Vikan - 09.02.1939, Blaðsíða 10
10
VIK AN
Nr. 6, 1939
— Og hvernig fer þá með insulínið hans
Áka, Gerhard? Mér fyndist, að hann ætti
að verða eftir og gæta hússins, þá getum
við tvö farið.
— Auðvitað verð ég heima, ef Rena
endilega vill, sagði Áki.
— Mér finnst, að þú ættir að lofa mér
að ráða þessu, Rena mín, sagði ég og stóð
upp. — Við förum eftir viku. Það er engin
hætta á því, að okkur verði kalt — nóg
teppi ok matvæli. í húsinu er stór arinn
og þrjú rúm. Áki, þú verður að hjálpa til
að þvo upp og kveikja upp í arninum,
sagði ég brosandi.
Rena kom ekki. með fleiri mótbárur, svo
að við fórum að undirbúa ferðina. Hvers
vegna var ég að þessu, hugsaði ég. Að
hvaða gagni gat það komið? Og samt
fannst mér það vera það eina skynsam-
lega, sem ég gat gert. Einn góðan veður-
dag í októbermánuði lögðum við af stað.
Auk vélbátsins, sem við fórum í, höfðum
við með okkur árabát. Áki var í ágætu
skapi, en Rena var föl og þögul. Þegar
við komum auga á eyjuna, hrópaði hann:
— Sjáðu, Rena! Þarna er Katthólmur!
Er hann ekki yndislegur?
Hún gerði sér upp bros. Ekki leið á
löngu áður en við stóðum fyrir framan
laglegan bjálkakofa með þremur herbergj-
um — lítið svefnherbergi handa Áka, stofu
og eldhúsi. Við settumst að kvöldverðin-
um. Síðan þvoðu Áki og Rena upp, en ég
svaf í stól. Allt í ein hrökk ég upp. Það
var komið ofsarok. Eg fór fram í eldhús.
Rena stóð uppi á stól og var að kveikja
á lampa. Áki studdi hana og starði á hana.
Hún horfði blíðlega á hann og strauk hon-
um um vangann um leið og hún stökk ofan
af stólnum.
— Stormurinn slökkti á lampanum,
sagði hún rólega við mig.
— Já, það er áreiðánlega óveður í að-
sigi, svaraði ég. Ég hugsaði rólegur sem
fyrr, að svona horfði hún líka á drenginn,
sem dó.
— Ef þið eruð búin, þá skuluð þið koma
inn í stofu. Við skulum fá okkur eitthvað
hjartastyrkjandi, sagði ég.
— Mig langar ekki í neitt, frændi. Ég
vil helzt fara að hátta, ef þú hefir ekkert
á móti því. — Drengurinn gat ekki horft
framan í mig, en sagði hikandi:
— Góða nótt, frændi og „frænka“, og
sofið þið vel.
Rena kvartaði um þreytu og fór líka að
hátta. Veðrið versnaði, og ég svaf illa. Ég
sá Renu beygja sig yfir drenginn, sem dó,
og hann varð allt í einu að Áka, — en
hún vildi ekki líta við mér. Ég vaknaði
við óskaplegar þrumur og kallaði á Renu
og Áka, en fékk ekkert svar. Ég hljóp út
að glugganum, og sá þau koma hlaupandi
eftir veginum. Hann hélt utan um hana.
Eldingarnar komu hver á fætur annarri, og
ég sá, að han þrýsti henni að sér og kyssti
hana.
Ég fór aftur upp í rúmið mitt. Síðan var
hurðinni skellt aftur, og þau komu þjót-
andi inn í stofuna. Vatnið lak úr kápunum
þeirra þarna sem þau stóðu á meðan þau
sögðu frá óveðrinu.
— Farið þið nú undir eins að hátta,
sagði ég skipandi.
Áki horfði á mig eins og hann ætlaði að
segja eitthvað, en fór síðan inn í herberg-
ið sitt.
— Þakka þér fyrir, að þú skyldir vekja
mig, Áki, kallaði Rena á eftir honum, —
þetta var alveg stórkostlegt!
— Þú hefðir líka getað vakið mig, Rena,
sagði ég.
— En Gerhard, ég tímdi ekki að vekja
þig, og ég vissi heldur ekkert, hvort þú
mundir kæra þig um það.
Ég hjálpaði henni að þurrka hárið og
vafði utan um hana teppunum.
— Elskar þú mig? hvíslaði ég að henni.
Hún sagði brosandi:
— Já, herra yfirlæknir.
Skömmu síðar spurði hún syfjandaleg:
— Ætlar þú ekki að fara að hátta líka ?
— Rétt bráðum. — Ég ætla að skreppa
niður eftir og vita, hvort báturinn er með
kyrrum kjörúm.
— Við hefðum nú getað gætt að því, en
okkur þótti svo gaman að óveðrinu, sagði
hún andvarpandi eins og hamingjusamt,
syfjað barn.
Ég fór fram í eldhúsið og fékk mér
glas af víni, síðan tók ég insulínið og hellti
því í vaskinn. Flöskunni, sem insulínið var
í, stakk ég í vasann á regnkápunni minni.
Síðan læddist ég út úr húsinu og gekk nið-
ur að víkinni, þar sem báturinn var. Ég
leysti vélbátinn og sleppti honum út á ólg-
andi hafið. Því næst setti ég stóran stein
í árabátinn, sem sökk um leið. Þegar ég
kom heim aftur, steinsvaf Rena, og ég
sofnaði þungum svefni og vaknaði ekki
fyrr en seint um morguninn við að Áki stóð
brosandi yfir mér og horfði á mig.
— Góðan daginn, yfirlæknir, viðtið þér,
hvað hefir komið fyrir? Við erum stödd á
eyðieyju. Þú ert Robinson.