sérstak- lega fyrir hópinn. Kvöldvaka var hafin og nokk- ur börn sýndu dansatriði á sviðinu sem er lítið og heimilislegt með gluggum á bakhliðinni. Daginn eftir lagði lest fimm fólksbíla á jökul- inn og var kerra með tveim vélsleðum tengd aftan í jeppa sem fór fyrir drossíunum. ( aust- urhlíðum Stapafells, sem er eins konar útvörð- ur jökulsins í suðri, var kikt inn í Sönghelli en hann er frægur fyrir góðan hljómburð. JÖKULLINN TÓK OFAN Svolítið lengra, við rætur jökulsins, er Vega- mannahellir; dularfullt fyrirbæri sem lætur lítið yfir sér að utanverðu en geymir því fleiri leynd- ardóma innra með sér. Aö þessu sinni var hann fullur af snjó en ég kannaði hann nokkr- um sinnum fyrir rúmum tuttugu árum ásamt Sigurði S. Bjarnasyni sem einnig fórfyrir hópn- um í þetta sinn. Við höfðum haft með okkur langt snæri og sterk Ijós en við komumst aldrei að því hvað hann var langur því snærið langa dugði okkur skammt. Ekki er víst að nokkur maður viti það því að auðvelt er að villast inni í honum. Hann var fullur af dropasteinum þá en núna hafa ferðamenn brotið marga þeirra við innganginn og tekið til minja. Þegar gengið hefur verið spölkorn inn í hellinn kemur í Ijós að víða i honum eru aukagöng sem liggja til allra átta. Á einum stað er meira að segja gat í gólfinu og rúmgóður kjallarahellir undir því. Annars halla göngin svolítið niður á við, lengra og lengra inn í jökulinn. Sums staðar upp við veggina eru steinmyndanir sem minna á bekki til að setjast á og á einum stað er eitthvað sem er einna líkast steingervingi af ævagömlu tré. Og göngin halda áfram og áfram. Kannski hef- ur Jules Verne einhvern tíma hitt ferðalang sem sagði honum frá þessum helli og leyndar- dómum nágrennisins. Hins vegar er ég hrædd- ur um að frásögn Vernes sé stórlega ýkt. Kjall- arinn undir hellisgólfinu ertil dæmis ekki nema tveir til þrír metrar á dýpt en ekki margar mannhæðir. Nú var allt á kafi í snjó og bílalestin hélt áfram gegnum þokuna. Þegar nær dró jökul- hettunni gáfust tveir bílanna upp og við Fjóla þurftum að labba f rúman klukkutíma eftir krókóttum stígum yfir landslag sem gæti allt eins verið á fjarlægri plánetu. Stöku sinnum rákumst við á eldgömul og yfirgefin mannvirki sem minntu einna helst á gullgröft en í Ijós kom aðfyrr átímum hafði vikri úrjöklinum ver- ið veitt eftir löngum rennum alla leið til sjávar og í skip. Sæluhús, sem við ætluðum að hvíla okkur í, reyndist vera rústir einar þegar að var komið. Og svo tók jökullinn ofan þokuna svo við sæjum hettuna betur. Þá fórum við að mæta einum og einum ferðamanni á stangli. SNJÓSKÍÐI í STAÐ SJÓSKÍÐA Þetta voru þá þýskar konur í ævintýraleit og þegar við vorum orðin úrkula vonar um að hitta félaga okkar aftur sagði Fjóla allt i einu: „Þarna eru þau. Á skíðum." Og það stóð heima. Rétt fyrir framan okkur voru kunningjar okkar, börn og fullorðið fólk, að leika sér á skíðum á snjó- fláka í austurhlíð jökulsins þótt hásumar væri. Vélsleðarnir, sem sumir kalla snjósleða, voru þá ýmist notaðir sem kappakstursbílar eða dráttarbátar fyrir snjóskíðafólk sem nú minnti einna helst á sjóskfðafólk, dregið af sleðunum upp á jökulinn til að geta rennt sér niður aftur. Við þetta skemmtu sumir sér um tíma i steikjandi hita og svo fórum við aftur niður á Arnarstapa að skoða okkur um. Við mættum bíl þar sem rennblaut hafmeyja sat framan á húddinu en þegar betur var að gáð var þetta ung kona sem hafði verið að synda í höfninni. Það kom líka í Ijós aö nokkrir krakkar voru að synda þarna og leika sér innan um smábát- ana. Það minnti mig á að þegar ég var þarna fyrir rúmum tuttugu árum gengu innfædd börn berfætt út um allt á þessum slóðum og ég fékk stundum berfættan strák til aö lóðsa mig og breska vinkonu mína á trillubáti um hellana sem eru grafnir inn í bergið undir þorpinu. Þarna gýs sjór upp um brimgjárnar þrjár á tún- inu við Eyri þegar hvasst er í veðri. Þær heita Músagjá, Miðgjá og Hundagjá. Þarna kemur foss út úr þverhníptu bergi þótt engin á sjáist fyrir ofan svo að það er engu líkara en sjálf náttúran sé að gera gys að manni því það ligg- ur stundum við að maður trúi ekki sínum eigin augum eða skilningarvitum. DULARFULLIR ATBURÐIR FARA AÐ GERAST Um kvöldið skruppum við á sveitarkrána en þá fékk Fjóla þvílíkar kvalir í ökklann og ristina að hún varð draghölt. Daginn eftir kenndi hún sér einskis meins en þá hrökk bíllykill Sigurðar í tvennt án nokkurrar sýnilegrar ástæðu og fleiri höfðu lent í ýmsu misjöfnu. Stálarmband á sterkbyggðu úri konu úr hópnum hrökk í sundur af engu tilefni og hljóðkútur brotnaði í tvennt undan einum bílnum. Gert við hann á Ólafsvík með hálfdós undan gulrótum og grænum baunum og tveim hosuklemmum. Við Fjóla höfðum tekið með okkur myndavél og Siggi sömuleiðis en þegar myndirnar komu úr framköllun kom í Ijós að allar bestu tökurnar höfðu misheppnast - voru illsjáanlegar og grænbrúnar á lit - en aðeins myndir af grjóti, föstum bílum og öðru sem ekki skiptir neinu máli höfðu heppnast prýðilega. Ég varð því aö taka það til bragðs að teikna myndir með ferðasögunni. „Þetta eru áhrif frá jöklinum," sagði Jóna í Skjaldartröð; ættuð af Stapanum og formaður á fiskibátum til margra ára. „Annars var hann góður við ykkur í gær að taka ofan fyrir ykkur. Aftur á móti eru til staðir hér um slóðir sem hleypa næmu fólki ekki nálægt sér. Til dæmis 22 VIKAN 16TBL. 1990

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.