Vikan - 09.02.1939, Blaðsíða 4
4
VIKAN
Nr. 6, 1939
Stefán Þorsteinsson:
Charles
\ ofanverðri átjándu öld lifði í Englandi
maður að nafni Erasmus Darwin.
Hann var læknir, náttúrufræðingur og
skáld. Eftir hann liggja tvær ljóðabækur
og eitt náttúrufræðilegt vísindarit.
Maður skyldi næstum halda, að miklar
hugsjónir væru arfgengar, því í verkum
Erasmus Darwin liggja grafnar margar
þær hugsjónir, sem sonarsonur hans,
Charles, síðan blés lífi í og fékk viður-
kenndar.
Til að byrja með leit ekki út fyrir, að
Charles Darwin ætti eftir að gefa heim-
inum nýjar og miklar hugsjónir, ný þrætu-
efni, og opna ný sjónarmið um framþróun
lífveranna á jörðinni. 1 skóla þótti hann
lélegur námsmaður. Foreldrum hans og
kennurum þótti hann vera latur og jafn-
vel heimskur. Hann skeitti skólafögunum
lítið, vildi heldur safna skordýrum úti í
náttúrunni eða vinna að efnafræðirann-
sóknum með bróður sínum.
Ekki batnaði ástandið, þegar Charles
Darwin kom í háskólann og átti að fara
að lesa læknisfræði. Honum fannst fyrir-
geymir einnig leifar suðrænna tegunda, og
eru sumar þeirra nú útdauðar með öllu.
Efsti og yngsti jarðlagakaflinn ber vott
um norrænni skilyrði. Þar eru komnar til
sögunnar skeljar, sem á vorum dögum hfa
ekki sunnar en við Reykjanes.
Sé dýralíf Tjörneslaganna skoðað í
heild, ber það augljóslega vott um, að sjáv-
arhitinn á þessum slóðum hafi minnkað,
meðan lögin hlóðust upp. Nemur kólnun-
in því, sem verða myndi við strendur Bret-
landseyja, er þær flyttust þaðan, sem þær
eru, og norður á hnattstöðu Islands. En
kóinunin hélt áfram. Jökultíminn var að
hefjast.
V.
Meðan Tjörneslögin mynduðust, virðist
hlé hafa orðið á hinum áköfu eldgosum,
sem geysuðu í norðanverðu Atlantshafi, er
eldra basaltið brann. En jarðeldarnir hafa
aftur færzt í ásmegin hér á landi á önd-
verðum jökultíma, og síðan hafa þeir
hamazt hvíldarlítið. Dr. Helgi Péturss
hefir bennt á, hve geysi mikilsverð störf
þessir „post-pliocene“ jarðeldar hafa unn-
ið. Ef til vill verður mönnum ljósust þýð-
ing þeirra, sé nútímans Island borið sam-
an við Færeyjar, þar sem jarðeldar hafa
ekki látið á sér bæra síðan fyrir ísöld.
Svipað þeim hefði þá ísland litið út. Eyja-
klasar, en aðeins þeim mun óbyggilegri,
sem hnattstöðumuninum nemur.
Jóhannes Áskelsson.
Darwin.
lestramir drepandi leiðinlegir og hafði
andstyggð á, jafnvel þoldi ekki hið „verk-
lega“ læknisfræðinám.
Hann hættir við læknisfræðina og á að
verða prestur. Faðir hans vill, að hann nái
einhverju prófi. Árangurinn varð hér litlu
betri.
Hann hélt áfram að safna skordýrum,
hlustaði auk þess á fyrirlestra um grasa-
fræði og fór að safna grösum og plönt-
um. Á sumrin flakkaði hann um landið,
gangandi eða ríðandi.
Á stúdentsámm sínum var hann mikið
með öðram ungum mönnum, sem unnu
að vísindalegum náttúmfræðistörfum, og
sérgáfur hans komu betur og betur í ljós.
Brátt varð hann náttúrufræðingur með
lífi og sál.
Charles Darwin lauk eins konar lægra
guðfræði-prófi, en síðan hugsaði hann ekki
meira um hempuna. 1 þess stað lagði hann
sig eftir líffræði og jarðfræði.
Þegar hann var fullra tuttugu ára að
aldri, bauðst honum að ferðast með her-
skipinu „Sporhundinum“, sem fór í 5 ára
ferðalag umhverfis hnöttinn. Hann var
víða í Suður-Ameríku; fór til Galapagos-
eyjanna, Tahiti, Nýja-Sjálands, og heim-
sótti auk þess margar eyjar í Kyrrahaf-
inu og víðar. Um þessa för hefir hann
skrifað bók, sem hefir langa fyrirsögn og
enn lengra efni. Þetta er mjög fróðleg
ferðasaga og einhver sú bezta, sem út
hefir verið gefin.
1 þessari för fékk hann að sjá ýmislegt
geysi merkilegt, sem vakti hann til um-
hugsunar. Fuglalífið á Galapagos-eyjun-
um í Suður-Ameríku, steingjörvinga
fornra plantna og dýra o. s. frv.
Það var nú sem augu hans opnuðust
og hann fengi að sjá allt — náttúruna,
dýra- og jurtalífið — í nýju ljósi. Jarð-
fræðin hjálpaði honum til þess að fá sam-
hengi og finna þráðin í þetta allt saman.
Eftir að hann kom heim aftur, lagði
hann áherzlu á og vann að ýmsum grein-
um náttúruvísindanna og hann samdi hvert
fræðiritið af öðm, allt til hann lézt 19. dag
aprílmánaðar árið 1882.
Vísindaiðkanir hans stefndu nú meira
og meira að því, sem í dag kallast fram-
þróunarkenning eða kenningin um upp-
runa og framþróun h'fveranna á jörðinni.
Dýr og jurtir „standa aldrei í stað“. Hin-
ar æðri og fullkomnari tegundir eiga rót
sína að rekja til hinna lægri og ófullkomn-
ari. Dýr og jurtir em ekki „sköpuð"
eins og þau em í dag. Þetta era ekki
óbreytilegar vemr, heldur breytilegar. Og
steingjörvingar hinna fomu, útdauðu
jurta og dýra gefa oss til kynna, að jörð-
Vi k a n
TJtgefandi: VIKAN H.F.
RITSTJÓRN OG AFGREIÐSLA:
Austurstræti 12. Sími 5004.
RITSTJÓRI OG ABYRGÐARM.:
Sigurður Benediktsson. Sími heima 3715.
FRAMKVÆMDARSTJÓRI:
Einar Kristjánsson. Sími 4292.
Áskrif targjald : kr. 1,50 á mánuði;
1 lausasölu 40 aurar.
STEINDÓRSPRENT H.F.
>____________________________________*
jn er gömul -—- mjög gömul — og að allt
líf hefir breytzt með hinum ýmsu breyti-
legu jarðtímabilum.
Margir vísindamenn höfðu haldið þessu
sama fram — meira eða minna ákveðið
— á undan Darwin. Annar enskur nátt-
úmfræðingur, Wallace að nafni, hélt þessu
sama fram einmitt á sama tíma og Darwin.
En enginn hefir verið eins stórvirkur í því
að ryðja braut framþróunarkenningarinn-
ar eins og Charles Darwin. Það eru störf
hans í þágu þessarra mála, sem á sínum
tíma orsökuðu byltingu í öllum náttúm-
vísindunum, já og ekki að eins þar.
I 20 ár vann Darwin að rannsóknum
sínum og safnaði efni í hið mikla rit sitt:
„Um uppmna tegundanna“. Það kom út
árið 1859 og frá þeim tíma er tahð, að
renni nýr dagur í sögu náttúmvísindanna.
Viðbæti við rit þetta nefnir hann „Um
uppmna mannsins“ og í þessu verki fylg-
'ir hann framþróunarkenningu sinni út í
yztu æsar. Hann heldur því fram, að það
verði að líta á mannvemna með hliðsjón
til ahs annars lífræns lífs á jörðu hér.
Miklar og langvarandi deilur risu út af
ritverkum þessum. Enn þann dag í dag
heyrir maður fólk, sem ekki hefir lesið
bækur Darwins, segja, að hann hafi haldið
því fram, að langa-langa-afi mannsins hafi
verið api.
Darwin hefir gefið út mikið safn af jarð-
og grasafræðilegum ritum. Á síðari ámm
sínum vann hann mest að líffræðilegum
vísindaiðkunum og skrifum.
Eitt af því bezta, sem eftir hann ligg-
ur, er bókin „táf og bréf“, er sonur hans
gaf út eftir hans dag. Eftir þeirri bók að
dæma, var maðurinn Charles Darwin ekki
síðri en vísindamaðurinn Charles Darwin.
Hann var einn af mestu byltingamönn-
um veraldarinnar, og byltingin verður ekki
minni fyrir það, að hún hefir engin manns-
líf á samvizkunni.
#
Sorg og áhyggjur em oft fljótar að ná
oss, af því vér göngum helming vegarins
á móti þeim.
*
Ef þú giftir þig, þá iðrast þú þess stund-
um, en giftir þú þig ekki, iðrast þú þess
alltaf.